Með ólík verk á Ufsiloni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2014 11:00 "Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast,“ segir Ragnheiður Maísól. Fréttablaðið/GVA „Ég er með nokkrar ljósmyndir sem ég tók þegar ég var að sitja yfir á Feneyjatvíæringnum. Ekki samt af listaverkum á tvíæringnum sjálfum heldur af stólum sem voru í kring um mig dags daglega. Þeir breyttu um svip eftir sjávarföllum, veðri og sólarstöðu,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, ein sexmenninganna sem sýna um þessar mundir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hin eru Emma Heiðarsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Rún Benediktsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir. Sýningin nefnist Ufsilon og á henni eru svo ólík verk sem teikningar af öpum, vídeóverk af skóm og sjálfsmynd einnar listakonunnar sem breytist eftir því sem líður á sýninguna. Ein listakonan vinnur með eigin myndir og fundnar og breytir þeim með lýsingu en eini strákurinn er talsvert karllægari. „Magnús er með valdainnsetningu sem er fókuseruð kringum byssu, eins og í góðri uppskrift að kynhlutverkinu,“ segir Ragnheiður Maísól hlæjandi. Hún segir verkin á sýningunni ekki unnin út frá neinu þema. „Það eina sem við eigum öll sameiginlegt er að við útskrifuðumst vorið 2013 úr Listaháskólanum og erum að stíga okkar fyrstu skref úti í hinum stóra heimi utan skólans,“ segir hún. Spurð hvort hún sé í fullri vinnu í listinni, svarar Ragnheiður Maísól: „Nei, ekki ennþá. Ég er að vinna í félagsmiðstöð og er líka í Sirkus Íslands en samt eyði ég mestum tíma í myndlistina. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Sýningin stendur til 24. mars og verður opin alla virka daga milli klukkan 10 og 16. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er með nokkrar ljósmyndir sem ég tók þegar ég var að sitja yfir á Feneyjatvíæringnum. Ekki samt af listaverkum á tvíæringnum sjálfum heldur af stólum sem voru í kring um mig dags daglega. Þeir breyttu um svip eftir sjávarföllum, veðri og sólarstöðu,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, ein sexmenninganna sem sýna um þessar mundir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hin eru Emma Heiðarsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Rún Benediktsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir. Sýningin nefnist Ufsilon og á henni eru svo ólík verk sem teikningar af öpum, vídeóverk af skóm og sjálfsmynd einnar listakonunnar sem breytist eftir því sem líður á sýninguna. Ein listakonan vinnur með eigin myndir og fundnar og breytir þeim með lýsingu en eini strákurinn er talsvert karllægari. „Magnús er með valdainnsetningu sem er fókuseruð kringum byssu, eins og í góðri uppskrift að kynhlutverkinu,“ segir Ragnheiður Maísól hlæjandi. Hún segir verkin á sýningunni ekki unnin út frá neinu þema. „Það eina sem við eigum öll sameiginlegt er að við útskrifuðumst vorið 2013 úr Listaháskólanum og erum að stíga okkar fyrstu skref úti í hinum stóra heimi utan skólans,“ segir hún. Spurð hvort hún sé í fullri vinnu í listinni, svarar Ragnheiður Maísól: „Nei, ekki ennþá. Ég er að vinna í félagsmiðstöð og er líka í Sirkus Íslands en samt eyði ég mestum tíma í myndlistina. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Sýningin stendur til 24. mars og verður opin alla virka daga milli klukkan 10 og 16.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira