
Blaðamenn eru sammála um að þetta trend hafi verið flott fyrir fimm árum þegar aðeins fáir, útvaldir nýttu sér það. Nú sé það hins vegar orðið ofnotað og ekkert sérstaklega smart.

Blaðamenn skilja ekki af hverju þessir venjulegu strigaskór, sem gætu allt eins verið frá Adidas eða Vans, þurfa að kosta heil lifandis ósköp.

„Normcore“-tískan gerði allt vitlaust á árinu en hún snýst um að vera í tísku með því að vera alls ekki í tísku. Blaðamenn ELLE eru búnir að fá nóg af þessu.

Þessar buxur eru gríðarlega vinsælar og út um allt og nú er kominn tími til að segja stopp.

Magabolir, þröng pils, þröngir kjólar - og nánast alltaf í húðlit. Nú þurfa Kardashian-systur að fara að breyta til.