„Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari“ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2014 13:00 „Það var gott að ná að anda að sér íslensku lofti,“ sagði Frank Fannar í stuttu fríi frá dansi í nútímadansuppfærslu á Svanavatninu í Þýskalandi. Fréttablaðið/GVA „Ég komst ekki heim fyrr en 29. desember og fór út aftur 2. janúar því næsta sýning er 4. janúar en það var gott að ná aðeins að anda að sér íslensku lofti, þó ekki sé nema í fjóra daga,“ segir hinn 23 ára dansari Frank Fannar Pedersen sem er í aðalkarlhlutverki í Svanavatninu á sviðinu í Wiesbaden í Þýskalandi um þessar mundir. Frumsýning var 21. desember. „Þetta er ekki hið klassíska Svanavatn heldur nútímadansuppfærsla eftir stjórnandann, Stephan Thoss, við tónlist Tsjajkovskís. Hún nefnist Frá miðnætti til morguns,“ tekur hann fram.Frank Fannar dansaði Tybalt í Rómeó og Júlíu, dansverki eftir Stephan Thoss, stjórnanda dansflokksins í Wiesbaden.Frank Fannar hefur lifað og hrærst í sviðslistum frá barnæsku. Móðir hans er Katrín Hall dansari sem lengi var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins og faðir hans Guðjón Pedersen, leikari, leikstjóri og Borgarleikhússtjóri um tíma. Fjölskyldan bjó í Köln þegar móðir hans var dansari hjá dansflokki óperuhússins þar, svo Frank Fannar var í Þýskalandi fyrstu sjö árin sín. En heimkominn hóf hann strax nám í Listdansskólanum og svo leiddi eitt af öðru. „Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari. Þetta bara vatt upp á sig og var alltaf gaman og það heldur áfram að vera gaman,“ segir hann glaðlega. Hann var aðeins átján ára þegar hann hélt út í hinn stóra heim til að dansa, fyrst til Barcelona á Spáni og síðan Þýskalands en áður hafði hann getið sér gott orð á sviði hér heima með dansflokknum og í samkeppnum í Svíþjóð og Kína. Yfirleitt er dansflokkur, leikhús og ópera innan stóru leikhúsanna í Þýskalandi, að sögn Franks Fannars. „Við sem erum í dansflokknum í Wiesbaden teljumst heppin að þurfa ekki að dansa í óperum eða söngleikjum heldur eru sérstakir dansarar í því. Við erum bara að búa til dansverk. Það er skemmtilegra og meira krefjandi því söngleikir ganga oft svo lengi.“ Þetta er þriðja ár Franks Fannars í Wiesbaden en hann býst við að breyta til á næsta ári. „Það er verið að skipta um stjórnanda í leikhúsinu og mér finnst ágætt að nota tækifærið og fara eitthvert annað. Finnst kominn tími á nýjar ögranir og áskoranir,“ útskýrir hann. Hvert leiðin liggur veit hann ekki en reiknar með að halda sig í Mið-Evrópu áfram, í Þýskalandi, Hollandi eða Sviss.„Ég fór oft í þennan almenningsgarð sem barn,“ segir Frank Fannar sem heimsótti æskuslóðir sínar í Köln á síðasta ári með mömmu.Margar stórar sýningar eru að baki í Wiesbaden síðustu árin hjá Frank Fannari. „Mér hefur gengið vel, ég hef haft mjög mikið að gera og auðvitað hef ég lært á því. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Hann segir Svanavatnið svolítið jóla- eða vetrartengt ævintýri svo það verði varla sýnt langt fram á vor. „Við byrjum á að fara í leikför fljótlega eftir áramótin. Einnig er annað prógramm að fara í gang sem frumsýnt verður í febrúar þannig að æfingar á því verða samhliða sýningarferðalögum svo það verður nóg að gera,“ segir hann hress. Um framtíðina vill Frank Fannar sem minnst spá. „Líf dansarans er yfirleitt stutt og eftir það er vonandi tækifæri til að gera eitthvað allt annað. Það finnst mér bara heillandi tilhugsun frekar en hitt. Nú er hægt að stunda nám hvenær sem er á ævinni og gera hvað sem er.“ Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Ég komst ekki heim fyrr en 29. desember og fór út aftur 2. janúar því næsta sýning er 4. janúar en það var gott að ná aðeins að anda að sér íslensku lofti, þó ekki sé nema í fjóra daga,“ segir hinn 23 ára dansari Frank Fannar Pedersen sem er í aðalkarlhlutverki í Svanavatninu á sviðinu í Wiesbaden í Þýskalandi um þessar mundir. Frumsýning var 21. desember. „Þetta er ekki hið klassíska Svanavatn heldur nútímadansuppfærsla eftir stjórnandann, Stephan Thoss, við tónlist Tsjajkovskís. Hún nefnist Frá miðnætti til morguns,“ tekur hann fram.Frank Fannar dansaði Tybalt í Rómeó og Júlíu, dansverki eftir Stephan Thoss, stjórnanda dansflokksins í Wiesbaden.Frank Fannar hefur lifað og hrærst í sviðslistum frá barnæsku. Móðir hans er Katrín Hall dansari sem lengi var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins og faðir hans Guðjón Pedersen, leikari, leikstjóri og Borgarleikhússtjóri um tíma. Fjölskyldan bjó í Köln þegar móðir hans var dansari hjá dansflokki óperuhússins þar, svo Frank Fannar var í Þýskalandi fyrstu sjö árin sín. En heimkominn hóf hann strax nám í Listdansskólanum og svo leiddi eitt af öðru. „Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari. Þetta bara vatt upp á sig og var alltaf gaman og það heldur áfram að vera gaman,“ segir hann glaðlega. Hann var aðeins átján ára þegar hann hélt út í hinn stóra heim til að dansa, fyrst til Barcelona á Spáni og síðan Þýskalands en áður hafði hann getið sér gott orð á sviði hér heima með dansflokknum og í samkeppnum í Svíþjóð og Kína. Yfirleitt er dansflokkur, leikhús og ópera innan stóru leikhúsanna í Þýskalandi, að sögn Franks Fannars. „Við sem erum í dansflokknum í Wiesbaden teljumst heppin að þurfa ekki að dansa í óperum eða söngleikjum heldur eru sérstakir dansarar í því. Við erum bara að búa til dansverk. Það er skemmtilegra og meira krefjandi því söngleikir ganga oft svo lengi.“ Þetta er þriðja ár Franks Fannars í Wiesbaden en hann býst við að breyta til á næsta ári. „Það er verið að skipta um stjórnanda í leikhúsinu og mér finnst ágætt að nota tækifærið og fara eitthvert annað. Finnst kominn tími á nýjar ögranir og áskoranir,“ útskýrir hann. Hvert leiðin liggur veit hann ekki en reiknar með að halda sig í Mið-Evrópu áfram, í Þýskalandi, Hollandi eða Sviss.„Ég fór oft í þennan almenningsgarð sem barn,“ segir Frank Fannar sem heimsótti æskuslóðir sínar í Köln á síðasta ári með mömmu.Margar stórar sýningar eru að baki í Wiesbaden síðustu árin hjá Frank Fannari. „Mér hefur gengið vel, ég hef haft mjög mikið að gera og auðvitað hef ég lært á því. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Hann segir Svanavatnið svolítið jóla- eða vetrartengt ævintýri svo það verði varla sýnt langt fram á vor. „Við byrjum á að fara í leikför fljótlega eftir áramótin. Einnig er annað prógramm að fara í gang sem frumsýnt verður í febrúar þannig að æfingar á því verða samhliða sýningarferðalögum svo það verður nóg að gera,“ segir hann hress. Um framtíðina vill Frank Fannar sem minnst spá. „Líf dansarans er yfirleitt stutt og eftir það er vonandi tækifæri til að gera eitthvað allt annað. Það finnst mér bara heillandi tilhugsun frekar en hitt. Nú er hægt að stunda nám hvenær sem er á ævinni og gera hvað sem er.“
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira