Myndband af herlegheitunum er birt á YouTube-síðu Eric Thayne Music og hefur verið horft á myndbandið tæplega hundrað þúsund sinnum.
Tónlistarmennirnir fjórir syngja 33 lög á þessum þremur mínútum en einnig er að finna rappbút í myndbandinu þar sem fjallað er um atburði ársins 2014 - til dæmis afturenda Kim Kardashian á forsíðu Paper og ísfötuáskorunina.