Myrkir músíkdagar síðan 1980 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. janúar 2014 10:00 Pétur Jónasson er framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga og hann segir hátíðina sífellt njóta meiri vinsælda, bæði innanlands og erlendis. Fréttablaðið/Stefán Þessi hátíð hefur verið haldin árlega síðan 1980 sem gerir Myrka músíkdaga eina elstu hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum,“ segir Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga sem hefjast í kvöld. „Hátíðin er haldin á vegum Tónskáldafélags Íslands og við erum í samstarfi við stórar sambærilegar hátíðir í Evrópu og Bandaríkjunum.“ Í ár eru Myrkir músíkdagar að hluta til í samstarfi við Miðstöð sjónrænnar tónlistar sem heldur hátíðina Reykjavík Visual Music Festival á sama tíma, hvernig kom það til? „Þau leituðu eftir samstarfi sem við auðvitað tókum vel í. Það er þó rétt að undirstrika að þetta eru tvær sjálfstæðar hátíðir, en við höfum snertiflöt sem er viðburður sem verður í Hörpu í kvöld þar sem mætast tvö af okkar fremstu tónskáldum og tveir myndlistarmenn. Frumflutt verða tvö verk þar sem tónlist og myndlist tvinnast saman. Síðan verða þessar tvær hátíðir keyrðar samtímis þannig að þær fléttast að vissu leyti saman, þótt þetta sé eini sameiginlegi viðburðurinn. Þetta er í fyrsta sinn sem RVMF er haldin þannig að hér starfa saman ein elsta og yngsta tónlistarhátíð landsins.“ Pétur segir erfitt að gefa einhverja yfirlýsingu um hápunkta hátíðarinnar en þó séu opnunartónleikarnir alltaf sér á parti. „Þeir eru á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og eru óneitanlega alltaf stór viðburður. Við búum svo vel að fá þessa tónleika á silfurfati frá Sinfóníuhljómsveitinni á hverju ári alveg frá upphafi, sem er nokkuð sem margir kollegar okkar á erlendri grundu öfunda okkur af.“ Spurður um aðra hápunkta Myrkra músíkdaga í ár nefnir Pétur kanadíska strengjakvartettinn Bozzini, sem hann segir vera í fremstu röð flytjenda samtímatónlistar í heiminum, Saxófónkvartett Stokkhólms, sem halda mun tvenna tónleika þar af aðra fyrir börn, en annars segir hann dagskrána það fjölbreytta og glæsilega að það sé erfitt að tína einhverja tónleika út úr henni öðrum fremur. „Við höfum vanalega opnað hátíðina með tónleikum uppi í RÚV og þeir verið sendir út í beinni útsendingu, en í þetta sinn fluttust þeir yfir á föstudaginn. Það er mikill gjörningur hóps sem kallar sig SKARK Ensemble og samanstendur af ungu íslensku og þýsku tónlistarfólki sem verður fluttur í bílakjallara RÚV og sendur út beint.“ Hátíðin er að vanda helguð íslenskri nútímatónlist. „Megnið eru íslensk verk, eins og alltaf hefur verið, en nokkur vel valin erlend verk fljóta með,“ segir Pétur. „Orðspor hátíðarinnar berst æ víðar eins og sést vel á þeim mikla áhuga sem erlendir listamenn hafa á að koma hér fram og eins því að sífellt fleiri fjölmiðlar erlendis sjá ástæðu til að fjalla um hátíðina á sínum vettvangi. Í ár er því enn von á heimsóknum frá erlendu fjölmiðlafólki ásamt listrænum stjórnendum evrópskra og bandarískra tónlistarhátíða.“ Hátíðin hefst, eins og áður sagði með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld undir stjórn Daníels Bjarnasonar, en síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag og hægt er að kynna sér dagskrána í þaula á heimasíðu hátíðarinnar. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þessi hátíð hefur verið haldin árlega síðan 1980 sem gerir Myrka músíkdaga eina elstu hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum,“ segir Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga sem hefjast í kvöld. „Hátíðin er haldin á vegum Tónskáldafélags Íslands og við erum í samstarfi við stórar sambærilegar hátíðir í Evrópu og Bandaríkjunum.“ Í ár eru Myrkir músíkdagar að hluta til í samstarfi við Miðstöð sjónrænnar tónlistar sem heldur hátíðina Reykjavík Visual Music Festival á sama tíma, hvernig kom það til? „Þau leituðu eftir samstarfi sem við auðvitað tókum vel í. Það er þó rétt að undirstrika að þetta eru tvær sjálfstæðar hátíðir, en við höfum snertiflöt sem er viðburður sem verður í Hörpu í kvöld þar sem mætast tvö af okkar fremstu tónskáldum og tveir myndlistarmenn. Frumflutt verða tvö verk þar sem tónlist og myndlist tvinnast saman. Síðan verða þessar tvær hátíðir keyrðar samtímis þannig að þær fléttast að vissu leyti saman, þótt þetta sé eini sameiginlegi viðburðurinn. Þetta er í fyrsta sinn sem RVMF er haldin þannig að hér starfa saman ein elsta og yngsta tónlistarhátíð landsins.“ Pétur segir erfitt að gefa einhverja yfirlýsingu um hápunkta hátíðarinnar en þó séu opnunartónleikarnir alltaf sér á parti. „Þeir eru á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og eru óneitanlega alltaf stór viðburður. Við búum svo vel að fá þessa tónleika á silfurfati frá Sinfóníuhljómsveitinni á hverju ári alveg frá upphafi, sem er nokkuð sem margir kollegar okkar á erlendri grundu öfunda okkur af.“ Spurður um aðra hápunkta Myrkra músíkdaga í ár nefnir Pétur kanadíska strengjakvartettinn Bozzini, sem hann segir vera í fremstu röð flytjenda samtímatónlistar í heiminum, Saxófónkvartett Stokkhólms, sem halda mun tvenna tónleika þar af aðra fyrir börn, en annars segir hann dagskrána það fjölbreytta og glæsilega að það sé erfitt að tína einhverja tónleika út úr henni öðrum fremur. „Við höfum vanalega opnað hátíðina með tónleikum uppi í RÚV og þeir verið sendir út í beinni útsendingu, en í þetta sinn fluttust þeir yfir á föstudaginn. Það er mikill gjörningur hóps sem kallar sig SKARK Ensemble og samanstendur af ungu íslensku og þýsku tónlistarfólki sem verður fluttur í bílakjallara RÚV og sendur út beint.“ Hátíðin er að vanda helguð íslenskri nútímatónlist. „Megnið eru íslensk verk, eins og alltaf hefur verið, en nokkur vel valin erlend verk fljóta með,“ segir Pétur. „Orðspor hátíðarinnar berst æ víðar eins og sést vel á þeim mikla áhuga sem erlendir listamenn hafa á að koma hér fram og eins því að sífellt fleiri fjölmiðlar erlendis sjá ástæðu til að fjalla um hátíðina á sínum vettvangi. Í ár er því enn von á heimsóknum frá erlendu fjölmiðlafólki ásamt listrænum stjórnendum evrópskra og bandarískra tónlistarhátíða.“ Hátíðin hefst, eins og áður sagði með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld undir stjórn Daníels Bjarnasonar, en síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag og hægt er að kynna sér dagskrána í þaula á heimasíðu hátíðarinnar.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira