Þættirnir hlutu mikið lof gagnrýnenda og þóttu þeir tækla líðandi stundu afskaplega vel þegar kom að ýmsum málefnum tengdum kynlífi og vináttu.
Tískan spilaði hins vegar ekki minna hlutverk í seríunni og eru þeir óteljandi búningarnir sem Sarah Jessica klæddist við tökur. Hún var í klæðnaði frá merkjum frá öllum frægustu hönnuðum heims og komst upp með ýmislegt sem enginn annar gæti leyft sér.







