Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýsir stuðningi við tillögu á Alþingi um að málefni er varða hreindýr flytjist frá Umhverfisstofnun og aftur til hreindýraráðs og starfsemi ráðsins verði efld á Egilsstöðum og Austurlandi.
„Stjórnun þessara mála hlýtur að byggja mikið á staðbundinni þekkingu og reynslu og því mikilvægt að yfirumsjón þeirra sé sem næst dvalar- og veiðisvæði hreindýranna,“ segir bæjarráðið í umsögn um þingsályktunatillögu Valgerðar Gunnarsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar úr Sjálfstæðisflokki.
Hreindýrum verði stýrt á heimaslóð
