Foringinn fimmtugur - nýtt myndband frá Kátum piltum Tinni Sveinsson skrifar 22. nóvember 2014 11:00 Hallur Helgason, Hafnfirðingur, Færeyringur, barnastjarna, leikari, trymbill, fyrrverandi leikhús- og útvarpsstjóri, einkaflugmaður og rútubílstjóri, er fimmtugur í dag. Efnt verður til samkomu af því tilefni í húsakynnum Leikfélags Hafnarfjarðar í kvöld. Eins og upptalningin gefur til kynna er Halli margt til lista lagt, en ef undan er skilið aðalhlutverk í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, er hann líkast til þekktastur fyrir það að vera trymbill í hinni fornfrægu sveit Kátum piltum úr Hafnarfirði, en þeir laumuðust í stúdíó til Jóns Indriðasonar af þessu tilefni og sungu lag sem fjallar um Hall -- og er honum til heiðurs. Sérstök afmælisútgáfa. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður, æskuvinur Halls, klippti svo saman við lagið nokkur atriði frá ferli hans, eins og sjá má í meðfylgjandi vídeói. Lagið heitir Teppabúðin og hefur aldrei verið flutt opinberlega. Það var samið í einum af túrum hljómsveitarinnar um landið, á Dalvík nánar tiltekið. Þá hafði Atli Geir Grétarsson söngvari hljómsveitarinnar vogað sér að finna að því að völlur var á Halli, og bað hann vinsamlegast um að halda sig á mottunni. Hallur, eða Foringinn eins og hann er jafnan kallaður, svaraði yfir sig hneykslaður af bragði: „Á mottunni?! Ég á alla teppabúðina!“ Og á eftir fylgdi þvílík ræða að við henni var ekkert svar til nema semja lag. En, nú stendur mikið til og munu Kátir piltar og Stuðmenn skemmta í afmælishófinu í kvöld. „Já, eins ótrúlega og það nú hljómar þá mun þetta vera í fyrsta skipti sem það gerist að Stuðmenn og Kátir piltar troða upp saman. Eða, eru á sama venjúínu eins og það heitir víst nú,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari, félagi Halls og Kátur piltur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að dr. Gunni rokksöguspekingur sé að taka niður punkta, því þetta er sögulegur viðburður. Og, slíkur er máttur Foringjans.“Foringinn? „Já, hann hefur nú lengstum verið kallaður Foringinn. Hefur reyndar verið kallaður eitt og annað í gegnum tíðina svo sem Luri lúnkni, Rakarinn, Flónarinn og það nýjasta sem er Halli frjálsi. En Foringinn er það nú helst. Og saga frá því að segja hvernig sú nafngift kom til, en sú saga verður aldrei sögð opinberlega. Eða, kannski í kvöld.“ Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hallur Helgason, Hafnfirðingur, Færeyringur, barnastjarna, leikari, trymbill, fyrrverandi leikhús- og útvarpsstjóri, einkaflugmaður og rútubílstjóri, er fimmtugur í dag. Efnt verður til samkomu af því tilefni í húsakynnum Leikfélags Hafnarfjarðar í kvöld. Eins og upptalningin gefur til kynna er Halli margt til lista lagt, en ef undan er skilið aðalhlutverk í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, er hann líkast til þekktastur fyrir það að vera trymbill í hinni fornfrægu sveit Kátum piltum úr Hafnarfirði, en þeir laumuðust í stúdíó til Jóns Indriðasonar af þessu tilefni og sungu lag sem fjallar um Hall -- og er honum til heiðurs. Sérstök afmælisútgáfa. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður, æskuvinur Halls, klippti svo saman við lagið nokkur atriði frá ferli hans, eins og sjá má í meðfylgjandi vídeói. Lagið heitir Teppabúðin og hefur aldrei verið flutt opinberlega. Það var samið í einum af túrum hljómsveitarinnar um landið, á Dalvík nánar tiltekið. Þá hafði Atli Geir Grétarsson söngvari hljómsveitarinnar vogað sér að finna að því að völlur var á Halli, og bað hann vinsamlegast um að halda sig á mottunni. Hallur, eða Foringinn eins og hann er jafnan kallaður, svaraði yfir sig hneykslaður af bragði: „Á mottunni?! Ég á alla teppabúðina!“ Og á eftir fylgdi þvílík ræða að við henni var ekkert svar til nema semja lag. En, nú stendur mikið til og munu Kátir piltar og Stuðmenn skemmta í afmælishófinu í kvöld. „Já, eins ótrúlega og það nú hljómar þá mun þetta vera í fyrsta skipti sem það gerist að Stuðmenn og Kátir piltar troða upp saman. Eða, eru á sama venjúínu eins og það heitir víst nú,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari, félagi Halls og Kátur piltur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að dr. Gunni rokksöguspekingur sé að taka niður punkta, því þetta er sögulegur viðburður. Og, slíkur er máttur Foringjans.“Foringinn? „Já, hann hefur nú lengstum verið kallaður Foringinn. Hefur reyndar verið kallaður eitt og annað í gegnum tíðina svo sem Luri lúnkni, Rakarinn, Flónarinn og það nýjasta sem er Halli frjálsi. En Foringinn er það nú helst. Og saga frá því að segja hvernig sú nafngift kom til, en sú saga verður aldrei sögð opinberlega. Eða, kannski í kvöld.“
Tónlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira