Sex fengu Kraumsverðlaunin Freyr Bjarnason skrifar 11. desember 2014 17:30 Anna Þorvaldsdóttir var á meðal verðlaunahafa. Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í sjöunda sinn nú fyrir stundu. Í ár fengu sex hljómplötur verðlaunin; Óbó, Pink Street Boys og Hekla Magnúsdóttir fyrir frumburði sína, en Hekla gefur sjálf út sex laga stuttskífu sína. Pönk-dauðarokksveitin Börn var verðlaunuð fyrir sína fyrstu breiðskífu, en sveitin hefur áður gefið út smáskífur undir heitinu Norn. Kippi Kanínus hlaut Kraumsverðlaun fyrir sína þriðju breiðskífu, Temperaments, og Anna Þorvaldsdóttir, sem á að baki hljómplötur ein síns liðs og í samfloti með öðrum, fyrir Aerial. Verðlaunin voru afhent í húsakynnum Kraums í Vonarstræti 4B. Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 20 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgir, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi. Einnig þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundin neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í sjöunda sinn nú fyrir stundu. Í ár fengu sex hljómplötur verðlaunin; Óbó, Pink Street Boys og Hekla Magnúsdóttir fyrir frumburði sína, en Hekla gefur sjálf út sex laga stuttskífu sína. Pönk-dauðarokksveitin Börn var verðlaunuð fyrir sína fyrstu breiðskífu, en sveitin hefur áður gefið út smáskífur undir heitinu Norn. Kippi Kanínus hlaut Kraumsverðlaun fyrir sína þriðju breiðskífu, Temperaments, og Anna Þorvaldsdóttir, sem á að baki hljómplötur ein síns liðs og í samfloti með öðrum, fyrir Aerial. Verðlaunin voru afhent í húsakynnum Kraums í Vonarstræti 4B. Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 20 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgir, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi. Einnig þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundin neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira