Söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir fagnaði fimmtugsafmæli á síðasta ári, og í tilefni af því kom út platan Bezt með hennar bestu lögum fyrir síðustu jól.
Í tilefni af bæði afmælinu og útkomu plötunnar hélt Guðrún tónleika í Salnum í Kópavogi í byrjun nóvember.
Miðarnir seldust upp á örskömmum tíma og hefur því verið ákveðið að heimsækja Akureyringa og endurtaka þessa tónleika í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 22.febrúar.
Á efnisskránni verða ýmis lög af ferlinum, sem spannar um þrjátíu ár. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Friðrik Ómar.
Afmælistónleikar á Akureyri
