Kom fram á milli tveggja goðsagna Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. mars 2014 12:47 „Þetta var ótrúlega mikill heiður að fá að spila á tónleikum með svona stórum nöfnum,“ segir Karin Sveinsdóttir, söngkona sveitarinnar Highlands, sem hún skipar ásamt Loga Pedro Stefánssyni, en þau spiluðu á Stopp – Gætum garðsins tónleikunum í Hörpu á þriðjudag. Highlands komu fram á eftir Björk og áður en Patti Smith steig á svið. „Þetta voru bara þriðju tónleikarnir okkar þannig að það var stress að vera að spila þarna mitt á milli Bjarkar og Patti Smith, en það gekk vel. Þessir tónleikar voru þeir stærstu sem við höfum spilað á,“ segir Karin jafnframt og heldur áfram. „Þeir voru frábærir rétt eins og önnur gigg sem við höfum verið á, við skemmtum okkur alltaf jafn vel.“ Á tónleikunum kom fjöldinn allur af listamönnum fram, ásamt Patti Smith og Björk, komu fram Lykke Li, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd stóðu fyrir tónleikunum, en allir listamenn gáfu vinnu sína. Highlands spilar í Fönkþættinum á X-inu í dag og spilar svo á Ak extreme fyrstu helgina í apríl. „Við erum líka alltaf að vinna í nýrri tónlist þannig það er alveg nóg að gera,“ segir hún. Fyrsta smáskífa Highlands kom út á þessu ári, en tónlistarveitan iTunes í Bandaríkjunum mælti með henni á dögunum. „Við höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur og það er ekkert nema gaman að iTunes mæli með tónlistinni okkar.“ Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Þetta var ótrúlega mikill heiður að fá að spila á tónleikum með svona stórum nöfnum,“ segir Karin Sveinsdóttir, söngkona sveitarinnar Highlands, sem hún skipar ásamt Loga Pedro Stefánssyni, en þau spiluðu á Stopp – Gætum garðsins tónleikunum í Hörpu á þriðjudag. Highlands komu fram á eftir Björk og áður en Patti Smith steig á svið. „Þetta voru bara þriðju tónleikarnir okkar þannig að það var stress að vera að spila þarna mitt á milli Bjarkar og Patti Smith, en það gekk vel. Þessir tónleikar voru þeir stærstu sem við höfum spilað á,“ segir Karin jafnframt og heldur áfram. „Þeir voru frábærir rétt eins og önnur gigg sem við höfum verið á, við skemmtum okkur alltaf jafn vel.“ Á tónleikunum kom fjöldinn allur af listamönnum fram, ásamt Patti Smith og Björk, komu fram Lykke Li, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd stóðu fyrir tónleikunum, en allir listamenn gáfu vinnu sína. Highlands spilar í Fönkþættinum á X-inu í dag og spilar svo á Ak extreme fyrstu helgina í apríl. „Við erum líka alltaf að vinna í nýrri tónlist þannig það er alveg nóg að gera,“ segir hún. Fyrsta smáskífa Highlands kom út á þessu ári, en tónlistarveitan iTunes í Bandaríkjunum mælti með henni á dögunum. „Við höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur og það er ekkert nema gaman að iTunes mæli með tónlistinni okkar.“
Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira