Hjaltalín snýr aftur Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. mars 2014 15:30 Sigríður Thorlacius söngkona Hjaltalín hlaut titilinn söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Mynd/Florian „Þetta var töluverður hringur og það gekk rosalega vel,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, en sveitin lauk fyrir skömmu tónleikaferðalagi um Evrópu. Sveitin spilaði á by:Larm í Noregi, á fjórum stöðum í Þýskalandi, Lúxemborg, Brussel og Amsterdam. „Við vorum úti í tíu daga og vorum einnig viðstödd Norrænu tónlistarverðlaunin,“ bætir Sigríður við en hún var valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. Þetta er fyrsta stóra tónleikaferðalagið sem sveitin fer í um þrjú ár en hún hefur þó farið út undanfarið í styttri ferðir. Hún er þessa dagana eina stelpan í sveitinni því Rebekka Björnsdóttir fagottleikari hefur lítið komið fram með sveitinni síðan platan Enter 4 kom út en hún er búsett í New York. „Ég fagna því alltaf þegar ég hitti stelpur á tónleikaferðalögum. Ég þyrfti eiginlega að fara að nálgast fótboltaspjöld og flautu til að hafa hemil á piltunum. Þetta eru góðir og gáfaðir menn og gæti því verið verra,“ segir Sigríður létt í lund.Högni Egilsson kraftmikill á sviðinu.mynd/florianHjaltalín hefur látið lítið á sér bera að undanförnu en meðlimir sveitarinnar eru orðnir þyrstir í að búa til tónlist saman. „Við erum öll þyrst í að gera meira og erum að byrja að vinna að nýju efni. Það gerði okkur gott að bakka aðeins.“ Fram undan eru stærstu tónleikar sem sveitin hefur haldið hér á landi. „Við verðum með tónleika 16. apríl í Eldborg. Þetta verða stærstu tónleikar sem við höfum haldið og við hlökkum mikið til,“ segir Sigríður og bætir við að talsverðar líkur séu á að nýtt efni verði flutt á tónleikunum. Aðaláhersla tónleikanna verður á efni plötunnar Enter 4 sem hlotið hefur fádæma góðar viðtökur en þó verður farið yfir feril sveitarinnar.Guðmundur Óskar og Högni prúðbúnir á góðri stundur.mynd/einkasafn„Við förum aftur út í maí og svo erum við eitthvað að spila í sumar, hér heima og úti,“ segir Sigríður spurð út í frekara tónleikahald. Nýjasta smáskífulag Hjaltalín, Letter To, er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins en nú er myndband við lagið í vinnslu. Talið er að myndbandið, sem unnið er af Magnúsi Leifssyni verði frumflutt á næstunni. Miðasala á tónleika Hjaltalín í Eldborg fer fram á Midi.is. Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta var töluverður hringur og það gekk rosalega vel,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, en sveitin lauk fyrir skömmu tónleikaferðalagi um Evrópu. Sveitin spilaði á by:Larm í Noregi, á fjórum stöðum í Þýskalandi, Lúxemborg, Brussel og Amsterdam. „Við vorum úti í tíu daga og vorum einnig viðstödd Norrænu tónlistarverðlaunin,“ bætir Sigríður við en hún var valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. Þetta er fyrsta stóra tónleikaferðalagið sem sveitin fer í um þrjú ár en hún hefur þó farið út undanfarið í styttri ferðir. Hún er þessa dagana eina stelpan í sveitinni því Rebekka Björnsdóttir fagottleikari hefur lítið komið fram með sveitinni síðan platan Enter 4 kom út en hún er búsett í New York. „Ég fagna því alltaf þegar ég hitti stelpur á tónleikaferðalögum. Ég þyrfti eiginlega að fara að nálgast fótboltaspjöld og flautu til að hafa hemil á piltunum. Þetta eru góðir og gáfaðir menn og gæti því verið verra,“ segir Sigríður létt í lund.Högni Egilsson kraftmikill á sviðinu.mynd/florianHjaltalín hefur látið lítið á sér bera að undanförnu en meðlimir sveitarinnar eru orðnir þyrstir í að búa til tónlist saman. „Við erum öll þyrst í að gera meira og erum að byrja að vinna að nýju efni. Það gerði okkur gott að bakka aðeins.“ Fram undan eru stærstu tónleikar sem sveitin hefur haldið hér á landi. „Við verðum með tónleika 16. apríl í Eldborg. Þetta verða stærstu tónleikar sem við höfum haldið og við hlökkum mikið til,“ segir Sigríður og bætir við að talsverðar líkur séu á að nýtt efni verði flutt á tónleikunum. Aðaláhersla tónleikanna verður á efni plötunnar Enter 4 sem hlotið hefur fádæma góðar viðtökur en þó verður farið yfir feril sveitarinnar.Guðmundur Óskar og Högni prúðbúnir á góðri stundur.mynd/einkasafn„Við förum aftur út í maí og svo erum við eitthvað að spila í sumar, hér heima og úti,“ segir Sigríður spurð út í frekara tónleikahald. Nýjasta smáskífulag Hjaltalín, Letter To, er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins en nú er myndband við lagið í vinnslu. Talið er að myndbandið, sem unnið er af Magnúsi Leifssyni verði frumflutt á næstunni. Miðasala á tónleika Hjaltalín í Eldborg fer fram á Midi.is.
Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira