„Þjófarnir láta mig ekki í friði“ 4. janúar 2014 09:30 Hljómsveitin Skarkali lofar góðri stund í Þjóðmenningarhúsinu í dag. „Þremur reiðhjólum var stolið af mér í Hollandi og það á sama árinu,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, tónlistarmaður og nemandi í Haag í Hollandi. Hann er nú á sínu öðru námsári í djasspíanóleik og lætur vel af Hollandi þrátt fyrir hnuplið. „Þjófarnir láta mig hreinlega ekki í friði þarna í Hollandi.“ Ingi Bjarni kemur fram á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu í dag klukkan 16.00 ásamt tríóinu Skarkala. „Ég stofnaði þetta tríó í fyrrasumar og við náum mjög vel saman,“ útskýrir Ingi Bjarni. Meðlimir Skarkala eru ásamt Inga Bjarna þeir, Valdimar Olgeirsson bassaleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari, en þeir kynntust allir í Tónlistarskóla FÍH. Sveitin lék fyrir hönd Íslands á djassviðburðinum Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Þrándheimi í Noregi í september í fyrra. „Það gekk bara mjög vel þarna úti og okkur var mjög vel tekið.“ Á tónleikunum í dag verða leikin lög eftir Inga Bjarna, sem hann hefur samið á undanförnum árum, en hann gerði garðinn frægan með bræðings-hljómsveitinni Hress/Fresh sem tók meðal annars þátt í Músíktilraunum árið 2007. Eins og fram hefur komið hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og kostar einungis eitt þúsund krónur inn. Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þremur reiðhjólum var stolið af mér í Hollandi og það á sama árinu,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, tónlistarmaður og nemandi í Haag í Hollandi. Hann er nú á sínu öðru námsári í djasspíanóleik og lætur vel af Hollandi þrátt fyrir hnuplið. „Þjófarnir láta mig hreinlega ekki í friði þarna í Hollandi.“ Ingi Bjarni kemur fram á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu í dag klukkan 16.00 ásamt tríóinu Skarkala. „Ég stofnaði þetta tríó í fyrrasumar og við náum mjög vel saman,“ útskýrir Ingi Bjarni. Meðlimir Skarkala eru ásamt Inga Bjarna þeir, Valdimar Olgeirsson bassaleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari, en þeir kynntust allir í Tónlistarskóla FÍH. Sveitin lék fyrir hönd Íslands á djassviðburðinum Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Þrándheimi í Noregi í september í fyrra. „Það gekk bara mjög vel þarna úti og okkur var mjög vel tekið.“ Á tónleikunum í dag verða leikin lög eftir Inga Bjarna, sem hann hefur samið á undanförnum árum, en hann gerði garðinn frægan með bræðings-hljómsveitinni Hress/Fresh sem tók meðal annars þátt í Músíktilraunum árið 2007. Eins og fram hefur komið hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og kostar einungis eitt þúsund krónur inn.
Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira