Helgarsúpan - Gegn flensu-súpa fræga Marín Manda skrifar 7. febrúar 2014 13:00 Guðrún Kristjánsdóttir Systurnar Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur reka Systrasamlagið á Seltjarnarnesinu og eru báðar ástríðufullar áhugamanneskjur um heilsumál. Samanlagt telur reynsla þeirra af heilsubransanum um 40 ár. Í sjö mánaða gömlu heilsuhofi sínu bjóða þær upp á allskyns góðgæti en það nýjasta eru súpur úr lífrænu hráefni. Hér bjóða þær upp á uppskrift að shiitake-sveppasúpu með goji-berjum. Það dugir ekki minna en einn góður pottur, svo má alltaf margfalda uppskriftina. Uppskrift 1 rauðlaukur 1 grænn chili 4 hvítlauksrif 5 cm engiferrót, smátt skorin 2 msk. ólfuolía 2 meðalstórar sætkartöflur 1 karfa shiitake-sveppir 2 handfyllir goji-ber 2 l grænmetissoð Salt og pipar Góða súpan gegn flensu. Aðferð Setjið laukinn, chili, hvítlauk og engifer í pott með ólífuolíu og hitið í u.þ.b. fimm mínútur. Blandið goji, sætum kartöflum og sveppum á pönnuna. Hrærið vel. Bætið við grænmetissoðinu. Sjóðið í 10 til 15 mínútur. Piprið, saltið og njótið! Súpur Uppskriftir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið
Systurnar Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur reka Systrasamlagið á Seltjarnarnesinu og eru báðar ástríðufullar áhugamanneskjur um heilsumál. Samanlagt telur reynsla þeirra af heilsubransanum um 40 ár. Í sjö mánaða gömlu heilsuhofi sínu bjóða þær upp á allskyns góðgæti en það nýjasta eru súpur úr lífrænu hráefni. Hér bjóða þær upp á uppskrift að shiitake-sveppasúpu með goji-berjum. Það dugir ekki minna en einn góður pottur, svo má alltaf margfalda uppskriftina. Uppskrift 1 rauðlaukur 1 grænn chili 4 hvítlauksrif 5 cm engiferrót, smátt skorin 2 msk. ólfuolía 2 meðalstórar sætkartöflur 1 karfa shiitake-sveppir 2 handfyllir goji-ber 2 l grænmetissoð Salt og pipar Góða súpan gegn flensu. Aðferð Setjið laukinn, chili, hvítlauk og engifer í pott með ólífuolíu og hitið í u.þ.b. fimm mínútur. Blandið goji, sætum kartöflum og sveppum á pönnuna. Hrærið vel. Bætið við grænmetissoðinu. Sjóðið í 10 til 15 mínútur. Piprið, saltið og njótið!
Súpur Uppskriftir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið