Konungarnir mætast á sviðinu í Hörpu Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. febrúar 2014 10:00 Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens koma fram saman á tónleikum í Hörpu. mynd/gassi „Þessi tónleikar eiga sér langa forsögu, það er búið að tala um að gera þetta í nokkur ár en það hefur aldrei gefist tími. Það er að gera þetta núna eða aldrei,“ segir Björgvin Halldórsson sem heldur í fyrsta skipti tónleika ásamt Bubba Morthens í Hörpu í apríl. Eins og alþjóð veit, er um að ræða líklega tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu. „Við Bubbi höfum þekkst mjög lengi og höfum sungið saman áður eins og á Jólagestunum í hittifyrra og á nýju dúettaplötunni minni. Ég hef einnig verið gestur í þættinum hans Bubba þannig að við þekkjumst vel,“ útskýrir Björgvin. Blaðamaður gat ekki annað en spurt hvort konungarnir tveir væru farnir að búa til nýja tónlist saman. „Það er ekki komið að því enn. Maður veit þó aldrei, það gæti vel verið að við kæmum með eitthvert nýtt efni,“ segir Björgvin. Þessir tveir mikilvirkustu og vinsælustu söngvarar landsins, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni, hvort heldur það eru dægurvísur, sveitasöngvar eða rokk og ról. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvor annars og flytja saman margar gersemar úr söngbókinni. „Þetta er ofsalega spennandi og ögrandi verkefni. Við ætlum ekkert að hafa þetta of stórt og mikið, frekar kósí og létt.“ Þeir félagar ætla að spjalla um ferilinn og segja góðar sögur á milli laga. Með þeim á sviðinu verður sérvalin hljómsveit en hana skipa Þórir Úlfarsson á hljómborð, Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Jón Elvar Hafsteinsson og Guðmundur Pétursson á gítar, Benedikt Brynleifsson á trommur og Eiður Arnarsson á bassa. Kynnir á tónleikunum verður einn vinsælasti grínisti landsins, Ari Eldjárn.Tónleikarnir fara fram laugardagurinn 5. apríl, í Eldborgarsalnum í Hörpu og hefjast klukkan 20.00. Miðasala hefst á þriðjudaginn á midi.is. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þessi tónleikar eiga sér langa forsögu, það er búið að tala um að gera þetta í nokkur ár en það hefur aldrei gefist tími. Það er að gera þetta núna eða aldrei,“ segir Björgvin Halldórsson sem heldur í fyrsta skipti tónleika ásamt Bubba Morthens í Hörpu í apríl. Eins og alþjóð veit, er um að ræða líklega tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu. „Við Bubbi höfum þekkst mjög lengi og höfum sungið saman áður eins og á Jólagestunum í hittifyrra og á nýju dúettaplötunni minni. Ég hef einnig verið gestur í þættinum hans Bubba þannig að við þekkjumst vel,“ útskýrir Björgvin. Blaðamaður gat ekki annað en spurt hvort konungarnir tveir væru farnir að búa til nýja tónlist saman. „Það er ekki komið að því enn. Maður veit þó aldrei, það gæti vel verið að við kæmum með eitthvert nýtt efni,“ segir Björgvin. Þessir tveir mikilvirkustu og vinsælustu söngvarar landsins, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni, hvort heldur það eru dægurvísur, sveitasöngvar eða rokk og ról. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvor annars og flytja saman margar gersemar úr söngbókinni. „Þetta er ofsalega spennandi og ögrandi verkefni. Við ætlum ekkert að hafa þetta of stórt og mikið, frekar kósí og létt.“ Þeir félagar ætla að spjalla um ferilinn og segja góðar sögur á milli laga. Með þeim á sviðinu verður sérvalin hljómsveit en hana skipa Þórir Úlfarsson á hljómborð, Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Jón Elvar Hafsteinsson og Guðmundur Pétursson á gítar, Benedikt Brynleifsson á trommur og Eiður Arnarsson á bassa. Kynnir á tónleikunum verður einn vinsælasti grínisti landsins, Ari Eldjárn.Tónleikarnir fara fram laugardagurinn 5. apríl, í Eldborgarsalnum í Hörpu og hefjast klukkan 20.00. Miðasala hefst á þriðjudaginn á midi.is.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“