Fer fremst á sviðið á skemmtiferðaskipi Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. febrúar 2014 09:00 Ragnar Zolberg kemur fram á útgáfutónleikum ásamt hljómsveit sinni, Sign í Austurbæ áður en hann heldur af stað í siglingu um Karíbahaf. F.v. Arnar Grétarsson, Ragnar Zolberg, Leo Margarit og Ragnar Ólafsson fréttablaðið/vilhelm „Þetta er geggjaður heiður en þetta er flókið efni og krefjandi,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Zolberg sem þarf að bregða sér í hlutverk aðalsöngvara og aðalgítarleikara sænsku rokkhljómsveitarinnar Pain of Salvation. Fyrir stuttu fékk Daniel Gildenlöw, söngvari sveitarinnar, lífshættulega streptókokkasýkingu-a og hefur legið á gjörgæslu síðan. Ragnar hefur þó verið að vinna með hljómsveitinni undanfarin misseri en aldrei sem aðalsöngvari. Sveitin var bókuð á rokktónlistarhátíðina Progressive Nation at Sea, sem fram fer á skemmtiferðaskipi, þegar Gildenlöw veiktist. „Þetta er tónlistarhátíð sem fram fer á stóru skemmtiferðarskipi og það siglir frá Miami til Bahamaeyja í fjögurra daga siglingu,“ útskýrir Ragnar. Það varð ljóst að Daniel mundi ekki geta farið í siglinguna en hann spurði þá Ragnar hvort hann gæti fyllt í skarðið fyrir sig. „Þetta er mjög óvenjuleg beiðni þar sem Daniel er aðallagahöfundurinn og frontmaður hljómsveitarinnar. Hann er líka álitinn vera einn af hæfileikaríkari tónlistarmönnum innan prog-rokkgeirans og er þetta því stórt skarð að fylla.“ Ragnar nær að taka eina æfingu sem aðalsöngvari sveitarinnar áður haldið verður út. Gildenlöw er þekktur fyrir að geta sungið fimm áttundir en það eru ekki margir sem ná því. „Ég næ háu nótunum en næ ekki alveg bassaröddunum. Þetta verður eitthvert mix, ég fæ kannski smá hjálp frá hinum strákunum,“ segir Ragnar léttur í lundu. Ragnar heldur út til Bandaríkjanna í næstu viku og hefur þar með ekki langan tíma til að læra öll lögin að fullu. Í þessari tónlistarsiglingu koma fram meðal annars Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar YES, Adrian Belew, sem unnið hefur með Frank Zappa, David Bowie og King Crimson, og eitt stærsta átrúnaðargoð Ragnars, Devin Townsend. Hljómsveit Ragnars, Sign, hefur undanfarna daga verið að æfa fyrir útgáfutónleika sveitarinnar sem fram fara í Austurbæ næstkomandi fimmtudag, til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fer miðasala fram á midi.is. Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er geggjaður heiður en þetta er flókið efni og krefjandi,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Zolberg sem þarf að bregða sér í hlutverk aðalsöngvara og aðalgítarleikara sænsku rokkhljómsveitarinnar Pain of Salvation. Fyrir stuttu fékk Daniel Gildenlöw, söngvari sveitarinnar, lífshættulega streptókokkasýkingu-a og hefur legið á gjörgæslu síðan. Ragnar hefur þó verið að vinna með hljómsveitinni undanfarin misseri en aldrei sem aðalsöngvari. Sveitin var bókuð á rokktónlistarhátíðina Progressive Nation at Sea, sem fram fer á skemmtiferðaskipi, þegar Gildenlöw veiktist. „Þetta er tónlistarhátíð sem fram fer á stóru skemmtiferðarskipi og það siglir frá Miami til Bahamaeyja í fjögurra daga siglingu,“ útskýrir Ragnar. Það varð ljóst að Daniel mundi ekki geta farið í siglinguna en hann spurði þá Ragnar hvort hann gæti fyllt í skarðið fyrir sig. „Þetta er mjög óvenjuleg beiðni þar sem Daniel er aðallagahöfundurinn og frontmaður hljómsveitarinnar. Hann er líka álitinn vera einn af hæfileikaríkari tónlistarmönnum innan prog-rokkgeirans og er þetta því stórt skarð að fylla.“ Ragnar nær að taka eina æfingu sem aðalsöngvari sveitarinnar áður haldið verður út. Gildenlöw er þekktur fyrir að geta sungið fimm áttundir en það eru ekki margir sem ná því. „Ég næ háu nótunum en næ ekki alveg bassaröddunum. Þetta verður eitthvert mix, ég fæ kannski smá hjálp frá hinum strákunum,“ segir Ragnar léttur í lundu. Ragnar heldur út til Bandaríkjanna í næstu viku og hefur þar með ekki langan tíma til að læra öll lögin að fullu. Í þessari tónlistarsiglingu koma fram meðal annars Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar YES, Adrian Belew, sem unnið hefur með Frank Zappa, David Bowie og King Crimson, og eitt stærsta átrúnaðargoð Ragnars, Devin Townsend. Hljómsveit Ragnars, Sign, hefur undanfarna daga verið að æfa fyrir útgáfutónleika sveitarinnar sem fram fara í Austurbæ næstkomandi fimmtudag, til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fer miðasala fram á midi.is.
Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira