Frakkar vilja losna við dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 10:11 Það mun taka tímann sinn að losna við alla dísilbíla sem nú eru í Frakklandi. Markmið ríkisstjórnar Frakklands er að losna við alla dísilbíla í landinu, en mengun af þeim er miklu hættulegri fólki en mengun af völdum bíla með bensínvélar. Markar þetta mikla breytingu í viðhorfi Frakka til dísilbíla, en 80% af frönskum ökumönnum aka nú á dísilbílum. Hafa þeir selst í miklum meirihluta í landinu á undanförnum árum samanborið við bensínbíla. Þetta viðhorf Frakka er í takt við viðhorf borgarstjóra Lundúna, Boris Johnson, sem einnig vill losna við þá af götum höfuðborgarinnar, vegna hættulegrar mengunar frá þeim. Frakkar ætla að lækka hlutfall dísilbíla með skattlagningu á þá í takt við mengun þeirra. Auk þess munu þeir umbuna kaupendum nýrra bíla með allt að 10.000 Evra famlagi til þeirra sem skipta út dísilbílum fyrir rafmagnsbíla. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður
Markmið ríkisstjórnar Frakklands er að losna við alla dísilbíla í landinu, en mengun af þeim er miklu hættulegri fólki en mengun af völdum bíla með bensínvélar. Markar þetta mikla breytingu í viðhorfi Frakka til dísilbíla, en 80% af frönskum ökumönnum aka nú á dísilbílum. Hafa þeir selst í miklum meirihluta í landinu á undanförnum árum samanborið við bensínbíla. Þetta viðhorf Frakka er í takt við viðhorf borgarstjóra Lundúna, Boris Johnson, sem einnig vill losna við þá af götum höfuðborgarinnar, vegna hættulegrar mengunar frá þeim. Frakkar ætla að lækka hlutfall dísilbíla með skattlagningu á þá í takt við mengun þeirra. Auk þess munu þeir umbuna kaupendum nýrra bíla með allt að 10.000 Evra famlagi til þeirra sem skipta út dísilbílum fyrir rafmagnsbíla.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður