Konungarnir mætast á sviðinu í Hörpu Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. febrúar 2014 10:00 Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens koma fram saman á tónleikum í Hörpu. mynd/gassi „Þessi tónleikar eiga sér langa forsögu, það er búið að tala um að gera þetta í nokkur ár en það hefur aldrei gefist tími. Það er að gera þetta núna eða aldrei,“ segir Björgvin Halldórsson sem heldur í fyrsta skipti tónleika ásamt Bubba Morthens í Hörpu í apríl. Eins og alþjóð veit, er um að ræða líklega tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu. „Við Bubbi höfum þekkst mjög lengi og höfum sungið saman áður eins og á Jólagestunum í hittifyrra og á nýju dúettaplötunni minni. Ég hef einnig verið gestur í þættinum hans Bubba þannig að við þekkjumst vel,“ útskýrir Björgvin. Blaðamaður gat ekki annað en spurt hvort konungarnir tveir væru farnir að búa til nýja tónlist saman. „Það er ekki komið að því enn. Maður veit þó aldrei, það gæti vel verið að við kæmum með eitthvert nýtt efni,“ segir Björgvin. Þessir tveir mikilvirkustu og vinsælustu söngvarar landsins, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni, hvort heldur það eru dægurvísur, sveitasöngvar eða rokk og ról. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvor annars og flytja saman margar gersemar úr söngbókinni. „Þetta er ofsalega spennandi og ögrandi verkefni. Við ætlum ekkert að hafa þetta of stórt og mikið, frekar kósí og létt.“ Þeir félagar ætla að spjalla um ferilinn og segja góðar sögur á milli laga. Með þeim á sviðinu verður sérvalin hljómsveit en hana skipa Þórir Úlfarsson á hljómborð, Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Jón Elvar Hafsteinsson og Guðmundur Pétursson á gítar, Benedikt Brynleifsson á trommur og Eiður Arnarsson á bassa. Kynnir á tónleikunum verður einn vinsælasti grínisti landsins, Ari Eldjárn.Tónleikarnir fara fram laugardagurinn 5. apríl, í Eldborgarsalnum í Hörpu og hefjast klukkan 20.00. Miðasala hefst á þriðjudaginn á midi.is. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þessi tónleikar eiga sér langa forsögu, það er búið að tala um að gera þetta í nokkur ár en það hefur aldrei gefist tími. Það er að gera þetta núna eða aldrei,“ segir Björgvin Halldórsson sem heldur í fyrsta skipti tónleika ásamt Bubba Morthens í Hörpu í apríl. Eins og alþjóð veit, er um að ræða líklega tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu. „Við Bubbi höfum þekkst mjög lengi og höfum sungið saman áður eins og á Jólagestunum í hittifyrra og á nýju dúettaplötunni minni. Ég hef einnig verið gestur í þættinum hans Bubba þannig að við þekkjumst vel,“ útskýrir Björgvin. Blaðamaður gat ekki annað en spurt hvort konungarnir tveir væru farnir að búa til nýja tónlist saman. „Það er ekki komið að því enn. Maður veit þó aldrei, það gæti vel verið að við kæmum með eitthvert nýtt efni,“ segir Björgvin. Þessir tveir mikilvirkustu og vinsælustu söngvarar landsins, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni, hvort heldur það eru dægurvísur, sveitasöngvar eða rokk og ról. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvor annars og flytja saman margar gersemar úr söngbókinni. „Þetta er ofsalega spennandi og ögrandi verkefni. Við ætlum ekkert að hafa þetta of stórt og mikið, frekar kósí og létt.“ Þeir félagar ætla að spjalla um ferilinn og segja góðar sögur á milli laga. Með þeim á sviðinu verður sérvalin hljómsveit en hana skipa Þórir Úlfarsson á hljómborð, Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Jón Elvar Hafsteinsson og Guðmundur Pétursson á gítar, Benedikt Brynleifsson á trommur og Eiður Arnarsson á bassa. Kynnir á tónleikunum verður einn vinsælasti grínisti landsins, Ari Eldjárn.Tónleikarnir fara fram laugardagurinn 5. apríl, í Eldborgarsalnum í Hörpu og hefjast klukkan 20.00. Miðasala hefst á þriðjudaginn á midi.is.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira