Girnilegar brownies með minturjóma að hætti Evu Brink Marín Manda skrifar 21. mars 2014 10:00 Eva Brink er með spennandi uppskriftir á síðunni sinni. Eva Brink er ungur ástríðukokkur sem heldur úti síðunni evabrink.com. „Pabbi minn er kokkur svo það má segja að ég hafi fengið áhugann svolítið í gegnum hann. Um leið og ég flutti að heiman langaði mig að gera meira úr þessu og jafnvel deila með öðrum,“ segir Eva Brink þegar hún er spurð út í matarbloggið sitt, evabrink.com. Eva hefur ekki einungis ástríðu fyrir matar- og kökugerð því hún stundar nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og er tveggja barna móðir. Viðbrögðin við matarblogginu hafa verið góð, sem hefur komið henni sjálfri örlítið á óvart. „Það er alltaf jafn gaman að sjá og heyra að fólk nýti sér uppskriftirnar mínar og það er bara frábært að fólk sé almennt duglegt að skoða hinar ýmsu síður á netinu. Það hefur komið mér ótrúlega á óvart hve mikil traffík hefur verið á síðuna hjá mér. Ég ætla því að halda áfram að vera dugleg að deila uppskriftum og halda mig við einfalda rétti sem allir geta gert.“ Brownies með minturjóma Fyrir 6100 g 56% súkkulaði120 g smjör250 g sykur85 g hveiti2 egg1 tsk. vanilludropar½ tsk. salt Hitið ofninn í 180°C. Klæðið 15 x 25 cm eða svipað form með bökunarpappír og smyrjið bökunarpappírinn. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti eða örbylgjuofni. Þeytið saman eggjum og sykri og blandið svo vanilludropunum og saltinu saman við. Hellið súkkulaðinu og því næst hveitinu ofan í og hrærið varlega saman við með sleif. Hellið deiginu í formið og jafnið út. Bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp. Leyfið kökunni að kólna og skerið svo í 6 sneiðar. Minturjómi 500 ml rjómi 8 msk. sykur 1½ tsk. piparmintudropar 3-4 dropar grænn matarlitur 100 g suðusúkkulaði Setjið rjóma, sykur, piparmintudropa og matarlit í skál og þeytið saman þar til rjóminn er orðinn þéttur. Saxið suðusúkkulaðið í smáa bita og blandið varlega saman við rjómann með sleif. Setjið örlítinn minturjóma á botn ílátanna og brownies-sneiðarnar ofan á. Toppið svo með meiri minturjóma og gjarnan súkkulaðispæni og Remi-mintukexi. Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Eva Brink er ungur ástríðukokkur sem heldur úti síðunni evabrink.com. „Pabbi minn er kokkur svo það má segja að ég hafi fengið áhugann svolítið í gegnum hann. Um leið og ég flutti að heiman langaði mig að gera meira úr þessu og jafnvel deila með öðrum,“ segir Eva Brink þegar hún er spurð út í matarbloggið sitt, evabrink.com. Eva hefur ekki einungis ástríðu fyrir matar- og kökugerð því hún stundar nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og er tveggja barna móðir. Viðbrögðin við matarblogginu hafa verið góð, sem hefur komið henni sjálfri örlítið á óvart. „Það er alltaf jafn gaman að sjá og heyra að fólk nýti sér uppskriftirnar mínar og það er bara frábært að fólk sé almennt duglegt að skoða hinar ýmsu síður á netinu. Það hefur komið mér ótrúlega á óvart hve mikil traffík hefur verið á síðuna hjá mér. Ég ætla því að halda áfram að vera dugleg að deila uppskriftum og halda mig við einfalda rétti sem allir geta gert.“ Brownies með minturjóma Fyrir 6100 g 56% súkkulaði120 g smjör250 g sykur85 g hveiti2 egg1 tsk. vanilludropar½ tsk. salt Hitið ofninn í 180°C. Klæðið 15 x 25 cm eða svipað form með bökunarpappír og smyrjið bökunarpappírinn. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti eða örbylgjuofni. Þeytið saman eggjum og sykri og blandið svo vanilludropunum og saltinu saman við. Hellið súkkulaðinu og því næst hveitinu ofan í og hrærið varlega saman við með sleif. Hellið deiginu í formið og jafnið út. Bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp. Leyfið kökunni að kólna og skerið svo í 6 sneiðar. Minturjómi 500 ml rjómi 8 msk. sykur 1½ tsk. piparmintudropar 3-4 dropar grænn matarlitur 100 g suðusúkkulaði Setjið rjóma, sykur, piparmintudropa og matarlit í skál og þeytið saman þar til rjóminn er orðinn þéttur. Saxið suðusúkkulaðið í smáa bita og blandið varlega saman við rjómann með sleif. Setjið örlítinn minturjóma á botn ílátanna og brownies-sneiðarnar ofan á. Toppið svo með meiri minturjóma og gjarnan súkkulaðispæni og Remi-mintukexi.
Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira