Vettvangur sem á að auðvelda uppgötvun á Norrænni tónlist Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2014 09:30 Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdarstjóri Norræna útflutningsverkefnisins er ánægð með viðtökur spilunarlistans. mynd/Sóley Ástudóttir Þetta er fyrsta samnorræna tónlistarsíðan og hún kemur til með að hjálpa fólki að uppgötva norræna tónlist á auðveldari hátt,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri NOMEX eða Norræna útflutningsverkefnisins. Vefsíðan www.nordicplaylist.com, eða Norræni spilunarlistinn er nýr vettvangur sem ætlaður er til að auðvelda áhugasömum að uppgötva nýja norræna dægurtónlist. „Síðan gerir okkur líka kleift að kynna okkur betur hvað er að gerast í tónlistarsenunni á Norðulöndunum.“ Vefsíðan sem er ný og var opnuð í janúar, er enn í þróun. „Þetta gengur rosalega vel, það hafa yfir 30.000 manns heimsótt síðuna á fyrstu vikunum,“ segir Anna Hildur. Á Norræna spilunarslistanum er hægt að skoða lista sem norrænir tónlistarmenn hafa búið til. „Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Of Monsters and Men bjó til lista fyrir síðuna fyrir skömmu. Þá velja listamennirnir tvö listamenn eða hljómsveitir frá hverju Norðurlandi,“ útskýrir Anna Hildur. Norræni spilunarlistinn er einnig aðgengilegur á öðrum tónlistarveitum, líkt og á Spotify, Deezer og Wimp. Verkefnið er hluti af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014.Norðurlönd í fókus, sem er verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og útvarpsstöðin X-ið standa fyrir kynningarfundi á Norræna spilunarlistanum, sem fram fer í Norræna húsinu í dag klukkan 12.00.Francine Gorman, verkefnastjóri Norræna spilunarlistans, kynnir verkefnið og spilað verður brot af tónlistinni á listanum. Pallborðsumræður fara fram í kjölfarið þar sem rætt verður um vægi spilunarlista í kynningu og miðlun á tónlist og horft á hvaða gildi Norræni spilunarlistinn hefur fyrir aukið kynningarsamstarf, bæði innan Norðurlandanna og um heim allan. Í pallborðsumræðum taka til máls Francine Gorman, ritstjóri Norræna spilunarlistans, Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN – Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík og Katrína Mogensen, söngkona hljómsveitarinnar Mammút. Um fundarstjórn sér Frosti Logason, útvarpsmaður á X-inu. Sónar Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Þetta er fyrsta samnorræna tónlistarsíðan og hún kemur til með að hjálpa fólki að uppgötva norræna tónlist á auðveldari hátt,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri NOMEX eða Norræna útflutningsverkefnisins. Vefsíðan www.nordicplaylist.com, eða Norræni spilunarlistinn er nýr vettvangur sem ætlaður er til að auðvelda áhugasömum að uppgötva nýja norræna dægurtónlist. „Síðan gerir okkur líka kleift að kynna okkur betur hvað er að gerast í tónlistarsenunni á Norðulöndunum.“ Vefsíðan sem er ný og var opnuð í janúar, er enn í þróun. „Þetta gengur rosalega vel, það hafa yfir 30.000 manns heimsótt síðuna á fyrstu vikunum,“ segir Anna Hildur. Á Norræna spilunarslistanum er hægt að skoða lista sem norrænir tónlistarmenn hafa búið til. „Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Of Monsters and Men bjó til lista fyrir síðuna fyrir skömmu. Þá velja listamennirnir tvö listamenn eða hljómsveitir frá hverju Norðurlandi,“ útskýrir Anna Hildur. Norræni spilunarlistinn er einnig aðgengilegur á öðrum tónlistarveitum, líkt og á Spotify, Deezer og Wimp. Verkefnið er hluti af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014.Norðurlönd í fókus, sem er verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og útvarpsstöðin X-ið standa fyrir kynningarfundi á Norræna spilunarlistanum, sem fram fer í Norræna húsinu í dag klukkan 12.00.Francine Gorman, verkefnastjóri Norræna spilunarlistans, kynnir verkefnið og spilað verður brot af tónlistinni á listanum. Pallborðsumræður fara fram í kjölfarið þar sem rætt verður um vægi spilunarlista í kynningu og miðlun á tónlist og horft á hvaða gildi Norræni spilunarlistinn hefur fyrir aukið kynningarsamstarf, bæði innan Norðurlandanna og um heim allan. Í pallborðsumræðum taka til máls Francine Gorman, ritstjóri Norræna spilunarlistans, Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN – Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík og Katrína Mogensen, söngkona hljómsveitarinnar Mammút. Um fundarstjórn sér Frosti Logason, útvarpsmaður á X-inu.
Sónar Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira