„Þjófarnir láta mig ekki í friði“ 4. janúar 2014 09:30 Hljómsveitin Skarkali lofar góðri stund í Þjóðmenningarhúsinu í dag. „Þremur reiðhjólum var stolið af mér í Hollandi og það á sama árinu,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, tónlistarmaður og nemandi í Haag í Hollandi. Hann er nú á sínu öðru námsári í djasspíanóleik og lætur vel af Hollandi þrátt fyrir hnuplið. „Þjófarnir láta mig hreinlega ekki í friði þarna í Hollandi.“ Ingi Bjarni kemur fram á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu í dag klukkan 16.00 ásamt tríóinu Skarkala. „Ég stofnaði þetta tríó í fyrrasumar og við náum mjög vel saman,“ útskýrir Ingi Bjarni. Meðlimir Skarkala eru ásamt Inga Bjarna þeir, Valdimar Olgeirsson bassaleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari, en þeir kynntust allir í Tónlistarskóla FÍH. Sveitin lék fyrir hönd Íslands á djassviðburðinum Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Þrándheimi í Noregi í september í fyrra. „Það gekk bara mjög vel þarna úti og okkur var mjög vel tekið.“ Á tónleikunum í dag verða leikin lög eftir Inga Bjarna, sem hann hefur samið á undanförnum árum, en hann gerði garðinn frægan með bræðings-hljómsveitinni Hress/Fresh sem tók meðal annars þátt í Músíktilraunum árið 2007. Eins og fram hefur komið hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og kostar einungis eitt þúsund krónur inn. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þremur reiðhjólum var stolið af mér í Hollandi og það á sama árinu,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, tónlistarmaður og nemandi í Haag í Hollandi. Hann er nú á sínu öðru námsári í djasspíanóleik og lætur vel af Hollandi þrátt fyrir hnuplið. „Þjófarnir láta mig hreinlega ekki í friði þarna í Hollandi.“ Ingi Bjarni kemur fram á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu í dag klukkan 16.00 ásamt tríóinu Skarkala. „Ég stofnaði þetta tríó í fyrrasumar og við náum mjög vel saman,“ útskýrir Ingi Bjarni. Meðlimir Skarkala eru ásamt Inga Bjarna þeir, Valdimar Olgeirsson bassaleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari, en þeir kynntust allir í Tónlistarskóla FÍH. Sveitin lék fyrir hönd Íslands á djassviðburðinum Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Þrándheimi í Noregi í september í fyrra. „Það gekk bara mjög vel þarna úti og okkur var mjög vel tekið.“ Á tónleikunum í dag verða leikin lög eftir Inga Bjarna, sem hann hefur samið á undanförnum árum, en hann gerði garðinn frægan með bræðings-hljómsveitinni Hress/Fresh sem tók meðal annars þátt í Músíktilraunum árið 2007. Eins og fram hefur komið hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og kostar einungis eitt þúsund krónur inn.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira