Ungverski píanóleikarinn Zoltan Rostas spilar Apassionata, sónötu eftir Beethoven, á hádegistónleikum í Hofi á föstudaginn.
„Hádegistónleikaröðin er Akureyringum vel kunn,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir, sem er í stjórn Tónlistarfélags Akureyrar, sem stendur fyrir tónleikunum. „Zoltan flutti til Íslands nú í haust og starfar við Tónlistarskólann á Akureyri.“
Áheyrendur geta mætt í hádegishléinu í vinnunni sinni. „Hægt er að matast á meðan hlýtt er á tónlistina. 1862 Nordic Bistro matreiðir súpuna og hellir upp á kaffið.“
Tónleikarnir fara fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri klukkan 12.00 föstudaginn 10. janúar. Miðaverð er 2.500 krónur.
Apassionata í Hofi
