Foringinn fimmtugur - nýtt myndband frá Kátum piltum Tinni Sveinsson skrifar 22. nóvember 2014 11:00 Hallur Helgason, Hafnfirðingur, Færeyringur, barnastjarna, leikari, trymbill, fyrrverandi leikhús- og útvarpsstjóri, einkaflugmaður og rútubílstjóri, er fimmtugur í dag. Efnt verður til samkomu af því tilefni í húsakynnum Leikfélags Hafnarfjarðar í kvöld. Eins og upptalningin gefur til kynna er Halli margt til lista lagt, en ef undan er skilið aðalhlutverk í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, er hann líkast til þekktastur fyrir það að vera trymbill í hinni fornfrægu sveit Kátum piltum úr Hafnarfirði, en þeir laumuðust í stúdíó til Jóns Indriðasonar af þessu tilefni og sungu lag sem fjallar um Hall -- og er honum til heiðurs. Sérstök afmælisútgáfa. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður, æskuvinur Halls, klippti svo saman við lagið nokkur atriði frá ferli hans, eins og sjá má í meðfylgjandi vídeói. Lagið heitir Teppabúðin og hefur aldrei verið flutt opinberlega. Það var samið í einum af túrum hljómsveitarinnar um landið, á Dalvík nánar tiltekið. Þá hafði Atli Geir Grétarsson söngvari hljómsveitarinnar vogað sér að finna að því að völlur var á Halli, og bað hann vinsamlegast um að halda sig á mottunni. Hallur, eða Foringinn eins og hann er jafnan kallaður, svaraði yfir sig hneykslaður af bragði: „Á mottunni?! Ég á alla teppabúðina!“ Og á eftir fylgdi þvílík ræða að við henni var ekkert svar til nema semja lag. En, nú stendur mikið til og munu Kátir piltar og Stuðmenn skemmta í afmælishófinu í kvöld. „Já, eins ótrúlega og það nú hljómar þá mun þetta vera í fyrsta skipti sem það gerist að Stuðmenn og Kátir piltar troða upp saman. Eða, eru á sama venjúínu eins og það heitir víst nú,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari, félagi Halls og Kátur piltur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að dr. Gunni rokksöguspekingur sé að taka niður punkta, því þetta er sögulegur viðburður. Og, slíkur er máttur Foringjans.“Foringinn? „Já, hann hefur nú lengstum verið kallaður Foringinn. Hefur reyndar verið kallaður eitt og annað í gegnum tíðina svo sem Luri lúnkni, Rakarinn, Flónarinn og það nýjasta sem er Halli frjálsi. En Foringinn er það nú helst. Og saga frá því að segja hvernig sú nafngift kom til, en sú saga verður aldrei sögð opinberlega. Eða, kannski í kvöld.“ Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hallur Helgason, Hafnfirðingur, Færeyringur, barnastjarna, leikari, trymbill, fyrrverandi leikhús- og útvarpsstjóri, einkaflugmaður og rútubílstjóri, er fimmtugur í dag. Efnt verður til samkomu af því tilefni í húsakynnum Leikfélags Hafnarfjarðar í kvöld. Eins og upptalningin gefur til kynna er Halli margt til lista lagt, en ef undan er skilið aðalhlutverk í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, er hann líkast til þekktastur fyrir það að vera trymbill í hinni fornfrægu sveit Kátum piltum úr Hafnarfirði, en þeir laumuðust í stúdíó til Jóns Indriðasonar af þessu tilefni og sungu lag sem fjallar um Hall -- og er honum til heiðurs. Sérstök afmælisútgáfa. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður, æskuvinur Halls, klippti svo saman við lagið nokkur atriði frá ferli hans, eins og sjá má í meðfylgjandi vídeói. Lagið heitir Teppabúðin og hefur aldrei verið flutt opinberlega. Það var samið í einum af túrum hljómsveitarinnar um landið, á Dalvík nánar tiltekið. Þá hafði Atli Geir Grétarsson söngvari hljómsveitarinnar vogað sér að finna að því að völlur var á Halli, og bað hann vinsamlegast um að halda sig á mottunni. Hallur, eða Foringinn eins og hann er jafnan kallaður, svaraði yfir sig hneykslaður af bragði: „Á mottunni?! Ég á alla teppabúðina!“ Og á eftir fylgdi þvílík ræða að við henni var ekkert svar til nema semja lag. En, nú stendur mikið til og munu Kátir piltar og Stuðmenn skemmta í afmælishófinu í kvöld. „Já, eins ótrúlega og það nú hljómar þá mun þetta vera í fyrsta skipti sem það gerist að Stuðmenn og Kátir piltar troða upp saman. Eða, eru á sama venjúínu eins og það heitir víst nú,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari, félagi Halls og Kátur piltur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að dr. Gunni rokksöguspekingur sé að taka niður punkta, því þetta er sögulegur viðburður. Og, slíkur er máttur Foringjans.“Foringinn? „Já, hann hefur nú lengstum verið kallaður Foringinn. Hefur reyndar verið kallaður eitt og annað í gegnum tíðina svo sem Luri lúnkni, Rakarinn, Flónarinn og það nýjasta sem er Halli frjálsi. En Foringinn er það nú helst. Og saga frá því að segja hvernig sú nafngift kom til, en sú saga verður aldrei sögð opinberlega. Eða, kannski í kvöld.“
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira