Tvær bækur á sex mánuðum Ugla Egilsdóttir skrifar 11. janúar 2014 15:00 Björk Þorgrímsdóttir vinnur á Mokka og er í meistaranámi í ritlist. 365/Vilhelm Björk Þorgrímsdóttir er að fara að gefa út ljóðabókina Neindarkennd í byrjun febrúar hjá forlaginu Meðgönguljóðum. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún sendi frá sér bókina Bananasól hjá útgáfunni Tunglinu. Hún segir það ekki með ráðum gert að gefa út bækurnar með svo stuttu millibili. „Það stendur ekkert til að gefa út bók á hverju ári hér eftir, þetta lenti einhvern veginn svona fyrir tilviljun,“ segir Björk. „Ég sendi inn handrit að ljóðabók til bókaforlagsins Meðgönguljóða fyrir löngu og bókin er búin að vera í ferli í svolítinn tíma. Síðan kom þessi útgáfa Tunglsins til í sumar og ég sló til. Hjá Tunglinu gaf ég út bókina Bananasól, sem ég hafði verið að vinna að meðfram því að vera í meistaranámi í ritlist, en ég útskrifast í febrúar. Það var ef til vill aðeins styttri meðgöngutími að Bananasól en að Neindarkennd, sem var búin að vera að gerjast í mér í lengri tíma.“ Björk hefur verið að skrifa lengi. „Ég var í grunnnámi í heimspeki með bókmenntafræði sem aukagrein, og bókmenntafræðinemarnir voru duglegir að skipuleggja upplestrarkvöld sem ég tók þátt í. Ég var samt ekkert að spekúlera í því að verða skáld fyrr en í seinni tíð.“ Bananasól samanstendur af stuttum prósatextum sem mynda eina heild. „Bókin er ástarsaga um eftirköst ástarinnar, þegar ástarbálið er slokknað og maður horfir yfir öskuna og virðir hana fyrir sér.“ Titill Bananasólar var valinn versti bókartitillinn af Fréttablaðinu. „Ég var bara mjög ánægð með það. Þetta var auðvitað fínasta auglýsing fyrir bókina. Mér fannst reyndar að í verðlaun fyrir þennan heiður hefði ég átt að fá gagnrýni birta um bókina í Fréttablaðinu. Auðvitað finnst mér titillinn samt flottur, og þeir sem kunna að meta ljóðrænu kunna að meta bókina.“ Bókin er uppseld. „Hún var einungis gefin út í 69 eintökum, en er til á bókasafninu.“ Að sögn Bjarkar fjallar ljóðabókin Neindarkennd um ofbeldi. „Í bakgrunninum eru hugleiðingar um tungumálið,“ segir Björk. „Bókin er eins konar textaofbeldi. Mér finnst tungumálið rosalega aggressíft. Maður vill hins vegar ekki segja of mikið um bækur og sköpun því hver og einn gengur svakalega ólíkt að bókum. Þú skilur ekkert endilega það sem ég segi eins og ég meina það,“ segir Björk. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Björk Þorgrímsdóttir er að fara að gefa út ljóðabókina Neindarkennd í byrjun febrúar hjá forlaginu Meðgönguljóðum. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún sendi frá sér bókina Bananasól hjá útgáfunni Tunglinu. Hún segir það ekki með ráðum gert að gefa út bækurnar með svo stuttu millibili. „Það stendur ekkert til að gefa út bók á hverju ári hér eftir, þetta lenti einhvern veginn svona fyrir tilviljun,“ segir Björk. „Ég sendi inn handrit að ljóðabók til bókaforlagsins Meðgönguljóða fyrir löngu og bókin er búin að vera í ferli í svolítinn tíma. Síðan kom þessi útgáfa Tunglsins til í sumar og ég sló til. Hjá Tunglinu gaf ég út bókina Bananasól, sem ég hafði verið að vinna að meðfram því að vera í meistaranámi í ritlist, en ég útskrifast í febrúar. Það var ef til vill aðeins styttri meðgöngutími að Bananasól en að Neindarkennd, sem var búin að vera að gerjast í mér í lengri tíma.“ Björk hefur verið að skrifa lengi. „Ég var í grunnnámi í heimspeki með bókmenntafræði sem aukagrein, og bókmenntafræðinemarnir voru duglegir að skipuleggja upplestrarkvöld sem ég tók þátt í. Ég var samt ekkert að spekúlera í því að verða skáld fyrr en í seinni tíð.“ Bananasól samanstendur af stuttum prósatextum sem mynda eina heild. „Bókin er ástarsaga um eftirköst ástarinnar, þegar ástarbálið er slokknað og maður horfir yfir öskuna og virðir hana fyrir sér.“ Titill Bananasólar var valinn versti bókartitillinn af Fréttablaðinu. „Ég var bara mjög ánægð með það. Þetta var auðvitað fínasta auglýsing fyrir bókina. Mér fannst reyndar að í verðlaun fyrir þennan heiður hefði ég átt að fá gagnrýni birta um bókina í Fréttablaðinu. Auðvitað finnst mér titillinn samt flottur, og þeir sem kunna að meta ljóðrænu kunna að meta bókina.“ Bókin er uppseld. „Hún var einungis gefin út í 69 eintökum, en er til á bókasafninu.“ Að sögn Bjarkar fjallar ljóðabókin Neindarkennd um ofbeldi. „Í bakgrunninum eru hugleiðingar um tungumálið,“ segir Björk. „Bókin er eins konar textaofbeldi. Mér finnst tungumálið rosalega aggressíft. Maður vill hins vegar ekki segja of mikið um bækur og sköpun því hver og einn gengur svakalega ólíkt að bókum. Þú skilur ekkert endilega það sem ég segi eins og ég meina það,“ segir Björk.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira