Geta vel hugsað sér að spila á Glastonbury hátíðinni Orri Freyr Rúnarsson skrifar 2. desember 2014 14:17 Meðlimir AC/DC hafa lýst því yfir að þeir séu áhugasamir um að spila á Glastonbury hátíðinni og þeir myndus segja já ef þeir fengju boðið. Þetta kom fram í viðtali við hljómsveitina á BBC6 Music útvarpstöðinni en þegar hátíðin kom fyrst til tals voru þeir ekki vissir um að AC/DC ættu heima þar. Söngvarinn Brian Johnson spurði til að mynda hvort að það væri pláss fyrir rokktónlist á hátíðinni og hvort að þetta væru ekki bara stígvél og stórfyrirtæki. Eftir að hafa verið upplýstir um að Metallica hafi spilað á hátíðinni síðasta sumar virtust þeir vera jákvæðari fyrir þessum möguleika og sögðust myndu spilar ef þeir hefðu tækifæri á því. En veðbankar telja líklegast að Foo Fighters og Oasis komi fram á hátíðinni næsta sumar. Meira af AC/DC því trommari þeirra, Phil Rudd, hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum en hann er sakaður um hótanir og að hafa eiturlyf í fórum sínum. En trommarinn á allt að sjö ára fangelsi yfir höfði sínu. Upphaflega var hann einnig sakaður um að hafa reynt að skipuleggja morð en fallið var frá þeim ákærulið sökum skorts á sönnunargögnum. Málið verður að öllum líkindum tekið fyrir snemma á næsta ári. Enn berast fréttir af vandræðum Creed söngvarans Scott Stapp en nú hefur komið í ljós að eiginkona hans sótti um skilnað í síðasta mánuði. Eiginkona hans hafði reyndar áður stigið fram og sagt söngvarann vera djúpt sokkinn í eiturlyfjaneyslu og að hann hefði skilið eftir undarleg skilaboð um yfirvofandi árás ISIS á skólann sem sonur þeirra er í. Þá hefur hún nú sagt að hún hafi reynt að fá söngvarann lagðan inn á geðdeild. Nú hefur hún sagt fjölmiðlum meira og kom þar fram að Scott Stapp hafi yfirgefið heimili sitt snemma í október og hafi hótað því að skaða sjálfan sig og fjölskyldu sína. En þau hjónin hafa verið gift í átta ár og eiga saman þrjú börn. Harmageddon Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Jón Baldvin fékk Emmy verðlaunin fyrir bestan leik karlmanns í fórnarlambshlutverki Harmageddon Sannleikurinn: Gnarr vann stjórnmálin Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Kanye West biður öryggisverði um að fjarlægja tónleikagest Harmageddon Hljómsveitin Skálmöld pissar í flöskur Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Harmageddon Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon
Meðlimir AC/DC hafa lýst því yfir að þeir séu áhugasamir um að spila á Glastonbury hátíðinni og þeir myndus segja já ef þeir fengju boðið. Þetta kom fram í viðtali við hljómsveitina á BBC6 Music útvarpstöðinni en þegar hátíðin kom fyrst til tals voru þeir ekki vissir um að AC/DC ættu heima þar. Söngvarinn Brian Johnson spurði til að mynda hvort að það væri pláss fyrir rokktónlist á hátíðinni og hvort að þetta væru ekki bara stígvél og stórfyrirtæki. Eftir að hafa verið upplýstir um að Metallica hafi spilað á hátíðinni síðasta sumar virtust þeir vera jákvæðari fyrir þessum möguleika og sögðust myndu spilar ef þeir hefðu tækifæri á því. En veðbankar telja líklegast að Foo Fighters og Oasis komi fram á hátíðinni næsta sumar. Meira af AC/DC því trommari þeirra, Phil Rudd, hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum en hann er sakaður um hótanir og að hafa eiturlyf í fórum sínum. En trommarinn á allt að sjö ára fangelsi yfir höfði sínu. Upphaflega var hann einnig sakaður um að hafa reynt að skipuleggja morð en fallið var frá þeim ákærulið sökum skorts á sönnunargögnum. Málið verður að öllum líkindum tekið fyrir snemma á næsta ári. Enn berast fréttir af vandræðum Creed söngvarans Scott Stapp en nú hefur komið í ljós að eiginkona hans sótti um skilnað í síðasta mánuði. Eiginkona hans hafði reyndar áður stigið fram og sagt söngvarann vera djúpt sokkinn í eiturlyfjaneyslu og að hann hefði skilið eftir undarleg skilaboð um yfirvofandi árás ISIS á skólann sem sonur þeirra er í. Þá hefur hún nú sagt að hún hafi reynt að fá söngvarann lagðan inn á geðdeild. Nú hefur hún sagt fjölmiðlum meira og kom þar fram að Scott Stapp hafi yfirgefið heimili sitt snemma í október og hafi hótað því að skaða sjálfan sig og fjölskyldu sína. En þau hjónin hafa verið gift í átta ár og eiga saman þrjú börn.
Harmageddon Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Jón Baldvin fékk Emmy verðlaunin fyrir bestan leik karlmanns í fórnarlambshlutverki Harmageddon Sannleikurinn: Gnarr vann stjórnmálin Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Kanye West biður öryggisverði um að fjarlægja tónleikagest Harmageddon Hljómsveitin Skálmöld pissar í flöskur Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Harmageddon Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon
Sannleikurinn: Jón Baldvin fékk Emmy verðlaunin fyrir bestan leik karlmanns í fórnarlambshlutverki Harmageddon
Sannleikurinn: Jón Baldvin fékk Emmy verðlaunin fyrir bestan leik karlmanns í fórnarlambshlutverki Harmageddon