Franskan er svo fjölbreytt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 11:00 „Calvet er mjög skemmtilegur og frægur fyrirlesari,“ segir Jóhanna Björk og hlakkar til morgundagsins. Fréttablaðið/GVA „Þetta er heilmikill viðburður,“ segir Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, formaður Félags frönskukennara á Íslandi um fertugsafmæli félagsins sem meðal annars er haldið hátíðlegt á morgun klukkan 17 með fyrirlestri Louis-Jean Calvet, rithöfundar í stofu 101 á háskólatorgi HÍ. „Calvet er mjög skemmtilegur og frægur fyrirlesari,“ segir Jóhanna Björk. „Hann hefur skrifað mikið um frönskuna í alþjóðasamhengi og líka innan Frakklands og túlkar allt út frá mannlegu sjónarhorni svo þetta verður ekki bara þurr málvísindafyrirlestur heldur fyrir alla sem skilja frönsku.“ Félagið ætlar svo að halda afmælisfögnuð um kvöldið í húsakynnum Alliance Française þar sem heiðursfélaginn, Vigdís Finnbogadóttir, mætir, frönsku sendiherrahjónin og að sjálfsögðu Louis-Jean Calvet. Jóhanna Björk segir Félag frönskukennara mjög virkt. „Við erum þrjátíu og fimm í félaginu núna af flestum skólastigum sem hittumst reglulega og ræðum um allt sem viðkemur frönskukennslu vítt og breitt. Mörg okkar hafa þekkst lengi og við erum í góðu samstarfi við Alliance Française og franska sendiráðið, það skiptir máli því allt styður hvað annað. Við fáum fundaraðstöðu í Alliance Française og það er auðvitað klisjukennt en við skálum stundum í rauðvíni til að lifa okkur inn í frönsku stemninguna!“ Jóhanna Björk hefur verið formaður félagsins í tvö ár en er búin að kenna frönsku með hléum síðan 1997. „Ég hef bæði kennt í Háskóla Íslands og í Kvennaskólanum og er bara heima hjá mér núna í verkfalli,“ segir hún. Hún kveðst hafa búið bæði í Frakklandi og frönskumælandi hluta Kanada. „Franskan er svo fjölbreytt eftir því hvar í heiminum hún er töluð,“ segir Jóhanna, sem kveðst hafa mikil samskipti í sínu daglega lífi á frönsku, bæði faglega og við vini úti um heim. En finnst henni íslensk ungmenni hafa áhuga á frönsku? „Já, mér finnst það. Þau eru náttúrulega vön enskri og amerískri menningu og það þarf svolítið að hafa fyrir því að opna fyrir þeim franska heiminn en þá eru þau spennt fyrir að læra tungumálið. Nú er líka farið að kenna frönsku á annan hátt en áður og lögð áhersla á talið en ekki að hamast í einhverri málfræði strax. Þannig brjótum við niður mýtuna um að það sé erfitt að tala frönsku.“ Sjálf lærði Jóhanna Björk frönsku í Menntaskólanum á Laugarvatni. „Mig langað strax að kynnast frönskunni,“ segir hún. „Ég fann að þar var leið fyrir mig að stækka minn heim.“ Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Michael Madsen er látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta er heilmikill viðburður,“ segir Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, formaður Félags frönskukennara á Íslandi um fertugsafmæli félagsins sem meðal annars er haldið hátíðlegt á morgun klukkan 17 með fyrirlestri Louis-Jean Calvet, rithöfundar í stofu 101 á háskólatorgi HÍ. „Calvet er mjög skemmtilegur og frægur fyrirlesari,“ segir Jóhanna Björk. „Hann hefur skrifað mikið um frönskuna í alþjóðasamhengi og líka innan Frakklands og túlkar allt út frá mannlegu sjónarhorni svo þetta verður ekki bara þurr málvísindafyrirlestur heldur fyrir alla sem skilja frönsku.“ Félagið ætlar svo að halda afmælisfögnuð um kvöldið í húsakynnum Alliance Française þar sem heiðursfélaginn, Vigdís Finnbogadóttir, mætir, frönsku sendiherrahjónin og að sjálfsögðu Louis-Jean Calvet. Jóhanna Björk segir Félag frönskukennara mjög virkt. „Við erum þrjátíu og fimm í félaginu núna af flestum skólastigum sem hittumst reglulega og ræðum um allt sem viðkemur frönskukennslu vítt og breitt. Mörg okkar hafa þekkst lengi og við erum í góðu samstarfi við Alliance Française og franska sendiráðið, það skiptir máli því allt styður hvað annað. Við fáum fundaraðstöðu í Alliance Française og það er auðvitað klisjukennt en við skálum stundum í rauðvíni til að lifa okkur inn í frönsku stemninguna!“ Jóhanna Björk hefur verið formaður félagsins í tvö ár en er búin að kenna frönsku með hléum síðan 1997. „Ég hef bæði kennt í Háskóla Íslands og í Kvennaskólanum og er bara heima hjá mér núna í verkfalli,“ segir hún. Hún kveðst hafa búið bæði í Frakklandi og frönskumælandi hluta Kanada. „Franskan er svo fjölbreytt eftir því hvar í heiminum hún er töluð,“ segir Jóhanna, sem kveðst hafa mikil samskipti í sínu daglega lífi á frönsku, bæði faglega og við vini úti um heim. En finnst henni íslensk ungmenni hafa áhuga á frönsku? „Já, mér finnst það. Þau eru náttúrulega vön enskri og amerískri menningu og það þarf svolítið að hafa fyrir því að opna fyrir þeim franska heiminn en þá eru þau spennt fyrir að læra tungumálið. Nú er líka farið að kenna frönsku á annan hátt en áður og lögð áhersla á talið en ekki að hamast í einhverri málfræði strax. Þannig brjótum við niður mýtuna um að það sé erfitt að tala frönsku.“ Sjálf lærði Jóhanna Björk frönsku í Menntaskólanum á Laugarvatni. „Mig langað strax að kynnast frönskunni,“ segir hún. „Ég fann að þar var leið fyrir mig að stækka minn heim.“
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Michael Madsen er látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“