Fléttuböndin renna út eins og heitar lummur Marín Manda skrifar 7. febrúar 2014 14:30 Hulda Dögg Atladóttir hönnuður Um síðustu helgi mátti sjá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur skarta fallegu fléttuðu hárbandi þegar hún var kynnir á Söngvakeppni RÚV. Einnig báru þær Gréta Mjöll Samúelsdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir fléttubönd um kvöldið en þær eru konurnar á bakvið lagið Eftir eitt lag. „Það eru allir svo sætir með þetta að ég er rosalega glöð að sjá fólk með böndin,“ segir Hulda Dögg Atladóttir sem hannar fléttuböndin vinsælu ásamt Lindu Ósk Guðmundsdóttur. Þær reka verslunina Leynibúðina á Laugavegi og hanna föt og fylgihluti undir merkinu Deathflower. Þegar talið berst að nafninu svarar Hulda Dögg: „Við vorum með sitthvort merkið áður en við fórum í samstarf en skeyttum saman áherslur okkar. Linda Ósk var mikið að vinna með svarta liti og var á kafi í hauskúpum á meðan ég var upptekin af litum og blómum.“ Fléttuböndin eru gerð úr kjólavelúr. Þau eru teygjanleg og fást í fjölmörgum litum í Leynibúðinni en einnig í versluninni Kistu á Akureyri, Fantom í Hafnarfirði, Tivo á Selfossi og Kaupmanninum á Ísafirði.Fléttuböndin vöktu athygli um síðustu helgi þegar Ragnhildur Steinunn kynnir Söngvakeppninnar á RÚV bar slíkt á skjánum.Fléttuböndin koma í mörgum spennandi litasamsetningum. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Um síðustu helgi mátti sjá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur skarta fallegu fléttuðu hárbandi þegar hún var kynnir á Söngvakeppni RÚV. Einnig báru þær Gréta Mjöll Samúelsdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir fléttubönd um kvöldið en þær eru konurnar á bakvið lagið Eftir eitt lag. „Það eru allir svo sætir með þetta að ég er rosalega glöð að sjá fólk með böndin,“ segir Hulda Dögg Atladóttir sem hannar fléttuböndin vinsælu ásamt Lindu Ósk Guðmundsdóttur. Þær reka verslunina Leynibúðina á Laugavegi og hanna föt og fylgihluti undir merkinu Deathflower. Þegar talið berst að nafninu svarar Hulda Dögg: „Við vorum með sitthvort merkið áður en við fórum í samstarf en skeyttum saman áherslur okkar. Linda Ósk var mikið að vinna með svarta liti og var á kafi í hauskúpum á meðan ég var upptekin af litum og blómum.“ Fléttuböndin eru gerð úr kjólavelúr. Þau eru teygjanleg og fást í fjölmörgum litum í Leynibúðinni en einnig í versluninni Kistu á Akureyri, Fantom í Hafnarfirði, Tivo á Selfossi og Kaupmanninum á Ísafirði.Fléttuböndin vöktu athygli um síðustu helgi þegar Ragnhildur Steinunn kynnir Söngvakeppninnar á RÚV bar slíkt á skjánum.Fléttuböndin koma í mörgum spennandi litasamsetningum.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira