Eldar sex kalkúna fyrir þakkargjörðarhátíðina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 20:00 Sjónvarpskokkurinn Guy Fieri er þekktur fyrir að vera bráðskemmtilegur og hress kokkur en hann ætlar að bjóða sextíu manns í mat á þakkargjörðarhátíðinni á morgun. Það dugar ekkert minna en sex kalkúnar ofan í þennan mannskap en eins og Guy segir í samtali við Rolling Stone þá eldar hann kalkúnana ekki alla eins. „Einn af bestu fuglum sem ég hef smakkað er kallaður Turducken. Kjúklingur inni í önd sem er inni í kalkún. Ég elska hann. Ég hef matreitt hann nokkrum sinnum. Í ár ætla ég að troða svínalund inní beinlausan kalkún. Þannig að ég er með kalkún hér, ég úrbeina hann og matreiði hann með sósu, fennikku, salvíu, hvítlauk og rauðum chili-flögum. Síðan rúlla ég honum upp, set snæri um hann og steiki hann allan. Það ætti að verða athyglisvert. Ég kalla þennan fugl Turketta,“ segir Guy. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Walking Dead-leikkona látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið
Sjónvarpskokkurinn Guy Fieri er þekktur fyrir að vera bráðskemmtilegur og hress kokkur en hann ætlar að bjóða sextíu manns í mat á þakkargjörðarhátíðinni á morgun. Það dugar ekkert minna en sex kalkúnar ofan í þennan mannskap en eins og Guy segir í samtali við Rolling Stone þá eldar hann kalkúnana ekki alla eins. „Einn af bestu fuglum sem ég hef smakkað er kallaður Turducken. Kjúklingur inni í önd sem er inni í kalkún. Ég elska hann. Ég hef matreitt hann nokkrum sinnum. Í ár ætla ég að troða svínalund inní beinlausan kalkún. Þannig að ég er með kalkún hér, ég úrbeina hann og matreiði hann með sósu, fennikku, salvíu, hvítlauk og rauðum chili-flögum. Síðan rúlla ég honum upp, set snæri um hann og steiki hann allan. Það ætti að verða athyglisvert. Ég kalla þennan fugl Turketta,“ segir Guy.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Walking Dead-leikkona látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið