Þrjár flugur gáfu þrjá 22 punda laxa Karl Lúðvíksson skrifar 28. nóvember 2014 10:26 Flugurbar hans Bubba sem allar gáfu 22 punda laxa. Veiðisvæðið í Laxá í Aðaldal sem er kennt við Nes er löngu þekkt fyrir að gefa stóra laxa og nýliðið sumar gaf þá marga stóra. Bubbi Morthens er einn þeirra sem hefur tekið ástfóstri við Nes og er það svo að hann þekkir svæðið vel og veit hvað þessir stóru liggja. Hann var sérstaklega veiðin á stórlaxa í sumar en meðal afreka hans þar var að setja í og landa þremur löxum sem vógu 22 pund og það voru þrjár veiðnar flugur sem gáfu honum þennan afla eða samtals 66 pund. Hann tók tvo á Metalicu, eina númer 6 og aðra númer 10. Þriðji 22 pundarinn kom svo á græna Fish Scull Sunray. "Sá sem sem tók bláa Metalica númer 10 kom á hjá mér í Höfðahyl. Hafði reist hann þrisvar sinnum áður en hann tók loksins. Hann straujaði yfir hylinn upp á höfðann hinumegin og síðan niður eftir. Ég náði að hlaupa niður fyrir hann og lempaði hann eftir 25 mínútur inn í kvíslina þar sem hann var svo tekinn í land en fiskurinn var 22 pund" segir Bubbi um fyrsta 22 pund laxinn. "Sá sem tók græna Fish Scul Sunray „Sköllarann“ náði ég í Kirkjuhólmakvíslinni. Áin var svartlituð og og nánast óveiðandi. Ég hafði séð séð stóra laxa liggja þarna upp á klöppinni fyr um sumarið fyrir framan eyjuna en ég var með hraðsökkvandi línu og ákvað taka sénsinn á að festa. Enda fór það svo að ég hélt að ég hefði fest. Ég kastaði gríðarlangri línu upp á klöppina og lína fór kannski 20 cm þá varð allt pikk fast . Ég rykkti í og togaði þrisvar til fjórum sinnum en ekkert gerðist. Þá vafði ég línuna um höndina og ákvað að slíta. Ég gekk aftur á bak og hafði stöngina beina og togaði af öllum kröftum. Þegar skyndilega var rifið í af feikna krafti og upp stökk þessi líka fallegi hængur. Ég missti hann næstum niður í kvíslina heiðarmegin en náði honum upp og þá straujaði hann sig niður í hina kvíslina húsmegin. Fór með nánast alla línuna út en þá hringdi ég í vin minn Skúla stóra og föður hans sem voru þarna skammt frá og eftir helvítis barning náum við honum á land. Þessi var 22 pund". "Sá sem tók Metalica númer sex tók í Höfðahyl. Ég reisti hann tvisvar sinnum og kastaði á hann áttu flugum sem hann leit ekki við. Hafði reist hann á minni flugu númer 10 en ég stækkaði upp í sex og hann kom með látum og negldi hann með boðföllum.Hann þumbaðist lengi við en eftir 19 mín þá náði ég honum í land. hann var 22 pund". Það stefna flestir veiðimenn á það leynt og ljóst að ná 20 punda laxi þó svo að viðmiðið hafa breyst nokkuð frá því sem áður var því gjarnan er talað um 100 cm laxa í dag sem múrinn sem þarf að brjóta. Þess má geta að Bubbi setti í 20 punda lax á Hornflúð og landaði á Night Hawk númer 10 og missti tvo gríðarvæna laxa í Höfðahyl báða vel yfir 20 pundin á Metallica. Fyrir þá veiðimenn sem hnýta sjálfir settum við mynd af flugunum umræddu svo hægt sé að sjá flugurnar og hnýta eftir þeim en það hlýtur hvaða veiðimaður sem er vilja hafa svona vopn í boxinu á næsta sumri. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Veiðisvæðið í Laxá í Aðaldal sem er kennt við Nes er löngu þekkt fyrir að gefa stóra laxa og nýliðið sumar gaf þá marga stóra. Bubbi Morthens er einn þeirra sem hefur tekið ástfóstri við Nes og er það svo að hann þekkir svæðið vel og veit hvað þessir stóru liggja. Hann var sérstaklega veiðin á stórlaxa í sumar en meðal afreka hans þar var að setja í og landa þremur löxum sem vógu 22 pund og það voru þrjár veiðnar flugur sem gáfu honum þennan afla eða samtals 66 pund. Hann tók tvo á Metalicu, eina númer 6 og aðra númer 10. Þriðji 22 pundarinn kom svo á græna Fish Scull Sunray. "Sá sem sem tók bláa Metalica númer 10 kom á hjá mér í Höfðahyl. Hafði reist hann þrisvar sinnum áður en hann tók loksins. Hann straujaði yfir hylinn upp á höfðann hinumegin og síðan niður eftir. Ég náði að hlaupa niður fyrir hann og lempaði hann eftir 25 mínútur inn í kvíslina þar sem hann var svo tekinn í land en fiskurinn var 22 pund" segir Bubbi um fyrsta 22 pund laxinn. "Sá sem tók græna Fish Scul Sunray „Sköllarann“ náði ég í Kirkjuhólmakvíslinni. Áin var svartlituð og og nánast óveiðandi. Ég hafði séð séð stóra laxa liggja þarna upp á klöppinni fyr um sumarið fyrir framan eyjuna en ég var með hraðsökkvandi línu og ákvað taka sénsinn á að festa. Enda fór það svo að ég hélt að ég hefði fest. Ég kastaði gríðarlangri línu upp á klöppina og lína fór kannski 20 cm þá varð allt pikk fast . Ég rykkti í og togaði þrisvar til fjórum sinnum en ekkert gerðist. Þá vafði ég línuna um höndina og ákvað að slíta. Ég gekk aftur á bak og hafði stöngina beina og togaði af öllum kröftum. Þegar skyndilega var rifið í af feikna krafti og upp stökk þessi líka fallegi hængur. Ég missti hann næstum niður í kvíslina heiðarmegin en náði honum upp og þá straujaði hann sig niður í hina kvíslina húsmegin. Fór með nánast alla línuna út en þá hringdi ég í vin minn Skúla stóra og föður hans sem voru þarna skammt frá og eftir helvítis barning náum við honum á land. Þessi var 22 pund". "Sá sem tók Metalica númer sex tók í Höfðahyl. Ég reisti hann tvisvar sinnum og kastaði á hann áttu flugum sem hann leit ekki við. Hafði reist hann á minni flugu númer 10 en ég stækkaði upp í sex og hann kom með látum og negldi hann með boðföllum.Hann þumbaðist lengi við en eftir 19 mín þá náði ég honum í land. hann var 22 pund". Það stefna flestir veiðimenn á það leynt og ljóst að ná 20 punda laxi þó svo að viðmiðið hafa breyst nokkuð frá því sem áður var því gjarnan er talað um 100 cm laxa í dag sem múrinn sem þarf að brjóta. Þess má geta að Bubbi setti í 20 punda lax á Hornflúð og landaði á Night Hawk númer 10 og missti tvo gríðarvæna laxa í Höfðahyl báða vel yfir 20 pundin á Metallica. Fyrir þá veiðimenn sem hnýta sjálfir settum við mynd af flugunum umræddu svo hægt sé að sjá flugurnar og hnýta eftir þeim en það hlýtur hvaða veiðimaður sem er vilja hafa svona vopn í boxinu á næsta sumri.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði