Lebowski bar með sigurdrykkinn 12. febrúar 2014 12:00 Það er alltaf gaman á Lebowski bar og á því verður engin undantekning um helgina þegar Reykjavík Cocktail Weekend-hátíðin verður haldin. vísir/Stefán Lebowski bar verður með í Reykjavík Cocktail Weekend og verða þar nokkrir kokteilar á tilboði. „Við verðum með fjóra kokteila á hlægilegu verði eða á þúsund krónur glasið,“ segir Helgi Tómas Sigurðarson, vaktstjóri á Lebowski bar. „Við verðum á léttu nótunum hér á Lebowski og bjóðum upp á þetta svakalega tilboð bæði á föstudag og laugardag frá klukkan átta.“Girnilegir kokteilar á tilboðiKokteilarnir verða hverjir öðrum betri að sögn Helga en þeir bera allir skemmtileg nöfn. „Fyrstan skal nefna kokteilinn Hoffman en hann er til minningar um leikarann Philip Seymour Hoffman sem lést á dögunum. Hoffman lék í myndinni Big Lebowski sem barinn er nefndur eftir þannig að hann átti stað í hjörtum okkar hér á Lebowski. Síðan er það Holy Moly sem er risastór, ferskur, bleikur drykkur. Það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér drykkinn er einmitt „hólímólí“, þaðan kemur nafnið. Svo er það drykkurinn Jesus en það var persóna í myndinni sem var kölluð Jesus. Fjórði kokteillinn er svo Darth Vader sem er ein aðalpersónan í Stjörnustríðsmyndunum en strákurinn sem bjó drykkinn til er mikill aðdáandi þeirra mynda. Sá drykkur er svartur enda með dassi af pepsí í. Við verðum einnig með einn óáfengan drykk en hann er mjög einfaldur hjá okkur, hann heitir Preggó og er stórt sódavatnsglas með sítrónu,“ segir Helgi.Hoffman sigurvegariHelgi segir Hoffman vera það góðan kokteil að ef Lebowski bar tæki þátt í barþjónakeppninni sem haldin verður í lok Reykjavík Cocktail Weekend yrði hann sigurvegari. „Við erum ekki faglærð hérna á Lebowski en ef við værum með myndum við taka titilinn. Hoffman er sigurvegari.“Þeir Haraldur og Helgi á Lebowski verða á léttu nótunum um helgina og ætla að bjóða upp á kokteilinn Hoffman.Myndir/stefánFlott tónlist og góður maturÁ Lebowski bar er hægt að fá sér að snæða til klukkan tíu á kvöldin alla daga. „Við erum með flottan matseðil og meðal annars tvo hamborgara sem allir verða að smakka, HoneybooBBQ og Steikarborgara. Hjá okkur er alltaf mikið stuð og á fimmtudögum er hér Movie-Quiz og þá er allt troðfullt. Við erum með tvær hæðir og efri hæðin er opnuð á miðnætti. Hún er hentug fyrir hópa og er gott að panta hana snemma þar sem hún er uppbókuð hverja helgi. Það er mikið að gera öll kvöld og viðskiptavinirnir eru á breiðu aldursbili. Við spilum líka fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem allir geta dansað við,“ segir Helgi.Darth VaderDarth Vader3 cl SouthernComfort Lime3 cl Smirnoff Green Apple1½ cl AmarettoDass lime-safi*Hrist*Fyllt upp með pepsiHoly MolyHoly Moly3 cl Baccardi Razz1½ cl Cointreau1½ cl Smirnoff Green Apple1½ cl Peach-líkjör1½ cl jarðarberjasíróp15 cl trönuberjasafi6 cl ananassafi2 lime-sneiðarDass eggjahvíta*Hrist*Hátt kokteilglasmeð kirsuberi á toppnum Lime á brúninaJesusJesus3 cl Smirnoff Green Apple3 cl Sourz grænn3 cl CuraÇao Blue½6 cl appelsínusafiFyllt upp með Red Bull Lime á brúninaHoffmanHoffman3 cl rjómi3 cl Kahlúa3 cl Kaniltá*Hrist*Hellt í viskíglasÞeyttur rjómi og kanill á toppnum Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengir TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Sjá meira
Lebowski bar verður með í Reykjavík Cocktail Weekend og verða þar nokkrir kokteilar á tilboði. „Við verðum með fjóra kokteila á hlægilegu verði eða á þúsund krónur glasið,“ segir Helgi Tómas Sigurðarson, vaktstjóri á Lebowski bar. „Við verðum á léttu nótunum hér á Lebowski og bjóðum upp á þetta svakalega tilboð bæði á föstudag og laugardag frá klukkan átta.“Girnilegir kokteilar á tilboðiKokteilarnir verða hverjir öðrum betri að sögn Helga en þeir bera allir skemmtileg nöfn. „Fyrstan skal nefna kokteilinn Hoffman en hann er til minningar um leikarann Philip Seymour Hoffman sem lést á dögunum. Hoffman lék í myndinni Big Lebowski sem barinn er nefndur eftir þannig að hann átti stað í hjörtum okkar hér á Lebowski. Síðan er það Holy Moly sem er risastór, ferskur, bleikur drykkur. Það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér drykkinn er einmitt „hólímólí“, þaðan kemur nafnið. Svo er það drykkurinn Jesus en það var persóna í myndinni sem var kölluð Jesus. Fjórði kokteillinn er svo Darth Vader sem er ein aðalpersónan í Stjörnustríðsmyndunum en strákurinn sem bjó drykkinn til er mikill aðdáandi þeirra mynda. Sá drykkur er svartur enda með dassi af pepsí í. Við verðum einnig með einn óáfengan drykk en hann er mjög einfaldur hjá okkur, hann heitir Preggó og er stórt sódavatnsglas með sítrónu,“ segir Helgi.Hoffman sigurvegariHelgi segir Hoffman vera það góðan kokteil að ef Lebowski bar tæki þátt í barþjónakeppninni sem haldin verður í lok Reykjavík Cocktail Weekend yrði hann sigurvegari. „Við erum ekki faglærð hérna á Lebowski en ef við værum með myndum við taka titilinn. Hoffman er sigurvegari.“Þeir Haraldur og Helgi á Lebowski verða á léttu nótunum um helgina og ætla að bjóða upp á kokteilinn Hoffman.Myndir/stefánFlott tónlist og góður maturÁ Lebowski bar er hægt að fá sér að snæða til klukkan tíu á kvöldin alla daga. „Við erum með flottan matseðil og meðal annars tvo hamborgara sem allir verða að smakka, HoneybooBBQ og Steikarborgara. Hjá okkur er alltaf mikið stuð og á fimmtudögum er hér Movie-Quiz og þá er allt troðfullt. Við erum með tvær hæðir og efri hæðin er opnuð á miðnætti. Hún er hentug fyrir hópa og er gott að panta hana snemma þar sem hún er uppbókuð hverja helgi. Það er mikið að gera öll kvöld og viðskiptavinirnir eru á breiðu aldursbili. Við spilum líka fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem allir geta dansað við,“ segir Helgi.Darth VaderDarth Vader3 cl SouthernComfort Lime3 cl Smirnoff Green Apple1½ cl AmarettoDass lime-safi*Hrist*Fyllt upp með pepsiHoly MolyHoly Moly3 cl Baccardi Razz1½ cl Cointreau1½ cl Smirnoff Green Apple1½ cl Peach-líkjör1½ cl jarðarberjasíróp15 cl trönuberjasafi6 cl ananassafi2 lime-sneiðarDass eggjahvíta*Hrist*Hátt kokteilglasmeð kirsuberi á toppnum Lime á brúninaJesusJesus3 cl Smirnoff Green Apple3 cl Sourz grænn3 cl CuraÇao Blue½6 cl appelsínusafiFyllt upp með Red Bull Lime á brúninaHoffmanHoffman3 cl rjómi3 cl Kahlúa3 cl Kaniltá*Hrist*Hellt í viskíglasÞeyttur rjómi og kanill á toppnum
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengir TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Sjá meira