Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma Tinni Sveinsson skrifar 26. nóvember 2014 16:30 Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Hljóðheima hér á Vísi er tónlistarmaðurinn og alþingismaðurinn Óttarr Proppé í aðalhlutverki. Óttarr ræðir hér tónlistarferil sinn, þar á meðal hljómsveitirnar Dr. Spock og Ham og fer um víðan völl. „Það var mín gæfa að ég var aldrei sérstaklega góður á hljóðfæri. Ég neyddist til að gera eitthvað annað. Var ekki góður söngvari en neyddist til að syngja og semja texta. Ég hafði gaman að því að semja texta,“ segir Óttarr þegar hann rifjar upp sín fyrstu ár í tónlist í Hafnarfirðinum.Myndatökumaðurinn Sindri Grétarsson og Guðni Einarsson við tökur á þættinum.„Ég kynnist síðan Sigurjóni Kjartanssyni, þessum villingi frá Ísafirði sem var fluttur í Kópavoginn. Hann var froðufellandi pönkrugludallur með gítaráhuga. Einhvern tímann kom sú hugmynd að tengja Hafnarfjarðarklíkuna og Kópavogsklíkuna og Björn Blöndal reddaði æfingahúsnæði,“ segir Óttarr um upphaf hljómsveitarinnar Ham. „Þetta gerðist síðan mjög hratt þarna 1988. Þetta var á sama tíma og Sykurmolarnir voru að slá í gegn í útlöndum. Nokkrum mánuðum seinna vorum við farnir að túra með þeim í Þýskalandi. Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma.“ Þátturinn er sá fyrsti í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Sölvi Blöndal, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Boogie Trouble. Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökunum á þáttaröðinni. Hljóðheimar Tónlist Tengdar fréttir Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Hljóðheima hér á Vísi er tónlistarmaðurinn og alþingismaðurinn Óttarr Proppé í aðalhlutverki. Óttarr ræðir hér tónlistarferil sinn, þar á meðal hljómsveitirnar Dr. Spock og Ham og fer um víðan völl. „Það var mín gæfa að ég var aldrei sérstaklega góður á hljóðfæri. Ég neyddist til að gera eitthvað annað. Var ekki góður söngvari en neyddist til að syngja og semja texta. Ég hafði gaman að því að semja texta,“ segir Óttarr þegar hann rifjar upp sín fyrstu ár í tónlist í Hafnarfirðinum.Myndatökumaðurinn Sindri Grétarsson og Guðni Einarsson við tökur á þættinum.„Ég kynnist síðan Sigurjóni Kjartanssyni, þessum villingi frá Ísafirði sem var fluttur í Kópavoginn. Hann var froðufellandi pönkrugludallur með gítaráhuga. Einhvern tímann kom sú hugmynd að tengja Hafnarfjarðarklíkuna og Kópavogsklíkuna og Björn Blöndal reddaði æfingahúsnæði,“ segir Óttarr um upphaf hljómsveitarinnar Ham. „Þetta gerðist síðan mjög hratt þarna 1988. Þetta var á sama tíma og Sykurmolarnir voru að slá í gegn í útlöndum. Nokkrum mánuðum seinna vorum við farnir að túra með þeim í Þýskalandi. Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma.“ Þátturinn er sá fyrsti í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Sölvi Blöndal, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Boogie Trouble. Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökunum á þáttaröðinni.
Hljóðheimar Tónlist Tengdar fréttir Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15