Furðar sig á STEF-gjöldum: Fengi 22 milljónir í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2014 20:29 Dr. Gunni verður ekki milljónamæringur af því að semja lög þó að þau verði mjög vinsæl. Vísir/Vilhelm Dr. Gunni furðar sig á lágum STEF-gjöldum í færslu sem hann setti á Facebook-síðu sína fyrr í kvöld. Þar greinir hann frá því að hann hafi núna fengið greitt fyrir útvarpsspilun á síðasta ári en þá átti hann eitt vinsælasta lag landsins, Glaðasti hundur í heimi. Fyrir það fékk hann 114.594 krónur og segir að draumurinn um að lifa af einu jólalagi eins og Hugh Grant gerði í myndinni About a Boy sé því fjarlægur. „Mér finnst skrýtið að ég fái minna núna en fyrir árið 2012 þegar ég var í rauninni ekki með neitt. En maður tekur bara því sem maður fær, það er í rauninni ekkert hægt að gera í þessu,“ segir Dr. Gunni í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvernig STEF-gjöldin séu reiknuð en finnst þetta allt frekar óskiljanlegt. „Það má reyndar alveg reikna þetta upp á Bretland miðað við höfðatölu en þá væri ég að fá svona 22 milljónir fyrir spilun á Glaðasta hundi í heimi. Maður mun náttúrulega aldrei sjá slíka upphæð, ég held að það mesta sem ég hafi fengið sé svona 500-600.000 krónur.“ Dr. Gunni segist heldur ekki hafa fengið greitt frá tonlist.is en Glaðasti hundur í heimi var mest selda lag tónlistarveitunnar í fyrra. „Ég átti að fá borgað fyrir það í júní en svo kom bara ekki neitt. Ég fór því að athuga málið og þá kom í ljós að þetta hefði verið eitthvað vitlaust bókað. Ég á því að fá það greitt núna í janúar en það verður heldur ekkert mikil upphæð.“Keypti sér hárkollu áður en hann fékk greitt fyrir Prumpulagið Annað mjög vinsælt lag eftir Dr. Gunna sem margir muna eftir er Prumpulagið. Hann fékk þó ekki nærri því það sama í STEF-gjöld fyrir það og Glaðasta hund í heimi. „Ég keypti mér hárkollu á 20.000 kall áður en ég fékk greitt fyrir Prumpulagið því ég hélt að ég væri að fara að verða svo ríkur af því. Svo fékk ég STEF-gjöldin fyrir lagið og það var akkúrat 20.000 krónur svo ég kom bara út á núlli,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvort hann hafi aftur keypt sér hárkollu út á Glaðasta hund í heimi segir hann svo ekki vera. „Nei, maður gerir nú ekki sömu mistökin tvisvar.“ Post by Gunnar Larus Hjalmarsson. Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Dr. Gunni furðar sig á lágum STEF-gjöldum í færslu sem hann setti á Facebook-síðu sína fyrr í kvöld. Þar greinir hann frá því að hann hafi núna fengið greitt fyrir útvarpsspilun á síðasta ári en þá átti hann eitt vinsælasta lag landsins, Glaðasti hundur í heimi. Fyrir það fékk hann 114.594 krónur og segir að draumurinn um að lifa af einu jólalagi eins og Hugh Grant gerði í myndinni About a Boy sé því fjarlægur. „Mér finnst skrýtið að ég fái minna núna en fyrir árið 2012 þegar ég var í rauninni ekki með neitt. En maður tekur bara því sem maður fær, það er í rauninni ekkert hægt að gera í þessu,“ segir Dr. Gunni í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvernig STEF-gjöldin séu reiknuð en finnst þetta allt frekar óskiljanlegt. „Það má reyndar alveg reikna þetta upp á Bretland miðað við höfðatölu en þá væri ég að fá svona 22 milljónir fyrir spilun á Glaðasta hundi í heimi. Maður mun náttúrulega aldrei sjá slíka upphæð, ég held að það mesta sem ég hafi fengið sé svona 500-600.000 krónur.“ Dr. Gunni segist heldur ekki hafa fengið greitt frá tonlist.is en Glaðasti hundur í heimi var mest selda lag tónlistarveitunnar í fyrra. „Ég átti að fá borgað fyrir það í júní en svo kom bara ekki neitt. Ég fór því að athuga málið og þá kom í ljós að þetta hefði verið eitthvað vitlaust bókað. Ég á því að fá það greitt núna í janúar en það verður heldur ekkert mikil upphæð.“Keypti sér hárkollu áður en hann fékk greitt fyrir Prumpulagið Annað mjög vinsælt lag eftir Dr. Gunna sem margir muna eftir er Prumpulagið. Hann fékk þó ekki nærri því það sama í STEF-gjöld fyrir það og Glaðasta hund í heimi. „Ég keypti mér hárkollu á 20.000 kall áður en ég fékk greitt fyrir Prumpulagið því ég hélt að ég væri að fara að verða svo ríkur af því. Svo fékk ég STEF-gjöldin fyrir lagið og það var akkúrat 20.000 krónur svo ég kom bara út á núlli,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvort hann hafi aftur keypt sér hárkollu út á Glaðasta hund í heimi segir hann svo ekki vera. „Nei, maður gerir nú ekki sömu mistökin tvisvar.“ Post by Gunnar Larus Hjalmarsson.
Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira