Fríar ferðir milli safna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 11:00 Bryndís Pjetursdóttir segir mörg söfn verða með dagskrá bæði fyrir börn og fullorðna á Safnanótt. mYND/Roman Gerasymenko Ljósmyndir og ljóðaslamm, skjalasýning og skuggalegur ratleikur eru meðal þeirra 160 viðburða sem á dagskrá eru á Safnanótt annað kvöld milli klukkan 19 og miðnættis í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Pjetursdóttir, markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, segir mikinn metnað hjá söfnunum að setja saman fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Erfitt er fyrir Bryndísi að velja einstaka viðburði, þó nefnir hún að Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi verði með sýninguna Dans á eftir sem fjallar um danshefð Íslendinga fram undir miðja síðustu öld. „Þar skapa Reynir Sigurðsson og félagar stríðsárastemningu,“ lofar hún. „Mörg söfn eru með dagskrá bæði fyrir fullorðna og börn, þar á meðal Þjóðminjasafnið, til dæmis verða þar lesnar álfasögur í Silfurhelli.“Húsafell Ásgríms nefnist sýning í Ásgrímssafni á Bergstaðastræti 74.Vísinda-Villi verður með fróðleik og léttar tilraunir í Bókasafni Seltjarnarness, kvöldvaka verður á baðstofuloftinu í Árbæ, í Norræna húsinu meðhöndlar Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndbandsmiðilinn eins og tónlist og breytir húsinu í eitt allsherjar listaverk. Á Gljúfrasteini leikur mosfellska hljómsveitin Kaleo og á Bókasafni Hafnarfjarðar verða dægurlög í sparibúningi. Þess má geta að í safninu er líka köngulóarkompa og þar eru einungis notuð vasaljós til að rata um. Söngfjelagið Góðir er með opna æfingu á íslenskum lögum í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg sem gestum býðst að taka þátt í og Kór Sjómannaskólans syngur vel valin lög á Sjóminjasafninu Víkinni.Bryndís tekur fram að Safnanæturstrætó gangi frítt milli safna þannig að fólk geti lagt bílunum og bendir líka á að dagskrá Safnanætur sé öll á vefnum. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ljósmyndir og ljóðaslamm, skjalasýning og skuggalegur ratleikur eru meðal þeirra 160 viðburða sem á dagskrá eru á Safnanótt annað kvöld milli klukkan 19 og miðnættis í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Pjetursdóttir, markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, segir mikinn metnað hjá söfnunum að setja saman fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Erfitt er fyrir Bryndísi að velja einstaka viðburði, þó nefnir hún að Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi verði með sýninguna Dans á eftir sem fjallar um danshefð Íslendinga fram undir miðja síðustu öld. „Þar skapa Reynir Sigurðsson og félagar stríðsárastemningu,“ lofar hún. „Mörg söfn eru með dagskrá bæði fyrir fullorðna og börn, þar á meðal Þjóðminjasafnið, til dæmis verða þar lesnar álfasögur í Silfurhelli.“Húsafell Ásgríms nefnist sýning í Ásgrímssafni á Bergstaðastræti 74.Vísinda-Villi verður með fróðleik og léttar tilraunir í Bókasafni Seltjarnarness, kvöldvaka verður á baðstofuloftinu í Árbæ, í Norræna húsinu meðhöndlar Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndbandsmiðilinn eins og tónlist og breytir húsinu í eitt allsherjar listaverk. Á Gljúfrasteini leikur mosfellska hljómsveitin Kaleo og á Bókasafni Hafnarfjarðar verða dægurlög í sparibúningi. Þess má geta að í safninu er líka köngulóarkompa og þar eru einungis notuð vasaljós til að rata um. Söngfjelagið Góðir er með opna æfingu á íslenskum lögum í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg sem gestum býðst að taka þátt í og Kór Sjómannaskólans syngur vel valin lög á Sjóminjasafninu Víkinni.Bryndís tekur fram að Safnanæturstrætó gangi frítt milli safna þannig að fólk geti lagt bílunum og bendir líka á að dagskrá Safnanætur sé öll á vefnum.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira