Leikmönnunum var skipt í tvö lið og þjálfuðu Arnar Pétursson og Daði Pálsson liðin. Leikurinn endaði með jafntefli, en þetta er annað árið í röð sem liðin skilja jöfn.
Mikil stemning var í húsinu, en Sighvatur Jónsson frá SIGVA media var með vélina á lofti og tók upp allt það helsta sem fór fram.
Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má sjá hér að neðan.