"Þeir hjá Disney eru búnir að bjóða mér mjög spennandi og stóran samning“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 12:15 „Það er svo margt spennandi að gerast hjá Disney að ég er á fullu núna að reyna að taka upp eins mikið og ég get áður en ég fer aftur út til þeirra í janúar með nýtt „show“,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme. Hér fyrir neðan má sjá nýtt lag sem Greta var að gefa út. Um er að ræða ábreiðu af laginu Halo sem Beyoncé gerði frægt og hljómsveitin Hjaltalín hefur einnig sett í sína útsetningu. „Útsetningin inniheldur bara raddir og strengi og er upphitun fyrir næstu smáskífu sem kemur út í byrjun janúar,“ segir Greta en lagið tók hún upp hjá Disney í nóvember. Ný plata er svo væntanleg frá Gretu á nýju ári en hún er ekki unnin í samstarfi við Disney. „En ég mun samnýta efnið af henni og „show“-ið mitt úti auk þess sem þeir selja hana.“Greta fór til Bandaríkjanna þann 4. júlí á þessu ári og hefur síðan þá verið að skemmta á skemmtiferðaskipi Disney. Hún kom heim til Íslands 14. nóvember en í janúar heldur hún á ný á vit ævintýranna. „Ég fer til Denver í Colorado 8. janúar til að koma fram sem gestaspilari á jazztónleikum auk þess að koma fram í sjónvarpsþættinum The Everyday Show. Þar á eftir fer ég til Flórída þar sem samningurinn minn byrjar 16. janúar. Þeir hjá Disney eru svo búnir að bjóða mér mjög spennandi og stóran samning fyrir næsta sumar,“ segir Greta sem má ekkert meira segja um samninginn enda ekki búin að skrifa undir. Tónlist Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 „Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli“ Tónlistarkonan Greta Salóme er búin að skemmta á skemmtiferðaskipi Disney síðan 4. júlí. Hún segir þetta að mörgu leyti vera „besta gigg í heimi.“ 13. október 2014 12:30 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Það er svo margt spennandi að gerast hjá Disney að ég er á fullu núna að reyna að taka upp eins mikið og ég get áður en ég fer aftur út til þeirra í janúar með nýtt „show“,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme. Hér fyrir neðan má sjá nýtt lag sem Greta var að gefa út. Um er að ræða ábreiðu af laginu Halo sem Beyoncé gerði frægt og hljómsveitin Hjaltalín hefur einnig sett í sína útsetningu. „Útsetningin inniheldur bara raddir og strengi og er upphitun fyrir næstu smáskífu sem kemur út í byrjun janúar,“ segir Greta en lagið tók hún upp hjá Disney í nóvember. Ný plata er svo væntanleg frá Gretu á nýju ári en hún er ekki unnin í samstarfi við Disney. „En ég mun samnýta efnið af henni og „show“-ið mitt úti auk þess sem þeir selja hana.“Greta fór til Bandaríkjanna þann 4. júlí á þessu ári og hefur síðan þá verið að skemmta á skemmtiferðaskipi Disney. Hún kom heim til Íslands 14. nóvember en í janúar heldur hún á ný á vit ævintýranna. „Ég fer til Denver í Colorado 8. janúar til að koma fram sem gestaspilari á jazztónleikum auk þess að koma fram í sjónvarpsþættinum The Everyday Show. Þar á eftir fer ég til Flórída þar sem samningurinn minn byrjar 16. janúar. Þeir hjá Disney eru svo búnir að bjóða mér mjög spennandi og stóran samning fyrir næsta sumar,“ segir Greta sem má ekkert meira segja um samninginn enda ekki búin að skrifa undir.
Tónlist Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 „Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli“ Tónlistarkonan Greta Salóme er búin að skemmta á skemmtiferðaskipi Disney síðan 4. júlí. Hún segir þetta að mörgu leyti vera „besta gigg í heimi.“ 13. október 2014 12:30 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00
„Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli“ Tónlistarkonan Greta Salóme er búin að skemmta á skemmtiferðaskipi Disney síðan 4. júlí. Hún segir þetta að mörgu leyti vera „besta gigg í heimi.“ 13. október 2014 12:30