Hjaltalín snýr aftur Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. mars 2014 15:30 Sigríður Thorlacius söngkona Hjaltalín hlaut titilinn söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Mynd/Florian „Þetta var töluverður hringur og það gekk rosalega vel,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, en sveitin lauk fyrir skömmu tónleikaferðalagi um Evrópu. Sveitin spilaði á by:Larm í Noregi, á fjórum stöðum í Þýskalandi, Lúxemborg, Brussel og Amsterdam. „Við vorum úti í tíu daga og vorum einnig viðstödd Norrænu tónlistarverðlaunin,“ bætir Sigríður við en hún var valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. Þetta er fyrsta stóra tónleikaferðalagið sem sveitin fer í um þrjú ár en hún hefur þó farið út undanfarið í styttri ferðir. Hún er þessa dagana eina stelpan í sveitinni því Rebekka Björnsdóttir fagottleikari hefur lítið komið fram með sveitinni síðan platan Enter 4 kom út en hún er búsett í New York. „Ég fagna því alltaf þegar ég hitti stelpur á tónleikaferðalögum. Ég þyrfti eiginlega að fara að nálgast fótboltaspjöld og flautu til að hafa hemil á piltunum. Þetta eru góðir og gáfaðir menn og gæti því verið verra,“ segir Sigríður létt í lund.Högni Egilsson kraftmikill á sviðinu.mynd/florianHjaltalín hefur látið lítið á sér bera að undanförnu en meðlimir sveitarinnar eru orðnir þyrstir í að búa til tónlist saman. „Við erum öll þyrst í að gera meira og erum að byrja að vinna að nýju efni. Það gerði okkur gott að bakka aðeins.“ Fram undan eru stærstu tónleikar sem sveitin hefur haldið hér á landi. „Við verðum með tónleika 16. apríl í Eldborg. Þetta verða stærstu tónleikar sem við höfum haldið og við hlökkum mikið til,“ segir Sigríður og bætir við að talsverðar líkur séu á að nýtt efni verði flutt á tónleikunum. Aðaláhersla tónleikanna verður á efni plötunnar Enter 4 sem hlotið hefur fádæma góðar viðtökur en þó verður farið yfir feril sveitarinnar.Guðmundur Óskar og Högni prúðbúnir á góðri stundur.mynd/einkasafn„Við förum aftur út í maí og svo erum við eitthvað að spila í sumar, hér heima og úti,“ segir Sigríður spurð út í frekara tónleikahald. Nýjasta smáskífulag Hjaltalín, Letter To, er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins en nú er myndband við lagið í vinnslu. Talið er að myndbandið, sem unnið er af Magnúsi Leifssyni verði frumflutt á næstunni. Miðasala á tónleika Hjaltalín í Eldborg fer fram á Midi.is. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta var töluverður hringur og það gekk rosalega vel,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, en sveitin lauk fyrir skömmu tónleikaferðalagi um Evrópu. Sveitin spilaði á by:Larm í Noregi, á fjórum stöðum í Þýskalandi, Lúxemborg, Brussel og Amsterdam. „Við vorum úti í tíu daga og vorum einnig viðstödd Norrænu tónlistarverðlaunin,“ bætir Sigríður við en hún var valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. Þetta er fyrsta stóra tónleikaferðalagið sem sveitin fer í um þrjú ár en hún hefur þó farið út undanfarið í styttri ferðir. Hún er þessa dagana eina stelpan í sveitinni því Rebekka Björnsdóttir fagottleikari hefur lítið komið fram með sveitinni síðan platan Enter 4 kom út en hún er búsett í New York. „Ég fagna því alltaf þegar ég hitti stelpur á tónleikaferðalögum. Ég þyrfti eiginlega að fara að nálgast fótboltaspjöld og flautu til að hafa hemil á piltunum. Þetta eru góðir og gáfaðir menn og gæti því verið verra,“ segir Sigríður létt í lund.Högni Egilsson kraftmikill á sviðinu.mynd/florianHjaltalín hefur látið lítið á sér bera að undanförnu en meðlimir sveitarinnar eru orðnir þyrstir í að búa til tónlist saman. „Við erum öll þyrst í að gera meira og erum að byrja að vinna að nýju efni. Það gerði okkur gott að bakka aðeins.“ Fram undan eru stærstu tónleikar sem sveitin hefur haldið hér á landi. „Við verðum með tónleika 16. apríl í Eldborg. Þetta verða stærstu tónleikar sem við höfum haldið og við hlökkum mikið til,“ segir Sigríður og bætir við að talsverðar líkur séu á að nýtt efni verði flutt á tónleikunum. Aðaláhersla tónleikanna verður á efni plötunnar Enter 4 sem hlotið hefur fádæma góðar viðtökur en þó verður farið yfir feril sveitarinnar.Guðmundur Óskar og Högni prúðbúnir á góðri stundur.mynd/einkasafn„Við förum aftur út í maí og svo erum við eitthvað að spila í sumar, hér heima og úti,“ segir Sigríður spurð út í frekara tónleikahald. Nýjasta smáskífulag Hjaltalín, Letter To, er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins en nú er myndband við lagið í vinnslu. Talið er að myndbandið, sem unnið er af Magnúsi Leifssyni verði frumflutt á næstunni. Miðasala á tónleika Hjaltalín í Eldborg fer fram á Midi.is.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“