Klæða sig í takt við tíðarandann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 13:00 Kvennakór Kópavogs kann að bregða á leik bæði á sviðinu og utan þess. Söngkonurnar í Kvennakór Kópavogs halda tvenna tónleika í Hörpu á laugardaginn í takt við hækkandi sól. Þá fyrri klukkan 16 og þá síðari klukkan 20. Þar syngja þær gamlar og góðar dægurperlur enda hafa þær skírt dagskrána Perlur og pilsaþytur. Efnisskrá tónleikanna spannar tímabilið frá kreppuárum og vel fram yfir seinna stríð. Þar eru lög eins og Papermoon, Dream a little dream og Sugartime og einnig verður syrpa með lögum frá sjöunda áratug síðustu aldar. Kórkonur ætla að klæðast samkvæmt tíðaranda efnisskrárinnar og hárgreiðslan verður í stíl. Það verður því líf í tuskunum og sjónarspil í Kaldalóni ásamt ljúfum tónum. Stjórnandi kvennakórs Kópavogs er Gróa Hreinsdóttir og undirleikarar á tónleikunum nú eru Árni Heiðar Karlsson á píanó og Birgir Bragason á bassa. Kvennakór Kópavogs er á 12. starfsári sínu. Hann hefur tekið virkan þátt í menningarlífi Kópavogs og ber þar hæst að undanfarin fimm ár hefur hann stutt mæðrastyrksnefndina þar bæði með fatasöfnun og tónleikahaldi. Hjá kórnum hefur líka skapast sú hefð að syngja á aðventumarkaði Ljóssins, endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Í maí mun kórinn fjölmenna á landsmót kvennakóra sem verður haldið á Akureyri í ár. Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Söngkonurnar í Kvennakór Kópavogs halda tvenna tónleika í Hörpu á laugardaginn í takt við hækkandi sól. Þá fyrri klukkan 16 og þá síðari klukkan 20. Þar syngja þær gamlar og góðar dægurperlur enda hafa þær skírt dagskrána Perlur og pilsaþytur. Efnisskrá tónleikanna spannar tímabilið frá kreppuárum og vel fram yfir seinna stríð. Þar eru lög eins og Papermoon, Dream a little dream og Sugartime og einnig verður syrpa með lögum frá sjöunda áratug síðustu aldar. Kórkonur ætla að klæðast samkvæmt tíðaranda efnisskrárinnar og hárgreiðslan verður í stíl. Það verður því líf í tuskunum og sjónarspil í Kaldalóni ásamt ljúfum tónum. Stjórnandi kvennakórs Kópavogs er Gróa Hreinsdóttir og undirleikarar á tónleikunum nú eru Árni Heiðar Karlsson á píanó og Birgir Bragason á bassa. Kvennakór Kópavogs er á 12. starfsári sínu. Hann hefur tekið virkan þátt í menningarlífi Kópavogs og ber þar hæst að undanfarin fimm ár hefur hann stutt mæðrastyrksnefndina þar bæði með fatasöfnun og tónleikahaldi. Hjá kórnum hefur líka skapast sú hefð að syngja á aðventumarkaði Ljóssins, endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Í maí mun kórinn fjölmenna á landsmót kvennakóra sem verður haldið á Akureyri í ár.
Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira