Valur vann Flugfélag Íslands-deildabikarinn í handbolta karla í dag eftir æsispennandi úrslitaviðureign gegn Aftureldingu.
Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 23-23, og enn var jafnt eftir framlengingu, 27-27. Ekki tókst að skera úr um sigurvegara með annarri framlengingu, en staðan eftir 80 mínútur var 30-30.
Í vítakastkeppninni fór Stephen Nielsen, markvörður Vals, á kostum, en hann varði þrjú víti og tryggði sínum mönnum sigurinn.
Nielsen varði frá Gunnari Þórssyni, Árna Braga Eyjólfssyni og Elvari Ásgeirssyni, en síðasta varslan innsiglaði sigurinn.
Í myndbandinu hér að ofan má sjá vítakastkeppnina sem Björn Sigurðsson, myndatökumaður Stöðvar 2, tók upp í Strandgötunni í dag.
Sjáðu vítakeppnina í Strandgötu | Myndband
Tengdar fréttir

Stephen Nielsen: Aldrei farið í vítakeppni áður
Stephen Nielsen var hetja Valsmanna í úrslitaleik Deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands í dag, en Daninn varði þrjú víti frá leikmönnum Aftureldingar í vítakeppninni þar sem úrslitin réðust.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 34-31 | Nielsen hetja Vals í maraþonleik
Valur vann Aftureldingu í úrslitaleik Deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands í íþróttahúsinu í Strandgötu í dag.