Hér hef ég eignast vini fyrir lífstíð Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 24. janúar 2014 08:00 Ingibjörg Ragnarsdóttir er hér með landsliðsmanninum Kára Kristjánssyni á einni æfingu íslenska liðsins á EM í Danmörku. Fréttablaðið/Daníel „Mitt fyrsta mót með liðinu var árið 2001 í Frakklandi. Ég hef verið með á öllum mótum síðan nema á Ólympíuleikunum í London,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari en hún er ein af fólkinu á bak við tjöldin hjá íslenska handboltalandsliðinu. Eftir mörg mót hefur hún ákveðið að segja skilið við liðið og EM í Danmörku er hennar síðasta mót með landsliðinu. Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, hefur fengið það öfundsverða hlutverk að nudda strákana okkar á stórmótum og síðan sinnt mörgu öðru. Séð um búningana og margt annað enda í mörg horn að líta á þessum ferðum. „Ég var að vinna með KA á Akureyri og flutti síðan suður. Einar [Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ] hafði samband við mig er ég var að flytja suður. Hann hélt að það væri kannski hægt að nýta krafta þessar norðlensku kellu,“ segir Inga og hlær við. Hún mun halda áfram að vinna með liðinu í næstu verkefnum og verður síðan eflaust eitthvað með puttana í þessu áfram þó svo hún fari ekki aftur með liðinu á stórmót. „Ég byrjaði í sjúkranuddinu og liðsstjórninni. Síðan vatt það upp á sig og ég komin í allt saman. Á spjaldinu mínu á þessu móti stendur að ég sé „manager“. Það nær ágætlega yfir það sem ég er að gera.“ Mótin sem Inga hefur farið á með liðinu eru mörg og hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt með strákunum. Hvaða mót stendur samt upp úr? „Hvert mót hefur sinn sjarma. Mörg mót hafa verið mjög skemmtileg eins og í Austurríki þar sem liðinu gekk mjög vel. Auðvitað stendur samt Peking upp úr. Silfrið, Ólympíuleikar og allt það. Ég gæti samt ekki bent á eitthvert mót sem var hörmung. Ég sé eitthvað jákvætt út úr öllu,“ segir Inga en hún sér alls ekki eftir tímanum sem hefur farið í þessa vinnu. „Þetta er búinn að vera yndislegur tími. Þvílík forréttindi að fá að starfa í þessum hópi og með þessu frábæra fólki. Hérna er maður að eignast vini fyrir lífstíð og ég er mjög sátt við þennan tíma. Ég hef aldrei nokkurn tíma séð eftir því að hafa ákveðið að taka þátt í þessu.“ Inga hefur ákveðið að fara síðar á stórmót sem áhorfandi og hvetja liðið áfram úr stúkunni. Hún mun þó fylgjast með úr sófanum heima ef strákarnir fara á HM í Katar að ári. „Ég held mér muni líða vel að fylgjast með úr sófanum þó svo það verði skrítið. Ég er búin að taka þessa ákvörðun og er sátt við hana. Maður á að hætta meðan það er enn gaman. Ég er að láta hjartað ráða. Auðvitað á ég eftir að sakna alls en það tekur annað við. Ég mun ekki alveg hverfa og verð með annan fótinn niðri á HSÍ. Þeir losna ekkert við mig,“ sagði Inga og hló dátt. Hún segir enga eina minningu standa upp úr á þessum tímamótum. „Samt alltaf þegar þjóðsöngurinn er leikinn og ég stend á gólfinu með strákunum þá fyllist ég þvílíku þjóðarstolti. Það eru öll þessi litlu atvik og allar þessar minningar sem standa upp úr eftir þennan tíma. Þetta hefur verið æðislegt. Nú er ég orðin amma og vil fara að einbeita mér að öðru.“ EM 2014 karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
„Mitt fyrsta mót með liðinu var árið 2001 í Frakklandi. Ég hef verið með á öllum mótum síðan nema á Ólympíuleikunum í London,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari en hún er ein af fólkinu á bak við tjöldin hjá íslenska handboltalandsliðinu. Eftir mörg mót hefur hún ákveðið að segja skilið við liðið og EM í Danmörku er hennar síðasta mót með landsliðinu. Ingibjörg, eða Inga eins og hún er kölluð, hefur fengið það öfundsverða hlutverk að nudda strákana okkar á stórmótum og síðan sinnt mörgu öðru. Séð um búningana og margt annað enda í mörg horn að líta á þessum ferðum. „Ég var að vinna með KA á Akureyri og flutti síðan suður. Einar [Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ] hafði samband við mig er ég var að flytja suður. Hann hélt að það væri kannski hægt að nýta krafta þessar norðlensku kellu,“ segir Inga og hlær við. Hún mun halda áfram að vinna með liðinu í næstu verkefnum og verður síðan eflaust eitthvað með puttana í þessu áfram þó svo hún fari ekki aftur með liðinu á stórmót. „Ég byrjaði í sjúkranuddinu og liðsstjórninni. Síðan vatt það upp á sig og ég komin í allt saman. Á spjaldinu mínu á þessu móti stendur að ég sé „manager“. Það nær ágætlega yfir það sem ég er að gera.“ Mótin sem Inga hefur farið á með liðinu eru mörg og hefur hún gengið í gegnum súrt og sætt með strákunum. Hvaða mót stendur samt upp úr? „Hvert mót hefur sinn sjarma. Mörg mót hafa verið mjög skemmtileg eins og í Austurríki þar sem liðinu gekk mjög vel. Auðvitað stendur samt Peking upp úr. Silfrið, Ólympíuleikar og allt það. Ég gæti samt ekki bent á eitthvert mót sem var hörmung. Ég sé eitthvað jákvætt út úr öllu,“ segir Inga en hún sér alls ekki eftir tímanum sem hefur farið í þessa vinnu. „Þetta er búinn að vera yndislegur tími. Þvílík forréttindi að fá að starfa í þessum hópi og með þessu frábæra fólki. Hérna er maður að eignast vini fyrir lífstíð og ég er mjög sátt við þennan tíma. Ég hef aldrei nokkurn tíma séð eftir því að hafa ákveðið að taka þátt í þessu.“ Inga hefur ákveðið að fara síðar á stórmót sem áhorfandi og hvetja liðið áfram úr stúkunni. Hún mun þó fylgjast með úr sófanum heima ef strákarnir fara á HM í Katar að ári. „Ég held mér muni líða vel að fylgjast með úr sófanum þó svo það verði skrítið. Ég er búin að taka þessa ákvörðun og er sátt við hana. Maður á að hætta meðan það er enn gaman. Ég er að láta hjartað ráða. Auðvitað á ég eftir að sakna alls en það tekur annað við. Ég mun ekki alveg hverfa og verð með annan fótinn niðri á HSÍ. Þeir losna ekkert við mig,“ sagði Inga og hló dátt. Hún segir enga eina minningu standa upp úr á þessum tímamótum. „Samt alltaf þegar þjóðsöngurinn er leikinn og ég stend á gólfinu með strákunum þá fyllist ég þvílíku þjóðarstolti. Það eru öll þessi litlu atvik og allar þessar minningar sem standa upp úr eftir þennan tíma. Þetta hefur verið æðislegt. Nú er ég orðin amma og vil fara að einbeita mér að öðru.“
EM 2014 karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira