Les úr bók ömmu sinnar Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2014 16:50 Vera ásamt fræku sinni Elísabetu Jökulsdottur. Afkomendur Jóhönnu Kristjónsdóttur eru venju fremur fyrirferðarmiklir á jólabókamarkaði -- auk hennar sjálfrar. Svarthvítir dagar, bók Jóhönnu Kristjónsdóttur hefur slegið rækilega í gegn, og var hún valin af bóksölum sem ævisaga ársins. Bóksalar eru þeir sem helst eru í snertingu við jólabækurnar og þykir rithöfundum mikið til viðurkenningar úr þeim ranni koma. Hrafn Jökulsson rithöfundur, sonur Jóhönnu, hefur farið víða og lesið uppúr bókinni og nú er komið að ömmubarni Jóhönnu, Veru Illugadóttur fréttamanni, að lesa úr bókinni. Það verður á morgun, laugardag, á mikilli skáldaveislu sem Hrafn stendur fyrir á veitingastaðnum Einari Ben við Ingólfstorg. Líkast til er engin fjölskylda sem státar af eins háu hlutfalli rithöfunda innan sinna vébanda og Jóhanna og afkomendur hennar. Afköst þeirra með penna eru mikil -- og ritfær með afbrigðum. Og þau eru áberandi á bókamarkaði nú um stundir. Elísabet Jökulsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bók sína Ástin ein taugahrúga – Enginn dans við Ufsaklett. Þar segir frá ofbeldissambandi sem hún var í og Illugi Jökulsson er höfundur bókarinnar Háski á hafi. Illugi er faðir Veru, svo öllu sé til haga haldið. Sjálfur er rithöfundurinn Hrafn ekki með bók fyrir þessi jólin en er þeim mun afkastameiri við að standa fyrir ýmsum uppákomum. Þetta er þó ekki ættarmót, veislan sem Hrafn býður nú til. „Skáldaveislu sem hefst klukkan 16,“ segir Hrafn og byrjar að þylja upp: „Lesið verður úr fimm nýjum bókum og meistari Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið. Dagskráin stendur liðlega klukkustund, er mjög fjölbreytt. Einar Kárason les úr skáldsögunni Skálmöld, þar sem glæsimennið Sturla Sighvatsson er í aðalhlutverki; Yrsa Sigurðardóttir les úr spennusögunni DNA sem er meðal mest seldu bóka ársins; Þórdís Gísladóttir les úr ljóðabókinni Velúr sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna; Ófeigur Sigurðsson les úr skáldsögunni Öræfi sem hlotið hefur stórfellt lof og er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Og svo er það Vera Illugadóttir, frænka Hrafns, sem les úr endurminningabók ömmu sinnar, móður Hrafns, Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem dregur upp ógleymanlegar myndir af veröld bernskunnar. „Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega,“ segir Hrafn sem telur vart hægt að hugsa sér betri upptakt að hátíð sem nú fer í hönd -- bókajólum hjá fjölskyldu Jóhönnu; hjá því verður vart komist. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Svarthvítir dagar, bók Jóhönnu Kristjónsdóttur hefur slegið rækilega í gegn, og var hún valin af bóksölum sem ævisaga ársins. Bóksalar eru þeir sem helst eru í snertingu við jólabækurnar og þykir rithöfundum mikið til viðurkenningar úr þeim ranni koma. Hrafn Jökulsson rithöfundur, sonur Jóhönnu, hefur farið víða og lesið uppúr bókinni og nú er komið að ömmubarni Jóhönnu, Veru Illugadóttur fréttamanni, að lesa úr bókinni. Það verður á morgun, laugardag, á mikilli skáldaveislu sem Hrafn stendur fyrir á veitingastaðnum Einari Ben við Ingólfstorg. Líkast til er engin fjölskylda sem státar af eins háu hlutfalli rithöfunda innan sinna vébanda og Jóhanna og afkomendur hennar. Afköst þeirra með penna eru mikil -- og ritfær með afbrigðum. Og þau eru áberandi á bókamarkaði nú um stundir. Elísabet Jökulsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bók sína Ástin ein taugahrúga – Enginn dans við Ufsaklett. Þar segir frá ofbeldissambandi sem hún var í og Illugi Jökulsson er höfundur bókarinnar Háski á hafi. Illugi er faðir Veru, svo öllu sé til haga haldið. Sjálfur er rithöfundurinn Hrafn ekki með bók fyrir þessi jólin en er þeim mun afkastameiri við að standa fyrir ýmsum uppákomum. Þetta er þó ekki ættarmót, veislan sem Hrafn býður nú til. „Skáldaveislu sem hefst klukkan 16,“ segir Hrafn og byrjar að þylja upp: „Lesið verður úr fimm nýjum bókum og meistari Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið. Dagskráin stendur liðlega klukkustund, er mjög fjölbreytt. Einar Kárason les úr skáldsögunni Skálmöld, þar sem glæsimennið Sturla Sighvatsson er í aðalhlutverki; Yrsa Sigurðardóttir les úr spennusögunni DNA sem er meðal mest seldu bóka ársins; Þórdís Gísladóttir les úr ljóðabókinni Velúr sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna; Ófeigur Sigurðsson les úr skáldsögunni Öræfi sem hlotið hefur stórfellt lof og er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Og svo er það Vera Illugadóttir, frænka Hrafns, sem les úr endurminningabók ömmu sinnar, móður Hrafns, Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem dregur upp ógleymanlegar myndir af veröld bernskunnar. „Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega,“ segir Hrafn sem telur vart hægt að hugsa sér betri upptakt að hátíð sem nú fer í hönd -- bókajólum hjá fjölskyldu Jóhönnu; hjá því verður vart komist.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið