Eldar sex kalkúna fyrir þakkargjörðarhátíðina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 20:00 Sjónvarpskokkurinn Guy Fieri er þekktur fyrir að vera bráðskemmtilegur og hress kokkur en hann ætlar að bjóða sextíu manns í mat á þakkargjörðarhátíðinni á morgun. Það dugar ekkert minna en sex kalkúnar ofan í þennan mannskap en eins og Guy segir í samtali við Rolling Stone þá eldar hann kalkúnana ekki alla eins. „Einn af bestu fuglum sem ég hef smakkað er kallaður Turducken. Kjúklingur inni í önd sem er inni í kalkún. Ég elska hann. Ég hef matreitt hann nokkrum sinnum. Í ár ætla ég að troða svínalund inní beinlausan kalkún. Þannig að ég er með kalkún hér, ég úrbeina hann og matreiði hann með sósu, fennikku, salvíu, hvítlauk og rauðum chili-flögum. Síðan rúlla ég honum upp, set snæri um hann og steiki hann allan. Það ætti að verða athyglisvert. Ég kalla þennan fugl Turketta,“ segir Guy. Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Guy Fieri er þekktur fyrir að vera bráðskemmtilegur og hress kokkur en hann ætlar að bjóða sextíu manns í mat á þakkargjörðarhátíðinni á morgun. Það dugar ekkert minna en sex kalkúnar ofan í þennan mannskap en eins og Guy segir í samtali við Rolling Stone þá eldar hann kalkúnana ekki alla eins. „Einn af bestu fuglum sem ég hef smakkað er kallaður Turducken. Kjúklingur inni í önd sem er inni í kalkún. Ég elska hann. Ég hef matreitt hann nokkrum sinnum. Í ár ætla ég að troða svínalund inní beinlausan kalkún. Þannig að ég er með kalkún hér, ég úrbeina hann og matreiði hann með sósu, fennikku, salvíu, hvítlauk og rauðum chili-flögum. Síðan rúlla ég honum upp, set snæri um hann og steiki hann allan. Það ætti að verða athyglisvert. Ég kalla þennan fugl Turketta,“ segir Guy.
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira