Skemmtilegt að spila vörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2014 07:00 "Ég myndi ekki hata það að fá að finna fyrir þessari tilfinningu aftur.“ Steinunn Björnsdóttir fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum með Fram síðastliðið vor. Árið 2013 var mjög viðburðaríkt hjá henni. Fréttablaðið/vilhelm Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver sé besti varnarmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf. Framarinn Steinunn Björnsdóttir fékk mjög afgerandi kosningu þrátt fyrir að glíma við meiðsli eins og er. Valið kemur þjálfara hennar, Halldóri Jóhanni Sigfússyni, ekki á óvart. „Ég hefði viljað sjá hana sem duglegasta leikmanninn líka því hún er langduglegust að mínu mati. Hún á þetta fyllilega skilið, er besti varnarmaðurinn í deildinni og hefur verið vaxandi sem sterkur varnarmaður síðustu ár. Ég veit ekki um marga íslenska leikmenn, hvort sem það er í karla- eða kvennadeildinni, sem æfa eins mikið og hún,“ segir Halldór Jóhann. „Þótt ótrúlegt sé þá eru þeir ekki búnir að gleyma mér því það er langt síðan ég spilaði síðast,“ sagði Steinunn Björnsdóttir þegar blaðamaður Fréttablaðsins sagði henni frá vali þjálfara deildarinnar. „Staðan á mér er ágæt. Ég er að vonast til þess að fá að byrja að hlaupa eftir svona tvær vikur. Þá verð ég vonandi komin aftur til baka um miðjan í febrúar,“ segir Steinunn. Hún var nýbúin að jafna sig á axlarmeiðslum. „Því miður þá þekki ég þetta svolítið vel. Þetta var samt mikið áfall þar sem öxlin var orðin góð.“ Mætt daginn eftir „Það lýsir karakter hennar að fyrsta dag eftir að hún kom heim frá Slóvakíu eftir að hún meiddist þá var hún byrjuð að æfa á fullu inni í sal þótt að hún mætti ekki stíga í fótinn. Það lýsir vinnusemi hennar og því að hún hefur unnið virkilega vel fyrir því að hafa náð svona langt. Það voru kannski ekki margir sem bjuggust við því að hún væri orðin landsliðsmaður fyrir þremur árum. Hún er líka mjög vaxandi sem sóknarmaður og á bara eftir að verða betri þar,“ segir Halldór Jóhann. Steinunn er bara 22 ára gömul og hefur orðið að stjörnu í deildinni í gegnum varnarleikinn en hún var búin að vinna sér sæti í landsliðinu. „Það finnst ekki mörgum gaman að spila vörn. Öxlin var alltaf að trufla mig og ég gat ekki verið með í sókninni í upphafi. Ég náði síðan ágætis tökum á vörninni með hjálp Einars Jónssonar og svo Gústa (Ágústs Jóhannssonar landsliðsþjálfara). Þeir náðu að hjálpa mér og gera mig að betri varnarmanni,“ segir Steinunn og bætir við: „Mér finnst mjög skemmtilegt að spila vörn en það er samt miklu skemmtilegra þegar maður getur spilað bæði í sókn og vörn.“ Það er nóg eftir af tímabilinu og Steinunn ætlar að vera klár þegar úrslitin ráðast. „Þetta er kannski besti tíminn til að meiðast því þá get ég í það minnsta reynt að ná lokasprettinum og fæ vonandi að vera með landsliðinu í Frakkaleikjunum í mars. Það er voða lítið hægt að gera í þessu núna annað en að vera bara jákvæð og koma síðan enn sterkari til baka. Ég trúi ekki öðru en þessi meiðsli muni gera mig að betri leikmanni,“ segir Steinunn.Loksins gull Framliðið var búið að vera í öðru sæti frá árinu 2008 en náði loksins gullinu síðastliðið vor. „Ég var með í síðustu tvennum silfurverðlaunum á undan. Ég bjó erlendis í fjögur ár en kom síðan aftur til baka. Mér fannst það alveg nóg en það voru nokkrar í kringum mig í liðinu sem voru búnar að vera í þessum sporum fimm ár í röð,“ segir Steinunn. „Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitillinn en auðvitað erum við með slakara lið en í fyrra. Það er samt ekkert sem segir að við getum það ekki. Við ætlum okkur að ná langt og erum ekkert að fara í frí í mars,“ segir Steinunn og hún er ekki búin að gleyma tilfinningunni eftir sigurinn í oddaleiknum við Stjörnuna í byrjun maí í fyrra. „Ég myndi ekki hata það að fá að finna fyrir þessari tilfinningu aftur. Hún var ekki leiðinleg,“ segir Steinunn kát. Mætir meidd á æfingarSteinunn Björnsdóttir meiddist með landsliðinu í lok október en þjálfari hennar hjá Fram, Halldór Jóhann Sigfússon, vekur athygli á því að hún sé enn þá með bestu mætinguna á æfingar þrátt fyrir meiðslin. „Hún er að vinna á fullu í sínum málum og missir ekki af æfingu þótt hún megi ekki hlaupa. Hún er á hjólinu, í lyftingasalnum og í sundlauginni. Það lýsir henni vel því hún er alveg gríðarlega vinnusöm. Það hefur fleytt henni þangað sem hún er komin og mun fleyta henni enn lengra þegar líður á,“ segir Halldór Jóhann. „Ég stoppa voða sjaldan og viðurkenni alveg að mér finnst gaman að æfa. Ég er búin að vera mjög dugleg að æfa í meiðslunum þrátt fyrir að það sé mjög lítið sem ég get gert. Ég er búin að vera dugleg að synda, hjóla og styrkja efri líkamann,“ segir Steinunn og bætir við: „Þó að ég glími við smá meiðsli þá hætti ég nú ekki að mæta á æfingar. Ég er alltaf mætt hálftíma fyrir æfingu og er alla æfinguna. Það er hefðin,“ segir Steinunn í léttum tón en þó af fullri alvöru. Olís-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver sé besti varnarmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf. Framarinn Steinunn Björnsdóttir fékk mjög afgerandi kosningu þrátt fyrir að glíma við meiðsli eins og er. Valið kemur þjálfara hennar, Halldóri Jóhanni Sigfússyni, ekki á óvart. „Ég hefði viljað sjá hana sem duglegasta leikmanninn líka því hún er langduglegust að mínu mati. Hún á þetta fyllilega skilið, er besti varnarmaðurinn í deildinni og hefur verið vaxandi sem sterkur varnarmaður síðustu ár. Ég veit ekki um marga íslenska leikmenn, hvort sem það er í karla- eða kvennadeildinni, sem æfa eins mikið og hún,“ segir Halldór Jóhann. „Þótt ótrúlegt sé þá eru þeir ekki búnir að gleyma mér því það er langt síðan ég spilaði síðast,“ sagði Steinunn Björnsdóttir þegar blaðamaður Fréttablaðsins sagði henni frá vali þjálfara deildarinnar. „Staðan á mér er ágæt. Ég er að vonast til þess að fá að byrja að hlaupa eftir svona tvær vikur. Þá verð ég vonandi komin aftur til baka um miðjan í febrúar,“ segir Steinunn. Hún var nýbúin að jafna sig á axlarmeiðslum. „Því miður þá þekki ég þetta svolítið vel. Þetta var samt mikið áfall þar sem öxlin var orðin góð.“ Mætt daginn eftir „Það lýsir karakter hennar að fyrsta dag eftir að hún kom heim frá Slóvakíu eftir að hún meiddist þá var hún byrjuð að æfa á fullu inni í sal þótt að hún mætti ekki stíga í fótinn. Það lýsir vinnusemi hennar og því að hún hefur unnið virkilega vel fyrir því að hafa náð svona langt. Það voru kannski ekki margir sem bjuggust við því að hún væri orðin landsliðsmaður fyrir þremur árum. Hún er líka mjög vaxandi sem sóknarmaður og á bara eftir að verða betri þar,“ segir Halldór Jóhann. Steinunn er bara 22 ára gömul og hefur orðið að stjörnu í deildinni í gegnum varnarleikinn en hún var búin að vinna sér sæti í landsliðinu. „Það finnst ekki mörgum gaman að spila vörn. Öxlin var alltaf að trufla mig og ég gat ekki verið með í sókninni í upphafi. Ég náði síðan ágætis tökum á vörninni með hjálp Einars Jónssonar og svo Gústa (Ágústs Jóhannssonar landsliðsþjálfara). Þeir náðu að hjálpa mér og gera mig að betri varnarmanni,“ segir Steinunn og bætir við: „Mér finnst mjög skemmtilegt að spila vörn en það er samt miklu skemmtilegra þegar maður getur spilað bæði í sókn og vörn.“ Það er nóg eftir af tímabilinu og Steinunn ætlar að vera klár þegar úrslitin ráðast. „Þetta er kannski besti tíminn til að meiðast því þá get ég í það minnsta reynt að ná lokasprettinum og fæ vonandi að vera með landsliðinu í Frakkaleikjunum í mars. Það er voða lítið hægt að gera í þessu núna annað en að vera bara jákvæð og koma síðan enn sterkari til baka. Ég trúi ekki öðru en þessi meiðsli muni gera mig að betri leikmanni,“ segir Steinunn.Loksins gull Framliðið var búið að vera í öðru sæti frá árinu 2008 en náði loksins gullinu síðastliðið vor. „Ég var með í síðustu tvennum silfurverðlaunum á undan. Ég bjó erlendis í fjögur ár en kom síðan aftur til baka. Mér fannst það alveg nóg en það voru nokkrar í kringum mig í liðinu sem voru búnar að vera í þessum sporum fimm ár í röð,“ segir Steinunn. „Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitillinn en auðvitað erum við með slakara lið en í fyrra. Það er samt ekkert sem segir að við getum það ekki. Við ætlum okkur að ná langt og erum ekkert að fara í frí í mars,“ segir Steinunn og hún er ekki búin að gleyma tilfinningunni eftir sigurinn í oddaleiknum við Stjörnuna í byrjun maí í fyrra. „Ég myndi ekki hata það að fá að finna fyrir þessari tilfinningu aftur. Hún var ekki leiðinleg,“ segir Steinunn kát. Mætir meidd á æfingarSteinunn Björnsdóttir meiddist með landsliðinu í lok október en þjálfari hennar hjá Fram, Halldór Jóhann Sigfússon, vekur athygli á því að hún sé enn þá með bestu mætinguna á æfingar þrátt fyrir meiðslin. „Hún er að vinna á fullu í sínum málum og missir ekki af æfingu þótt hún megi ekki hlaupa. Hún er á hjólinu, í lyftingasalnum og í sundlauginni. Það lýsir henni vel því hún er alveg gríðarlega vinnusöm. Það hefur fleytt henni þangað sem hún er komin og mun fleyta henni enn lengra þegar líður á,“ segir Halldór Jóhann. „Ég stoppa voða sjaldan og viðurkenni alveg að mér finnst gaman að æfa. Ég er búin að vera mjög dugleg að æfa í meiðslunum þrátt fyrir að það sé mjög lítið sem ég get gert. Ég er búin að vera dugleg að synda, hjóla og styrkja efri líkamann,“ segir Steinunn og bætir við: „Þó að ég glími við smá meiðsli þá hætti ég nú ekki að mæta á æfingar. Ég er alltaf mætt hálftíma fyrir æfingu og er alla æfinguna. Það er hefðin,“ segir Steinunn í léttum tón en þó af fullri alvöru.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira