Hví ertu svona heimskur, Tyffi? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 11:00 Tyrfingur Tyrfingsson Vísir/Valli Ég átti voða eðlilega æsku í Kópavoginum nema hvað við fórum einu sinni á ári í heimsókn til ömmu Möllu sem bjó í Flórída og vorum þar í fjórar til sex vikur. Þar gekk maður inn í mjög sérstakt samfélag íslenskra kvenna og ég fór að hlusta á hvernig þær töluðu, þær áttu nefnilega sitt eigið tungumál og það fannst mér mjög áhugavert. Það var alltaf verið að skamma mig fyrir að segja eitthvað vitlaust en amma mátti bara bulla, sem mér fannst bæði skrítið og ósanngjarnt. Mamma benti mér þá á að ég gæti farið að skrifa sögur þar sem ég mætti skrifa allt sem mér dytti í hug á mínu eigin tungumáli og að það mætti aldrei skamma fólk fyrir það sem það skrifaði. Til að byrja með voru sögurnar dálítið bældar, en svo fór mér að finnast ég frjáls í þeim og þá fór eitthvert flæði í gang. Ég veit að þetta er klisjukennt, en svona var þetta bara.“ Amma Malla og vinkonur hennar í Flórída voru miklir áhrifavaldar í lífi Tyrfings, ekki bara hvað tungumálið varðar. „Þær voru ofboðslega hressar og kátar alltaf og mikið stuð í kringum þær. Stundum var djamm og þá laumaði ég mér fram og faldi mig undir borði til að hlusta. Þá uppgötvaði ég að þær áttu sér aðra hlið. Ekkert endilega sannari hlið, bara öðruvísi. Það var allt annað að heyra í þeim á kvöldin yfir glasi og sígó heldur en á daginn, ég uppgötvaði að allt fólk á sér fleiri en eitt andlit og við þessa upplifun breyttust sögurnar mínar, urðu dýpri og fjölbreyttari.“„Tyffi, why are you so stupid?“Hvernig þróuðust sögurnar síðan yfir í leikrit? „Ég veit það eiginlega ekki. Bíó heillaði mig aldrei og ekki tölvuleikir heldur, enda alveg viss um að internetið væri bóla þegar ég var þrettán ára. En mér fannst eitthvað heillandi við það að einhver gæti staðið fyrir framan þig og logið að þér og þú keyptir það af því þetta var leikrit. Leikararnir komust upp með að segja fokk jú við áhorfandann og öllum fannst það bara allt í lagi. Ég hafði líka alltaf verið að hlusta eftir því hvernig fólk talaði svo það lá beint við að fara að skrifa samtöl. Ég vona að þau leikrit sem ég skrifaði í grunnskóla finnist ekki einhvern tíma í einhverri skúffu, en ég varð samt fljótt býsna öruggur í þessu formi.“Þig langaði ekki að verða leikari og flytja textann sjálfur? „Nei, ég hafði engan áhuga á því. Í M.H. gekk ég ekki einu sinni í leikfélagið, fannst alltof mikil læti í kringum það. En við vorum nokkur sem fórum að gera tilraunir með gjörninga og ástæðan fyrir því að ég sótti um í Fræði og framkvæmd í Listaháskólanum var að ég ætlaði að verða gjörningalistamaður. Var á þeim forsendum í skólanum en var ekki að finna mig og ekkert viss um að ég ætti heima þarna alveg þangað til á síðasta ári. Þá fór ég í skiptinám til Tékklands og hitti alveg dásamlega konu sem var prófessorinn minn, hún Tanja. Hún var mjög hörð, ég grenjaði stundum undan henni, það var alveg sama hvað ég gerði, einu viðbrögðin sem ég fékk voru: „Tyffi, why are you so stupid?!“ Og hún meinti það bókstaflega, hún var að biðja mig að útskýra það hvers vegna ég væri svona heimskur. Það var eiginlega hún sem kom mér til að fara að skrifa aftur, hélt að það yrði kannski ekki eins heimskulegt og allt annað. Svo ég byrjaði að skrifa og bera undir hana það sem síðar varð lokaverkefnið mitt, Grande. Ég hafði hugsað mér að byrja svolítið létt og reyna að gera þetta fyndið en viðbrögðin hjá henni voru: „Tyffi, þykist þú vita hvað er fyndið?“ Neeeeii, kannski ekki. „Það er fyndið þegar einhver reynir að gera eitthvað og getur það ekki.“ Ég fór að hugsa um þessi orð og þau kveiktu svolítið í mér. Henni fannst reyndar ekkert varið í Grande en hún las Bláskjá um daginn og sagði: „Maybe this is not so stupid.“ Það er mesta hrós sem ég hef fengið.“„Starstruck“ yfir hjúkrunarfræðingum Tyrfingur fór í framhaldsnám í Goldsmiths-háskólann í London, en fann sig ekki þar, kom heim og hélt áfram að skrifa. Auk Grande, sem tilnefnt var til Grímuverðlauna sem besta leikrit ársins í fyrra, hefur verið sýnt eftir hann verkið Skúrinn á sléttunni og nú er hann orðinn staðarskáld Borgarleikhússins, aðeins 26 ára gamall. Hann segist þó enn þá ekki viss um að hann sé á réttri hillu og að hann fái alltaf annað slagið nánast óviðráðanlega löngun til að hætta í leikhúsinu og fara að læra hjúkrun. „Það gerist svona þrisvar á ári að ég ákveð að þetta sé búið, ég sé búinn að missa gáfuna og það sé best að hætta. Þá fer ég að skoða hvernig ég geti skráð mig í hjúkrunarnám, hringi nokkur símtöl og svona. Þetta tímabil stendur oftast í svona þrjár vikur og líður svo hjá en meðan á því stendur er ég alveg að meina þetta. Langar svo til að vera ógeðslega góður og hjálpa öllum eins og hjúkrunarfræðingarnir sem ég var að vinna með á geðdeildinni. Þær eru alveg ótrúlegar. Þær hafa það fallegasta lag á öðru fólki sem ég hef nokkurn tíma séð. Einu skiptin sem ég verð stjörnustjarfur (starstruck) eru ef ég mæti einhverri þeirra á götu. Ég ber endalausa virðingu fyrir þeim.“Öllum boðið inn í skápinn Tyrfingur er samkynhneigður, finnst honum það skipta máli í því sem hann er að skrifa? „Ég hef þá stefnu að hafa alltaf einn homma í verkunum mínum en að kynhneigðin sé aldrei aðalatriði. Það er svo mikið um það að þeir sem leika homma geri það að aðalatriði í túlkun sinni, en mér finnst það röng nálgun. Kynhneigð fólks er aldrei aðalatriði í því hvert það er. Þannig að ég passa upp á það að sú persóna sem er samkynhneigð í verkum mínum hafi allt önnur og stærri vandamál en kynhneigðina við að glíma. Það er ekki stór sigur en það er samt það minnsta sem ég get gert.“Meinarðu að það sé ekkert erfitt að vera samkynhneigður á Íslandi í dag, eru fordómarnir horfnir? „Fordómarnir eru í felum. Hér á sér stað það sem Þorvaldur Kristinsson kallar „siðmenntuð hatursorðræða“, fordómarnir eru ekki áberandi en það er voða stutt í þá. Því er til dæmis oft skellt saman að vera hommi og vera pervert, sem ég held reyndar að fólk geri oftast bara óvart og ómeðvitað, en það sýnir hvað það er grunnt á fordómunum. Ég held það stafi að sumu leyti af því hvað breytingin á viðhorfum var brött. Einn daginn voru hommar hreinn viðbjóður og réttlætanlegt að lemja þá en næsta dag voru þeir komnir í tísku og öllum átti að finnast þeir æðislegir. Á örfáum árum kringum aldamótin síðustu varð svakalega snögg umbylting sem ég held að geti ekki talist eðlileg. Enda sjáum við að það eru mjög fáir hommar í stórum áhrifastöðum, þeir eru samþykktir sem skemmtikraftar, þeir sem mega syngja jafnt í brúðkaupum sem jarðarförum, en miklu lengra nær umburðarlyndið nú ekki. Hommar falla átómatískt í einhvern hóp sem er í sviðsljósinu og allir mega hafa skoðun og áhuga á einkalífi þeirra. Það er eins og skápurinn sé opnaður en í stað þess að homminn komi út og blandist hópnum þá komi allir hinir inn í skápinn og skoði þar allt í krók og kring. Það finnst mér vera perversjón.“Svolítið leiðinlegur Bláskjár var tilbúinn áður en Tyrfingur varð staðarskáld Borgarleikhússins og nú vinnur hann að nýju verki sem hann segir vera hundrað prósent gamanleikrit. „Ég er nú ekki kominn langt, en þetta eru fleiri persónur en áður hjá mér og á að vera fyndið, sem ég vona að það verði. Mig langar að vinna það með myndlistarmönnum og að heimur verksins leki út fyrir sýninguna, en númer eitt, tvö og þrjú á þetta að vera gaman og skemmtilegt.“Ert þú skemmtilegur? „Nei, nefnilega ekki. Ég er í rauninni svolítið leiðinlegur, en ég geri mér grein fyrir því og reyni að vanda mig og vera fyndinn stundum svo ég missi ekki alla vini mína. Síðustu dagana fyrir frumsýningu er ég alveg óbærilega leiðinlegur, því það kemst ekkert annað að, en ég lofa því að ég skal vera svakalega skemmtilegur í næstu viku.“Hver er Tyrfingur Tyrfingsson?Foreldrar: María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, og Tyrfingur Tyrfingsson, matreiðslumaður og leiðsögumaður. Tvö yngri systkin, Einir og Svava.Nám: Hjallaskóli, Menntaskólinn við Hamrahlíð.; Listaháskóli Íslands; Fræði og framkvæmd og Goldsmiths-háskóli í London.Leikverk: Grande, Skúrinn á sléttunni, Bláskjár.Tilnefningar: Grande tilnefnt sem leikrit ársins á Grímunni 2013. Tyrfingur tilnefndur sem Sproti ársins fyrir ritun Grande.Titill: Staðarskáld Borgarleikhússins.Helstu áhrifavaldar: Amma Malla og Tanja.Draumur: Að verða hjúkrunarfræðingur.Næst á dagskrá: Að verða skemmtilegur.Tyrfingur um ...Kommentakerfi DV Ég elska kommentakerfið. Þetta er svo hinsegin hópur, hann situr bara og segir: „Mér finnst þú fáviti“, engin rök eða neitt, það eina sem skiptir máli er að taka þátt í „umræðunni“. Þetta er svolítið karnival og leikhús. Og þótt kommentin séu stundum viðbjóðsleg þá er það þetta algjöra frelsi til að segja hug sinn sem heillar mig. Eina sem mér finnst óhuggulegt er þetta fólk sem vill láta loka kommentakerfunum. Það er hættulegt. Krúttkynslóðina Krúttkynslóðin er náttúrulega alveg afleit. Þetta fólk er núna 35 til 40 ára og vill enn halda í þetta barnslega. Hún hefur engin völd og reynir ekki einu sinni að öðlast þau. Vill bara sitja og spila á gítar og syngja og allt á að vera í „gúdí fíling“ og gott. Mér finnst þetta óeðlilegt. Að sjá 39 ára ölvað krútt er bara óbærilegt. Skriftirnar Þetta er eitthvað sem ég þarf að gera. Maður verður að losna við hugmyndir því þær verða svo þráhyggjukenndar. En þetta er auðvitað geðveikt ástand, á tímabilum gæti maður labbað inn á hvaða stofnun sem er í geðbatteríinu og fengið innlögn alveg með það sama. Þetta gengur aðeins of nálægt mér, ég þarf að læra að tækla það. Tyrfing Tyrfingsson Ég er bara strákur úr Kópavoginum sem fór að skrifa sögur af því að mig langaði til að eiga mitt eigið tungumál og fá að stjórna einhverju í stjórnlausum heimi. Ef þú vilt vita eitthvað meira um mig verðurðu bara að hringja í vin eða spyrja salinn. Ég veit ekki meir. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég átti voða eðlilega æsku í Kópavoginum nema hvað við fórum einu sinni á ári í heimsókn til ömmu Möllu sem bjó í Flórída og vorum þar í fjórar til sex vikur. Þar gekk maður inn í mjög sérstakt samfélag íslenskra kvenna og ég fór að hlusta á hvernig þær töluðu, þær áttu nefnilega sitt eigið tungumál og það fannst mér mjög áhugavert. Það var alltaf verið að skamma mig fyrir að segja eitthvað vitlaust en amma mátti bara bulla, sem mér fannst bæði skrítið og ósanngjarnt. Mamma benti mér þá á að ég gæti farið að skrifa sögur þar sem ég mætti skrifa allt sem mér dytti í hug á mínu eigin tungumáli og að það mætti aldrei skamma fólk fyrir það sem það skrifaði. Til að byrja með voru sögurnar dálítið bældar, en svo fór mér að finnast ég frjáls í þeim og þá fór eitthvert flæði í gang. Ég veit að þetta er klisjukennt, en svona var þetta bara.“ Amma Malla og vinkonur hennar í Flórída voru miklir áhrifavaldar í lífi Tyrfings, ekki bara hvað tungumálið varðar. „Þær voru ofboðslega hressar og kátar alltaf og mikið stuð í kringum þær. Stundum var djamm og þá laumaði ég mér fram og faldi mig undir borði til að hlusta. Þá uppgötvaði ég að þær áttu sér aðra hlið. Ekkert endilega sannari hlið, bara öðruvísi. Það var allt annað að heyra í þeim á kvöldin yfir glasi og sígó heldur en á daginn, ég uppgötvaði að allt fólk á sér fleiri en eitt andlit og við þessa upplifun breyttust sögurnar mínar, urðu dýpri og fjölbreyttari.“„Tyffi, why are you so stupid?“Hvernig þróuðust sögurnar síðan yfir í leikrit? „Ég veit það eiginlega ekki. Bíó heillaði mig aldrei og ekki tölvuleikir heldur, enda alveg viss um að internetið væri bóla þegar ég var þrettán ára. En mér fannst eitthvað heillandi við það að einhver gæti staðið fyrir framan þig og logið að þér og þú keyptir það af því þetta var leikrit. Leikararnir komust upp með að segja fokk jú við áhorfandann og öllum fannst það bara allt í lagi. Ég hafði líka alltaf verið að hlusta eftir því hvernig fólk talaði svo það lá beint við að fara að skrifa samtöl. Ég vona að þau leikrit sem ég skrifaði í grunnskóla finnist ekki einhvern tíma í einhverri skúffu, en ég varð samt fljótt býsna öruggur í þessu formi.“Þig langaði ekki að verða leikari og flytja textann sjálfur? „Nei, ég hafði engan áhuga á því. Í M.H. gekk ég ekki einu sinni í leikfélagið, fannst alltof mikil læti í kringum það. En við vorum nokkur sem fórum að gera tilraunir með gjörninga og ástæðan fyrir því að ég sótti um í Fræði og framkvæmd í Listaháskólanum var að ég ætlaði að verða gjörningalistamaður. Var á þeim forsendum í skólanum en var ekki að finna mig og ekkert viss um að ég ætti heima þarna alveg þangað til á síðasta ári. Þá fór ég í skiptinám til Tékklands og hitti alveg dásamlega konu sem var prófessorinn minn, hún Tanja. Hún var mjög hörð, ég grenjaði stundum undan henni, það var alveg sama hvað ég gerði, einu viðbrögðin sem ég fékk voru: „Tyffi, why are you so stupid?!“ Og hún meinti það bókstaflega, hún var að biðja mig að útskýra það hvers vegna ég væri svona heimskur. Það var eiginlega hún sem kom mér til að fara að skrifa aftur, hélt að það yrði kannski ekki eins heimskulegt og allt annað. Svo ég byrjaði að skrifa og bera undir hana það sem síðar varð lokaverkefnið mitt, Grande. Ég hafði hugsað mér að byrja svolítið létt og reyna að gera þetta fyndið en viðbrögðin hjá henni voru: „Tyffi, þykist þú vita hvað er fyndið?“ Neeeeii, kannski ekki. „Það er fyndið þegar einhver reynir að gera eitthvað og getur það ekki.“ Ég fór að hugsa um þessi orð og þau kveiktu svolítið í mér. Henni fannst reyndar ekkert varið í Grande en hún las Bláskjá um daginn og sagði: „Maybe this is not so stupid.“ Það er mesta hrós sem ég hef fengið.“„Starstruck“ yfir hjúkrunarfræðingum Tyrfingur fór í framhaldsnám í Goldsmiths-háskólann í London, en fann sig ekki þar, kom heim og hélt áfram að skrifa. Auk Grande, sem tilnefnt var til Grímuverðlauna sem besta leikrit ársins í fyrra, hefur verið sýnt eftir hann verkið Skúrinn á sléttunni og nú er hann orðinn staðarskáld Borgarleikhússins, aðeins 26 ára gamall. Hann segist þó enn þá ekki viss um að hann sé á réttri hillu og að hann fái alltaf annað slagið nánast óviðráðanlega löngun til að hætta í leikhúsinu og fara að læra hjúkrun. „Það gerist svona þrisvar á ári að ég ákveð að þetta sé búið, ég sé búinn að missa gáfuna og það sé best að hætta. Þá fer ég að skoða hvernig ég geti skráð mig í hjúkrunarnám, hringi nokkur símtöl og svona. Þetta tímabil stendur oftast í svona þrjár vikur og líður svo hjá en meðan á því stendur er ég alveg að meina þetta. Langar svo til að vera ógeðslega góður og hjálpa öllum eins og hjúkrunarfræðingarnir sem ég var að vinna með á geðdeildinni. Þær eru alveg ótrúlegar. Þær hafa það fallegasta lag á öðru fólki sem ég hef nokkurn tíma séð. Einu skiptin sem ég verð stjörnustjarfur (starstruck) eru ef ég mæti einhverri þeirra á götu. Ég ber endalausa virðingu fyrir þeim.“Öllum boðið inn í skápinn Tyrfingur er samkynhneigður, finnst honum það skipta máli í því sem hann er að skrifa? „Ég hef þá stefnu að hafa alltaf einn homma í verkunum mínum en að kynhneigðin sé aldrei aðalatriði. Það er svo mikið um það að þeir sem leika homma geri það að aðalatriði í túlkun sinni, en mér finnst það röng nálgun. Kynhneigð fólks er aldrei aðalatriði í því hvert það er. Þannig að ég passa upp á það að sú persóna sem er samkynhneigð í verkum mínum hafi allt önnur og stærri vandamál en kynhneigðina við að glíma. Það er ekki stór sigur en það er samt það minnsta sem ég get gert.“Meinarðu að það sé ekkert erfitt að vera samkynhneigður á Íslandi í dag, eru fordómarnir horfnir? „Fordómarnir eru í felum. Hér á sér stað það sem Þorvaldur Kristinsson kallar „siðmenntuð hatursorðræða“, fordómarnir eru ekki áberandi en það er voða stutt í þá. Því er til dæmis oft skellt saman að vera hommi og vera pervert, sem ég held reyndar að fólk geri oftast bara óvart og ómeðvitað, en það sýnir hvað það er grunnt á fordómunum. Ég held það stafi að sumu leyti af því hvað breytingin á viðhorfum var brött. Einn daginn voru hommar hreinn viðbjóður og réttlætanlegt að lemja þá en næsta dag voru þeir komnir í tísku og öllum átti að finnast þeir æðislegir. Á örfáum árum kringum aldamótin síðustu varð svakalega snögg umbylting sem ég held að geti ekki talist eðlileg. Enda sjáum við að það eru mjög fáir hommar í stórum áhrifastöðum, þeir eru samþykktir sem skemmtikraftar, þeir sem mega syngja jafnt í brúðkaupum sem jarðarförum, en miklu lengra nær umburðarlyndið nú ekki. Hommar falla átómatískt í einhvern hóp sem er í sviðsljósinu og allir mega hafa skoðun og áhuga á einkalífi þeirra. Það er eins og skápurinn sé opnaður en í stað þess að homminn komi út og blandist hópnum þá komi allir hinir inn í skápinn og skoði þar allt í krók og kring. Það finnst mér vera perversjón.“Svolítið leiðinlegur Bláskjár var tilbúinn áður en Tyrfingur varð staðarskáld Borgarleikhússins og nú vinnur hann að nýju verki sem hann segir vera hundrað prósent gamanleikrit. „Ég er nú ekki kominn langt, en þetta eru fleiri persónur en áður hjá mér og á að vera fyndið, sem ég vona að það verði. Mig langar að vinna það með myndlistarmönnum og að heimur verksins leki út fyrir sýninguna, en númer eitt, tvö og þrjú á þetta að vera gaman og skemmtilegt.“Ert þú skemmtilegur? „Nei, nefnilega ekki. Ég er í rauninni svolítið leiðinlegur, en ég geri mér grein fyrir því og reyni að vanda mig og vera fyndinn stundum svo ég missi ekki alla vini mína. Síðustu dagana fyrir frumsýningu er ég alveg óbærilega leiðinlegur, því það kemst ekkert annað að, en ég lofa því að ég skal vera svakalega skemmtilegur í næstu viku.“Hver er Tyrfingur Tyrfingsson?Foreldrar: María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, og Tyrfingur Tyrfingsson, matreiðslumaður og leiðsögumaður. Tvö yngri systkin, Einir og Svava.Nám: Hjallaskóli, Menntaskólinn við Hamrahlíð.; Listaháskóli Íslands; Fræði og framkvæmd og Goldsmiths-háskóli í London.Leikverk: Grande, Skúrinn á sléttunni, Bláskjár.Tilnefningar: Grande tilnefnt sem leikrit ársins á Grímunni 2013. Tyrfingur tilnefndur sem Sproti ársins fyrir ritun Grande.Titill: Staðarskáld Borgarleikhússins.Helstu áhrifavaldar: Amma Malla og Tanja.Draumur: Að verða hjúkrunarfræðingur.Næst á dagskrá: Að verða skemmtilegur.Tyrfingur um ...Kommentakerfi DV Ég elska kommentakerfið. Þetta er svo hinsegin hópur, hann situr bara og segir: „Mér finnst þú fáviti“, engin rök eða neitt, það eina sem skiptir máli er að taka þátt í „umræðunni“. Þetta er svolítið karnival og leikhús. Og þótt kommentin séu stundum viðbjóðsleg þá er það þetta algjöra frelsi til að segja hug sinn sem heillar mig. Eina sem mér finnst óhuggulegt er þetta fólk sem vill láta loka kommentakerfunum. Það er hættulegt. Krúttkynslóðina Krúttkynslóðin er náttúrulega alveg afleit. Þetta fólk er núna 35 til 40 ára og vill enn halda í þetta barnslega. Hún hefur engin völd og reynir ekki einu sinni að öðlast þau. Vill bara sitja og spila á gítar og syngja og allt á að vera í „gúdí fíling“ og gott. Mér finnst þetta óeðlilegt. Að sjá 39 ára ölvað krútt er bara óbærilegt. Skriftirnar Þetta er eitthvað sem ég þarf að gera. Maður verður að losna við hugmyndir því þær verða svo þráhyggjukenndar. En þetta er auðvitað geðveikt ástand, á tímabilum gæti maður labbað inn á hvaða stofnun sem er í geðbatteríinu og fengið innlögn alveg með það sama. Þetta gengur aðeins of nálægt mér, ég þarf að læra að tækla það. Tyrfing Tyrfingsson Ég er bara strákur úr Kópavoginum sem fór að skrifa sögur af því að mig langaði til að eiga mitt eigið tungumál og fá að stjórna einhverju í stjórnlausum heimi. Ef þú vilt vita eitthvað meira um mig verðurðu bara að hringja í vin eða spyrja salinn. Ég veit ekki meir.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira