Fyrstu íslensku dægurstjörnurnar 26. mars 2014 13:00 Sigurður Helgi Oddsson vinnur að rannsókn um M.A.-kvartettinn. Vísir/Úr einkasafni „Jón frá Ljárskógum og félaga hans í M.A.-kvartettinum mætti sennilega telja sem fyrstu dægurstjörnur Íslands,“ segir Sigurður Helgi Oddsson, listrænn stjórnandi og skipuleggjandi hátíðartónleika í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum sem fara fram í Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan átta í kvöld. Að sögn Sigurðar verður boðið upp á afar fjölbreytta dagskrá. „Þetta eru bæði þekkt lög við hans eigin ljóð, og svo frumsamin lög eftir hann sem hafa lítið eða ekkert heyrst. Mörg þeirra eru einstaklega falleg,“ útskýrir hann, en atriðin eru af ýmsum toga. Á tónleikunum verður einsöngur, dúett, kvartett og kór en meðal flytjenda má nefna Karlakór Reykjavíkur og nýstofnaðan söngkvartett í anda M.A.-kvartettsins. „Ég setti mig í samband við öflugt listafólk og stofnaði kvartett við þetta tilefni,“ bætir hann við, en lög sem M.A.-kvartettinn gerði fræg á sínum tíma munu heyrast í upprunalegri útsetningu þeirra í fyrsta sinn í 70 ár. Sigurður er sjálfur að vinna að rannsókn um M.A.-kvartettinn. „Eins og ég segi eru þetta fyrstu dægurstjörnur Íslands – þeir voru fyrstir til að koma fram og slá svona rækilega í gegn. Á þessum tíma var útvarpið nýkomið og ég hef stundum sagt að M.A.-kvartettinn hafi verið fyrir Ísland á fjórða áratugnum það sem Bítlarnir voru fyrir heiminn á þeim sjöunda,“ segir Sigurður og hlær. „Svo rækilega sló kvartettinn í gegn að fá hliðstæð dæmi er að finna í íslenskri tónlistarsögu. Jón var þar jafnan fremstur í flokki, bæði þeirra aðalsmerki og höfuðskáld. Í gegnum rannsóknir mínar um þessa merku tónlistarmenn komst ég að því að hann ætti hundrað ára afmæli um þessar mundir og vildi heiðra þá minningu og halda tónleika honum til heiðurs,“ segir Sigurður að lokum. Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Jón frá Ljárskógum og félaga hans í M.A.-kvartettinum mætti sennilega telja sem fyrstu dægurstjörnur Íslands,“ segir Sigurður Helgi Oddsson, listrænn stjórnandi og skipuleggjandi hátíðartónleika í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum sem fara fram í Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan átta í kvöld. Að sögn Sigurðar verður boðið upp á afar fjölbreytta dagskrá. „Þetta eru bæði þekkt lög við hans eigin ljóð, og svo frumsamin lög eftir hann sem hafa lítið eða ekkert heyrst. Mörg þeirra eru einstaklega falleg,“ útskýrir hann, en atriðin eru af ýmsum toga. Á tónleikunum verður einsöngur, dúett, kvartett og kór en meðal flytjenda má nefna Karlakór Reykjavíkur og nýstofnaðan söngkvartett í anda M.A.-kvartettsins. „Ég setti mig í samband við öflugt listafólk og stofnaði kvartett við þetta tilefni,“ bætir hann við, en lög sem M.A.-kvartettinn gerði fræg á sínum tíma munu heyrast í upprunalegri útsetningu þeirra í fyrsta sinn í 70 ár. Sigurður er sjálfur að vinna að rannsókn um M.A.-kvartettinn. „Eins og ég segi eru þetta fyrstu dægurstjörnur Íslands – þeir voru fyrstir til að koma fram og slá svona rækilega í gegn. Á þessum tíma var útvarpið nýkomið og ég hef stundum sagt að M.A.-kvartettinn hafi verið fyrir Ísland á fjórða áratugnum það sem Bítlarnir voru fyrir heiminn á þeim sjöunda,“ segir Sigurður og hlær. „Svo rækilega sló kvartettinn í gegn að fá hliðstæð dæmi er að finna í íslenskri tónlistarsögu. Jón var þar jafnan fremstur í flokki, bæði þeirra aðalsmerki og höfuðskáld. Í gegnum rannsóknir mínar um þessa merku tónlistarmenn komst ég að því að hann ætti hundrað ára afmæli um þessar mundir og vildi heiðra þá minningu og halda tónleika honum til heiðurs,“ segir Sigurður að lokum.
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög