Talað við ókunnuga Atli Fannar Bjarkason skrifar 6. mars 2014 06:00 Átta af hverjum tíu Íslendingum eru á Facebook. Þrátt fyrir þetta ótrúlega hlutfall erum við eftirbátar margra þjóða þegar kemur að því að nýta samskiptamiðlana til fulls. Facebook hefur fjölmarga samfélagslega kosti en sem tól til að tengja saman ólíka hópa og skoðanir er það glatað. Vinir og kunningjar eiga samskipti á Facebook, sem síar út þá sem þú átt í litlum samskiptum við. Ef þú lækar status hjá vini þínum eykurðu líkurnar á því að þú sjáir næsta status frá honum. Þannig gerist það smátt og smátt að veggurinn þinn fyllist af fólki sem þú átt samleið með. Umræðan lokast því inni í ákveðnum hópum og sleppur ekki út nema í undantekningartilfellum. Hvað getum við gert í þessu? Við byrjum að nota Twitter. Twitter er eins og frjálslynd útgáfa af Facebook — umræða án hindrana í formi vinabeiðna og einkalífsstillinga. Twitter flokkar umræðuna í kassamerki (e. hashtags) og virkar best þegar sérstakir viðburðir eru í gangi. Fótboltaáhugamenn (#fotbolti) voru fyrstu íslensku landnemarnir á Twitter en í dag er hópurinn sem notar samfélagsmiðilinn mjög fjölbreyttur og sístækkandi. Gísli Marteinn (#sunnudagur) og Mikael Torfason (#minskodun) nýta sér til dæmis Twitter til að víkka út umræðuþætti sína á netið með frábærum árangri, Eurovision verður helmingi skemmtilegra (#12stig), eins og Óskarsverðlaunin (#óskarinn) og 25 ára afmæli bjórsins á Íslandi (#bjór25) varð allt í einu persónulegt þegar Íslendingar lýstu fyrstu kynnum sínum af þeim görótta drykk í 140 slögum. Twitter-byltingin er hafin og fjölmiðlar þurfa að vera vakandi með því að birta kassamerki með beinum útsendingum. Viðw sjáum nefnilega reglulega glötuð tækifæri til að færa umræðuna á annað stig. Fyrstu oddvitakappræðurnar í Reykjavík fóru fram á Stöð 2 á mánudag en kassamerkið í horninu var fjarverandi. Umræðan var því lítil. Kastljós gerði sömu mistök þegar forsætisráðherra settist í rafmagnsstólinn hjá Helga Seljan á þriðjudagskvöld. Börnum er sagt að tala ekki við ókunnuga en þegar maður verður fullorðinn er það skemmtilegt, gefandi og nauðsynlegt til að víkka sjóndeildarhringinn. Gerum meira af því. Sjáumst á Twitter (@atlifannar). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Átta af hverjum tíu Íslendingum eru á Facebook. Þrátt fyrir þetta ótrúlega hlutfall erum við eftirbátar margra þjóða þegar kemur að því að nýta samskiptamiðlana til fulls. Facebook hefur fjölmarga samfélagslega kosti en sem tól til að tengja saman ólíka hópa og skoðanir er það glatað. Vinir og kunningjar eiga samskipti á Facebook, sem síar út þá sem þú átt í litlum samskiptum við. Ef þú lækar status hjá vini þínum eykurðu líkurnar á því að þú sjáir næsta status frá honum. Þannig gerist það smátt og smátt að veggurinn þinn fyllist af fólki sem þú átt samleið með. Umræðan lokast því inni í ákveðnum hópum og sleppur ekki út nema í undantekningartilfellum. Hvað getum við gert í þessu? Við byrjum að nota Twitter. Twitter er eins og frjálslynd útgáfa af Facebook — umræða án hindrana í formi vinabeiðna og einkalífsstillinga. Twitter flokkar umræðuna í kassamerki (e. hashtags) og virkar best þegar sérstakir viðburðir eru í gangi. Fótboltaáhugamenn (#fotbolti) voru fyrstu íslensku landnemarnir á Twitter en í dag er hópurinn sem notar samfélagsmiðilinn mjög fjölbreyttur og sístækkandi. Gísli Marteinn (#sunnudagur) og Mikael Torfason (#minskodun) nýta sér til dæmis Twitter til að víkka út umræðuþætti sína á netið með frábærum árangri, Eurovision verður helmingi skemmtilegra (#12stig), eins og Óskarsverðlaunin (#óskarinn) og 25 ára afmæli bjórsins á Íslandi (#bjór25) varð allt í einu persónulegt þegar Íslendingar lýstu fyrstu kynnum sínum af þeim görótta drykk í 140 slögum. Twitter-byltingin er hafin og fjölmiðlar þurfa að vera vakandi með því að birta kassamerki með beinum útsendingum. Viðw sjáum nefnilega reglulega glötuð tækifæri til að færa umræðuna á annað stig. Fyrstu oddvitakappræðurnar í Reykjavík fóru fram á Stöð 2 á mánudag en kassamerkið í horninu var fjarverandi. Umræðan var því lítil. Kastljós gerði sömu mistök þegar forsætisráðherra settist í rafmagnsstólinn hjá Helga Seljan á þriðjudagskvöld. Börnum er sagt að tala ekki við ókunnuga en þegar maður verður fullorðinn er það skemmtilegt, gefandi og nauðsynlegt til að víkka sjóndeildarhringinn. Gerum meira af því. Sjáumst á Twitter (@atlifannar).
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun