Miðaldra konur heimta nýtt ræktarmix í gegnum Facebook Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2014 13:40 Óla Geir finnst gaman að gefa eitthvað af sér. myndir/einkasafn „Ég setti þetta inn á miðnætti í gær og það eru strax tæplega þúsund manns búnir að ná í það,“ segir plötusnúðurinn Óli Geir. Hann setti nýtt ræktarmix á Soundcloud-síðu sína í gær en mixið er ókeypis. Mixið samanstendur af vinsælustu lögum samtímans og er um klukkutími að lengd. „18.400 manns hjóluðu í ræktarmixið sem ég gaf út síðasta sumar. Nú stefni ég á að gera þetta fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust,“ segir Óli Geir. Hann segir mixin hafa vakið talsverða lukku erlendis. „Þegar flestir Íslendingar voru búnir að ná í síðasta mix breytti ég nafninu í „workout“-mix og sendi á líkamsræktarstöðvar úti. Allt í einu var þetta komið út um allt á stærstu fitness-síðum í heimi. Þá fóru hlustanirnar uppúr öllu valdi,“ segir Óli Geir en mixin eru einnig spiluð opinberlega hér á landi. „Ég var í ræktinni sjálfur áðan og þá var verið að nota þetta í spinning-tíma. Þjálfarar nota þetta í alls konar tíma því mörgum finnst erfitt að nálgast svona taktfasta tónlist,“ bætir hann við. Hann segir marga bíða í ofvæni eftir nýju mixi. „Fólk á öllum aldri, til dæmis fimmtugar konur senda mér póst á Facebook og spyrja hvenær næsta ræktarmix kemur. Ég er ekkert að bulla með það. Ég hef einnig fengið óteljandi pósta frá líkamsræktarstöðvum úti sem spyrja hvenær nýtt mix kemur og vilja fá það sent. Það er fullt af gaurum að gera svona en ég veit ekki af hverju mín eru að slá svona í gegn.“ Þó mixin séu svona vinsæl ætlar Óli Geir samt sem áður að halda sig við að gera bara fjögur á ári. „Það kemur ekki gott lag út á hverjum degi sem slær í gegn. Það eru alltaf sömu, vinsælu lögin í spilun í tvo til þrjá mánuði en konseptið í ræktarmixunum er að taka vinsælustu lög nútímans og setja þau saman í mix. Það tekur tíma að gera þetta og maður þarf að finna réttu lögin í þetta. Ég legg mikið í mixin og vil frekar gera færri og gera þau betri,“ segir plötusnúðurinn. Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég setti þetta inn á miðnætti í gær og það eru strax tæplega þúsund manns búnir að ná í það,“ segir plötusnúðurinn Óli Geir. Hann setti nýtt ræktarmix á Soundcloud-síðu sína í gær en mixið er ókeypis. Mixið samanstendur af vinsælustu lögum samtímans og er um klukkutími að lengd. „18.400 manns hjóluðu í ræktarmixið sem ég gaf út síðasta sumar. Nú stefni ég á að gera þetta fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust,“ segir Óli Geir. Hann segir mixin hafa vakið talsverða lukku erlendis. „Þegar flestir Íslendingar voru búnir að ná í síðasta mix breytti ég nafninu í „workout“-mix og sendi á líkamsræktarstöðvar úti. Allt í einu var þetta komið út um allt á stærstu fitness-síðum í heimi. Þá fóru hlustanirnar uppúr öllu valdi,“ segir Óli Geir en mixin eru einnig spiluð opinberlega hér á landi. „Ég var í ræktinni sjálfur áðan og þá var verið að nota þetta í spinning-tíma. Þjálfarar nota þetta í alls konar tíma því mörgum finnst erfitt að nálgast svona taktfasta tónlist,“ bætir hann við. Hann segir marga bíða í ofvæni eftir nýju mixi. „Fólk á öllum aldri, til dæmis fimmtugar konur senda mér póst á Facebook og spyrja hvenær næsta ræktarmix kemur. Ég er ekkert að bulla með það. Ég hef einnig fengið óteljandi pósta frá líkamsræktarstöðvum úti sem spyrja hvenær nýtt mix kemur og vilja fá það sent. Það er fullt af gaurum að gera svona en ég veit ekki af hverju mín eru að slá svona í gegn.“ Þó mixin séu svona vinsæl ætlar Óli Geir samt sem áður að halda sig við að gera bara fjögur á ári. „Það kemur ekki gott lag út á hverjum degi sem slær í gegn. Það eru alltaf sömu, vinsælu lögin í spilun í tvo til þrjá mánuði en konseptið í ræktarmixunum er að taka vinsælustu lög nútímans og setja þau saman í mix. Það tekur tíma að gera þetta og maður þarf að finna réttu lögin í þetta. Ég legg mikið í mixin og vil frekar gera færri og gera þau betri,“ segir plötusnúðurinn.
Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira