Tónlist

Ásgeir spilar á Fuji Rock í Japan

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ásgeir í blíðviðrinu í Bandaríkjunum fyrir skömmu
Ásgeir í blíðviðrinu í Bandaríkjunum fyrir skömmu Mynd/Einkasafn
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti kemur fram á tónlistarhátíðinni Fuji Rock sem fram fer á Naeba Ski Resort í Japan síðustu helgina í júlí.

Á hátíðinni koma fram mörg þungavigtarnöfn í tónlistinni eins og Kanye West, Damon Albarn, Franz Ferdinand, Lorde og Outkast, ásamt mörgum fleiri þekktum.

Um er að ræða stærðarinnar hátíð en árlega sækja hana yfir 100.000 manns. Ásgeir Trausti er þó ekki fyrsti Íslendingurinn sem kemur fram á hátíðinni því Björk kom þar fram árið 1998 og 2003 og þá kom Sigur Rós fram á hátíðinni árið 2005.

Ásgeir er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu, eftir að hafa verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×