Frumflutningur á Vísi: „Fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 09:23 „Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af því að semja jólalög. Frá því að Sleðasöngurinn með Brooklyn fæv kom út árið 1998 hef ég reynt að sinna þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Olgeirsson. Hann samdi jólalagið Kraftaverk á jólum sem hann frumflytur á Vísi í dag en flytjendur lagsins eru þau Sigríður Beinteinsdóttir og Dagur Sigurðsson. Karl er kunnugur jólalögum af ýmsu tagi og er algjör reynslubolti þegar kemur að tónlist. „Frá árinu 2002 þangað til í fyrra sá ég um tónlistarstjórn og útsetningar í Frostrósum og hef samið þó nokkur lög fyrir þær. Meðal annars Af álfum sem kom úr á afmælisári Frostrósa 2011. Þegar ég áttaði mig á því að það væru engar Frostrósir í ár ákvað ég að drífa í að taka upp jólalag til að fylla upp í tómið,“ segir Karl. Hann var ekki í vafa um hvaða flytjendur hann ætti að fá til að túlka lagið. „Sigga Beinteins er náttúrulega ókrýnd jóladrottning okkar Íslendinga. Ég vann með Degi í Bat Out of Hell sýningunni í Eldborg og var þrumulostinn yfir þessari rödd. Ég er mjög stoltur yfir því að fá þau til að flytja þetta lag, þau gera það frábærlega, setja mikla sál í þetta.“ En um hvað er lagið? „Lagið fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum, eitthvað sem ég vona að flestir hafi upplifað. Sjálfur er ég ástfanginn upp fyrir haus um þessar mundir þannig að lagið segir satt og rétt frá,“ segir Karl í skýjunum en hann á von á barni með sinni heittelskuðu, söng- og leikkonunni Siggu Eyrúnu, þann 20. desember. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af því að semja jólalög. Frá því að Sleðasöngurinn með Brooklyn fæv kom út árið 1998 hef ég reynt að sinna þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Olgeirsson. Hann samdi jólalagið Kraftaverk á jólum sem hann frumflytur á Vísi í dag en flytjendur lagsins eru þau Sigríður Beinteinsdóttir og Dagur Sigurðsson. Karl er kunnugur jólalögum af ýmsu tagi og er algjör reynslubolti þegar kemur að tónlist. „Frá árinu 2002 þangað til í fyrra sá ég um tónlistarstjórn og útsetningar í Frostrósum og hef samið þó nokkur lög fyrir þær. Meðal annars Af álfum sem kom úr á afmælisári Frostrósa 2011. Þegar ég áttaði mig á því að það væru engar Frostrósir í ár ákvað ég að drífa í að taka upp jólalag til að fylla upp í tómið,“ segir Karl. Hann var ekki í vafa um hvaða flytjendur hann ætti að fá til að túlka lagið. „Sigga Beinteins er náttúrulega ókrýnd jóladrottning okkar Íslendinga. Ég vann með Degi í Bat Out of Hell sýningunni í Eldborg og var þrumulostinn yfir þessari rödd. Ég er mjög stoltur yfir því að fá þau til að flytja þetta lag, þau gera það frábærlega, setja mikla sál í þetta.“ En um hvað er lagið? „Lagið fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum, eitthvað sem ég vona að flestir hafi upplifað. Sjálfur er ég ástfanginn upp fyrir haus um þessar mundir þannig að lagið segir satt og rétt frá,“ segir Karl í skýjunum en hann á von á barni með sinni heittelskuðu, söng- og leikkonunni Siggu Eyrúnu, þann 20. desember.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira