Fjölskyldan saman á útgáfutónleikunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. febrúar 2014 09:30 Rúnar Þórisson ásamt dætrum sínum tveimur Lára og Margréti, Arnari Þór Gíslasyni, Guðna Finnssyni og Birki Rafni Gíslasyni. Þau koma fram á tónleikum í kvöld. mynd/Kristín Pétursdóttir „Fjölskyldan mín leikur með mér á tónleikunum, dætur mínar tvær syngja og spila á hljómborð og píanó, svo verða þær líka með mennina sína með sér þannig að þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson en hann heldur upp á útgáfu þriðju sólóplötu sinnar í kvöld í Iðnó. Það má með sanni segja að um músíkalska fjölskyldu sé að ræða en dætur Rúnars, þær Lára og Margrét radda og syngja hvor sitt lagið á plötunni og koma þær fram með föður sínum á tónleikunum. Báðar eru þær velkunnar og virkar í tónlistarbransanum og hafa komið fram með ýmsum hljómsveitum. Sambýlismenn og eiginmenn þeirra, þeir Arnar Þór Gíslason trommuleikari og Birkir Rafn Gíslason gítarleikari koma einnig fram á tónleikunum. Guðni Finnsson sem er í raun fóstbróðir Arnars Þórs leikur á bassa. „Já, það mætti alveg segja að Guðni sé fóstbróðir Arnars þar sem þeir eru saman í nánast öllu og þekkja vel hvor annan. Á plötunni eru einnig blásarar, strengir og kvennakór í nokkrum lögum en ég ætla bara að halda mig við fjölskylduna og hafa þetta frekar fjölskylduvænt og um leið rokkað,“ segir Rúnar um tónleikana. Á plötunni Sérhver vá má heyra glitta í gítarhljóm sem minnir óneitanlega á hljóm sem heyrðist þegar hljómsveitinni Grafík er ljáð eyra en Rúnar var og er einmitt gítarleikari þeirrar sveitar eins og flestir vita. Grafík kom saman árið 2011 á Aldrei fór ég suður og gefin var út heimildarmynd um hljómsveitina það ár, „ætli það sé ekki skýringin á því að gamli gítarhljómurinn komi fram á plötunni.“ Rúnar byrjaði einmitt að vinna í nýju plötunni það sama ár. Rúnar hefur nú gefið út þrjár sólóplötur og segist hafa á fyrri sólóplötum leitað annarra leiða hvað varða spilastílinn en einkenndi Grafík en hann hafi á nýju plötunni opnað fyrir allt. Söngur Rúnars heyrist vel á nýju plötunni. „Þetta er fyrsta sólóplatan sem ég syng inn á aðalsöng. Ég kann vel við mig við míkrófóninn, maður fær mikla útrás í söngnum, sérstaklega þegar maður semur textana,“ útskýrir Rúnar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann syngur aðalsöng því hann söng nokkur lög á fyrstu tveimur plötum Grafíkur á árum áður. Fyrir utan að semja öll lögin á plötunni samdi Rúnar alla textana. „Textarnir skipta mig miklu máli og eru flestir persónulegar hugleiðingar um lífið og tilveruna.“ Platan er tileinkuð konu Rúnars, Örnu Vignisdóttur. Tónleikarnir fara fram í Iðnó í kvöld og hefjast klukkan 20.30. Miðasala fer fram á midi.is og í Iðnó á milli kl 11.00-16.00 í dag og við innganginn fyrir tónleika. Tónlist Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Fjölskyldan mín leikur með mér á tónleikunum, dætur mínar tvær syngja og spila á hljómborð og píanó, svo verða þær líka með mennina sína með sér þannig að þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson en hann heldur upp á útgáfu þriðju sólóplötu sinnar í kvöld í Iðnó. Það má með sanni segja að um músíkalska fjölskyldu sé að ræða en dætur Rúnars, þær Lára og Margrét radda og syngja hvor sitt lagið á plötunni og koma þær fram með föður sínum á tónleikunum. Báðar eru þær velkunnar og virkar í tónlistarbransanum og hafa komið fram með ýmsum hljómsveitum. Sambýlismenn og eiginmenn þeirra, þeir Arnar Þór Gíslason trommuleikari og Birkir Rafn Gíslason gítarleikari koma einnig fram á tónleikunum. Guðni Finnsson sem er í raun fóstbróðir Arnars Þórs leikur á bassa. „Já, það mætti alveg segja að Guðni sé fóstbróðir Arnars þar sem þeir eru saman í nánast öllu og þekkja vel hvor annan. Á plötunni eru einnig blásarar, strengir og kvennakór í nokkrum lögum en ég ætla bara að halda mig við fjölskylduna og hafa þetta frekar fjölskylduvænt og um leið rokkað,“ segir Rúnar um tónleikana. Á plötunni Sérhver vá má heyra glitta í gítarhljóm sem minnir óneitanlega á hljóm sem heyrðist þegar hljómsveitinni Grafík er ljáð eyra en Rúnar var og er einmitt gítarleikari þeirrar sveitar eins og flestir vita. Grafík kom saman árið 2011 á Aldrei fór ég suður og gefin var út heimildarmynd um hljómsveitina það ár, „ætli það sé ekki skýringin á því að gamli gítarhljómurinn komi fram á plötunni.“ Rúnar byrjaði einmitt að vinna í nýju plötunni það sama ár. Rúnar hefur nú gefið út þrjár sólóplötur og segist hafa á fyrri sólóplötum leitað annarra leiða hvað varða spilastílinn en einkenndi Grafík en hann hafi á nýju plötunni opnað fyrir allt. Söngur Rúnars heyrist vel á nýju plötunni. „Þetta er fyrsta sólóplatan sem ég syng inn á aðalsöng. Ég kann vel við mig við míkrófóninn, maður fær mikla útrás í söngnum, sérstaklega þegar maður semur textana,“ útskýrir Rúnar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann syngur aðalsöng því hann söng nokkur lög á fyrstu tveimur plötum Grafíkur á árum áður. Fyrir utan að semja öll lögin á plötunni samdi Rúnar alla textana. „Textarnir skipta mig miklu máli og eru flestir persónulegar hugleiðingar um lífið og tilveruna.“ Platan er tileinkuð konu Rúnars, Örnu Vignisdóttur. Tónleikarnir fara fram í Iðnó í kvöld og hefjast klukkan 20.30. Miðasala fer fram á midi.is og í Iðnó á milli kl 11.00-16.00 í dag og við innganginn fyrir tónleika.
Tónlist Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira