Ópera á 50 mínútum 22. mars 2014 09:30 Unnur Helga Möller Vísir/Úr einkasafni „Þetta er ópera á fimmtíu mínútum. Ég ætla fara í gegnum óperusöguna sem spannar um 500 ár á tónleikunum,“ segir sópransöngkonan Unnur Helga Möller sem kemur fram á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn. Hún ætlar að gera efnið einstaklega aðgengilegt fyrir þá sem þekkja óperur yfir höfuð ekkert svakalega vel. „Margir vinir mínir þekkja óperuheiminn lítið og ætla ég reyna gera þetta einstaklega aðgengilegt og skemmtilegt,“ bætir Unnur Helga við. Eins og fram hefur komið er hún næstum alnafna þekktrar söngkonu, Helgu Möller en eru þið skyldar. „Við erum fjórmenningar og höfum hisst á ættarmótum. Við höfum reyndar aldrei sungið saman en ég væri þó mikið til í að syngja með henni,“ segir Unnur Helga létt í lund. Unnur Helga er frá Akureyri og söng í 10 ár með Stúlknakór Akureyrarkirkju, söng í söngleikjum og með ýmsum kórum nyrðra og lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri. Hér syðra þar sem hún býr í dag, nam hún við Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem Kristján Jóhannsson var aðalkennari hennar. Hún fór í framhaldsnám í Leipzig og Salzburg og hefur komið fram í ýmsum verkefnum bæði heima og erlendis, m.a. söng hún í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, BLISS við Performa 11 hátíðina í New York. Hún er í kór Íslensku óperunnar og hefur í vetur tekið þátt í bæði Carmen og nú í Ragnheiði. Þá hefur Unnur Helga lokið námi í mannfræði og unnið meðfram söngnum á Árbæjarsafni við að handmjólka kýr og strokka smjör. „Það er frábært að fá að syngja þarna og gaman að koma fram með frábærum píanóleikara,“ segir Unnur Helga um tónleikana. Með Unni Helgu á tónleikunum leikur Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Á efniskrá eru ýmsar óperuaríur og fer Unnur Helga lauslega í gegnum óperusöguna allt frá Caccini og síðan syngur hún aríur eftir Verdi, Mozart, Handel og endar á Menotti. „Minn helsti draumur er svo að syngja með Skálmöld, Lucia Di Lammermoor það væri gaman,“ segir Unnur Helga spurðu út í framhaldið. Tónleikarnir eru styrktir af Samfélagssjóði EFLU verkfræðistofu í tilefni af 40 ára afmælis fyrirtækisins og eru þeir haldnir í samstarfi við Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhús. Tónleikarnir eru ókeypis á meðan húsrúm leyfir, en fullt hefur verið á alla tónleika tónleikaraðarinnar Eflum ungar raddir, í vetur í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast kl. 16.00 í Kaldalóni. Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta er ópera á fimmtíu mínútum. Ég ætla fara í gegnum óperusöguna sem spannar um 500 ár á tónleikunum,“ segir sópransöngkonan Unnur Helga Möller sem kemur fram á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn. Hún ætlar að gera efnið einstaklega aðgengilegt fyrir þá sem þekkja óperur yfir höfuð ekkert svakalega vel. „Margir vinir mínir þekkja óperuheiminn lítið og ætla ég reyna gera þetta einstaklega aðgengilegt og skemmtilegt,“ bætir Unnur Helga við. Eins og fram hefur komið er hún næstum alnafna þekktrar söngkonu, Helgu Möller en eru þið skyldar. „Við erum fjórmenningar og höfum hisst á ættarmótum. Við höfum reyndar aldrei sungið saman en ég væri þó mikið til í að syngja með henni,“ segir Unnur Helga létt í lund. Unnur Helga er frá Akureyri og söng í 10 ár með Stúlknakór Akureyrarkirkju, söng í söngleikjum og með ýmsum kórum nyrðra og lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri. Hér syðra þar sem hún býr í dag, nam hún við Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem Kristján Jóhannsson var aðalkennari hennar. Hún fór í framhaldsnám í Leipzig og Salzburg og hefur komið fram í ýmsum verkefnum bæði heima og erlendis, m.a. söng hún í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, BLISS við Performa 11 hátíðina í New York. Hún er í kór Íslensku óperunnar og hefur í vetur tekið þátt í bæði Carmen og nú í Ragnheiði. Þá hefur Unnur Helga lokið námi í mannfræði og unnið meðfram söngnum á Árbæjarsafni við að handmjólka kýr og strokka smjör. „Það er frábært að fá að syngja þarna og gaman að koma fram með frábærum píanóleikara,“ segir Unnur Helga um tónleikana. Með Unni Helgu á tónleikunum leikur Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Á efniskrá eru ýmsar óperuaríur og fer Unnur Helga lauslega í gegnum óperusöguna allt frá Caccini og síðan syngur hún aríur eftir Verdi, Mozart, Handel og endar á Menotti. „Minn helsti draumur er svo að syngja með Skálmöld, Lucia Di Lammermoor það væri gaman,“ segir Unnur Helga spurðu út í framhaldið. Tónleikarnir eru styrktir af Samfélagssjóði EFLU verkfræðistofu í tilefni af 40 ára afmælis fyrirtækisins og eru þeir haldnir í samstarfi við Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhús. Tónleikarnir eru ókeypis á meðan húsrúm leyfir, en fullt hefur verið á alla tónleika tónleikaraðarinnar Eflum ungar raddir, í vetur í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast kl. 16.00 í Kaldalóni.
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög