Er mannlífið slysagildra? Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 14:00 Þær Steinunn og Hlín skapa dularfullan heim í Útvarpsleikhúsinu á morgun. „Þetta er saga um mann sem óverðskuldað fer illa út úr skilnaði. Hann er örvæntingarfullur og sýn hans á lífið er orðin svo dökk að honum finnst mannlífið vera ein samfelld slysagildra,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um efni leikritsins Slysagildran, sem Útvarpsleikhúsið flytur á morgun klukkan 13. Síðan kemur aðeins lengri útgáfa: „Ungi maðurinn kemur að torkennilegum stað. Þar er dyravörðurinn Petra sem reynir að ráðskast með hann og gera upp gamlar syndir, segir hann meðal annars hafa yfirgefið börnin sín. Hann bregst ókvæða við því hans hlið á málinu er sú að konan hans fyrrverandi hafi gert honum ókleift að umgangast börnin.“ Steinunn kveðst ekki hafa séð það fyrir að rétt fyrir flutning leikritsins í útvarpi kæmi fram sönn frétt í fjölmiðlum um að margir feður á Íslandi byggju í iðnaðarhúsnæði og gætu ekki hitt börnin sín. „Ég þekki engin persónuleg dæmi um þetta en það er auðvelt að ímynda sér að fólk geti farið illa út úr skilnaði. Samt verður að halda því til haga að leikritið er sambland af raunsæi þar sem talað er um tilfinningar, ástand og aðstæður og undarlegri tilveru, þannig að það liggur á vissum mörkum.“ Með aðalhlutverk í Slysagildrunni fara Ólafur Sveinn Gunnarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. „Mér finnst það tíðindi að Steinunn Ólína skyldi láta hafa sig í þetta verkefni því hún er hætt að leika fyrir áratug. Þarna leikur hún skrítna persónu sem er kannski ekki að öllu leyti mennsk en henni tekst að laða fram bæði hörku skrifræðisins og mannlega hlýju með röddinni einni,“ segir Steinunn. Verkið var unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og frumgerð þess var leiklesin af sömu flytjendum á síðustu Listahátíð. Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er saga um mann sem óverðskuldað fer illa út úr skilnaði. Hann er örvæntingarfullur og sýn hans á lífið er orðin svo dökk að honum finnst mannlífið vera ein samfelld slysagildra,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um efni leikritsins Slysagildran, sem Útvarpsleikhúsið flytur á morgun klukkan 13. Síðan kemur aðeins lengri útgáfa: „Ungi maðurinn kemur að torkennilegum stað. Þar er dyravörðurinn Petra sem reynir að ráðskast með hann og gera upp gamlar syndir, segir hann meðal annars hafa yfirgefið börnin sín. Hann bregst ókvæða við því hans hlið á málinu er sú að konan hans fyrrverandi hafi gert honum ókleift að umgangast börnin.“ Steinunn kveðst ekki hafa séð það fyrir að rétt fyrir flutning leikritsins í útvarpi kæmi fram sönn frétt í fjölmiðlum um að margir feður á Íslandi byggju í iðnaðarhúsnæði og gætu ekki hitt börnin sín. „Ég þekki engin persónuleg dæmi um þetta en það er auðvelt að ímynda sér að fólk geti farið illa út úr skilnaði. Samt verður að halda því til haga að leikritið er sambland af raunsæi þar sem talað er um tilfinningar, ástand og aðstæður og undarlegri tilveru, þannig að það liggur á vissum mörkum.“ Með aðalhlutverk í Slysagildrunni fara Ólafur Sveinn Gunnarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. „Mér finnst það tíðindi að Steinunn Ólína skyldi láta hafa sig í þetta verkefni því hún er hætt að leika fyrir áratug. Þarna leikur hún skrítna persónu sem er kannski ekki að öllu leyti mennsk en henni tekst að laða fram bæði hörku skrifræðisins og mannlega hlýju með röddinni einni,“ segir Steinunn. Verkið var unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og frumgerð þess var leiklesin af sömu flytjendum á síðustu Listahátíð.
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira