Briem spilar með Bonham Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. mars 2014 09:30 F.v. Kristján Grétarsson, Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Stefán Jakobsson og Dagur Sigurðsson eru klárir í slaginn fréttablaðið/stefán „Bonham verður með okkur á sviðinu, nema honum verður varpað á tjald og við ætlum að djamma saman í laginu Moby Dick,“ segir Gunnlaugur Briem trommuleikari sem kemur fram ásamt einvalaliði á heiðurstónleikum Led Zeppelin í Eldborgarsalnum í Hörpu í kvöld. Hljómsveitin sem ætlar að leika lög Led Zeppelin er skipuð, ásamt Gulla Briem, þeim Þóri Úlfarssyni, Kristjáni Grétarssyni, Eyþóri Úlfari Þórissyni, Inga Birni Ingasyni en söngvarar kvöldsins eru þeir Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Stefán Jakobsson og Dagur Sigurðsson. Sérstakir gestir eru þeir Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson, gítarleikari úr Gildrunni.Gulli Briem djammar með John Bonham á tónleikunum.fréttablaðið/Stefán„Þetta er rokk og ról með klassísku ívafi því með okkur verður strengjasveit,“ bætir Gulli við. Led Zeppelin er af mörgum talin ein áhrifamesta rokkhljómsveit allra tíma. Hún er meðal mest seldu listamanna heimsins og hefur selt um 300 milljón plötur á heimsvísu. „Þetta er krefjandi tónlist og við höfum æft stíft að undanförnu,“ segir Gulli spurður út í undirbúninginn. 500 krónur af hverjum seldum miða renna til Mottumars, söfnunarátaks Krabbameinsfélagsins. Á þessum tónleikum verða spiluð bestu lög þessarar frábæru hljómsveitar. Uppselt er á fyrri tónleikana klukkan 20.00 en þó eru enn til örfáir miðar á aukatónleikana sem hefjast klukkan 23.00. Miðasala fer fram á miði.is. Tónlist Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Bonham verður með okkur á sviðinu, nema honum verður varpað á tjald og við ætlum að djamma saman í laginu Moby Dick,“ segir Gunnlaugur Briem trommuleikari sem kemur fram ásamt einvalaliði á heiðurstónleikum Led Zeppelin í Eldborgarsalnum í Hörpu í kvöld. Hljómsveitin sem ætlar að leika lög Led Zeppelin er skipuð, ásamt Gulla Briem, þeim Þóri Úlfarssyni, Kristjáni Grétarssyni, Eyþóri Úlfari Þórissyni, Inga Birni Ingasyni en söngvarar kvöldsins eru þeir Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Stefán Jakobsson og Dagur Sigurðsson. Sérstakir gestir eru þeir Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson, gítarleikari úr Gildrunni.Gulli Briem djammar með John Bonham á tónleikunum.fréttablaðið/Stefán„Þetta er rokk og ról með klassísku ívafi því með okkur verður strengjasveit,“ bætir Gulli við. Led Zeppelin er af mörgum talin ein áhrifamesta rokkhljómsveit allra tíma. Hún er meðal mest seldu listamanna heimsins og hefur selt um 300 milljón plötur á heimsvísu. „Þetta er krefjandi tónlist og við höfum æft stíft að undanförnu,“ segir Gulli spurður út í undirbúninginn. 500 krónur af hverjum seldum miða renna til Mottumars, söfnunarátaks Krabbameinsfélagsins. Á þessum tónleikum verða spiluð bestu lög þessarar frábæru hljómsveitar. Uppselt er á fyrri tónleikana klukkan 20.00 en þó eru enn til örfáir miðar á aukatónleikana sem hefjast klukkan 23.00. Miðasala fer fram á miði.is.
Tónlist Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira