Þau Grýla og Leppalúði munu á morgun skemmta gestum Þjóðminjasafnsins ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Löng hefð er fyrir því að foreldrar jólasveinanna heimsæki safnið á aðventunni og fái til sín góðan gest.
Í tilkynningu frá safninu er skemmtunin sögð nokkurs konar upphitun fyrir heimsókn sjálfra jólasveinanna sem mæta í þjóðminjasafnið hver af öðrum frá 12. desember til aðfangadags. Aðgangur er ókeypis.
