Áhorfendur ákveða næsta lag Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. mars 2014 19:00 SamSam skemmtir á Café Rosenberg í kvöld. Mynd/Hanna Gestsdótti „Við erum búnar að vera í smá pásu út af Eurovision og höfum saknað strákanna mikið. Það verður gaman að syngja lögin okkar aftur,“ segir söngkonan og fyrrverandi knattspyrnukonan Greta Mjöll Samúelsdóttir, en hún kemur fram ásamt systur sinni, Hófí Samúelsdóttur, og hljómsveitinni þeirra, SamSam, á Café Rosenberg í kvöld. Með þeim leika Guðmundur Reynir Gunnarsson á píanó, betur þekktur sem Mummi, Marínó Geir Lillendahl á trommur, Fannar Freyr Magnússon á gítar og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. SamSam ætlar að leika efni af óútkominni plötu en fyrsta plata sveitarinnar kemur út í haust. Áður hefur bandið gefið út lögin House og Awesome. „Við ætlum að láta áhorfendur á tónleikunum ákveða hvaða lag á að fara í upptökur næst, því við erum svo óákveðnar sjálfar,“ segir Greta Mjöll létt í lundu. Hún söng lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir skömmu. „Að sjálfsögðu ætlum við að taka slagarann og júrópæjurnar Ásta Björg og Rakel slást í hópinn,“ segir Greta Mjöll. Þær Ásta Björg Björgvinsdóttir og Rakel Pálsdóttir ætla einnig að hita upp með nokkrum frumsömdum lögum og þá ætla Lúxordrengirnir Arnar Jónsson og Edgar Smári Atlason að syngja nokkur lög. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur. Tónlist Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum búnar að vera í smá pásu út af Eurovision og höfum saknað strákanna mikið. Það verður gaman að syngja lögin okkar aftur,“ segir söngkonan og fyrrverandi knattspyrnukonan Greta Mjöll Samúelsdóttir, en hún kemur fram ásamt systur sinni, Hófí Samúelsdóttur, og hljómsveitinni þeirra, SamSam, á Café Rosenberg í kvöld. Með þeim leika Guðmundur Reynir Gunnarsson á píanó, betur þekktur sem Mummi, Marínó Geir Lillendahl á trommur, Fannar Freyr Magnússon á gítar og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. SamSam ætlar að leika efni af óútkominni plötu en fyrsta plata sveitarinnar kemur út í haust. Áður hefur bandið gefið út lögin House og Awesome. „Við ætlum að láta áhorfendur á tónleikunum ákveða hvaða lag á að fara í upptökur næst, því við erum svo óákveðnar sjálfar,“ segir Greta Mjöll létt í lundu. Hún söng lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir skömmu. „Að sjálfsögðu ætlum við að taka slagarann og júrópæjurnar Ásta Björg og Rakel slást í hópinn,“ segir Greta Mjöll. Þær Ásta Björg Björgvinsdóttir og Rakel Pálsdóttir ætla einnig að hita upp með nokkrum frumsömdum lögum og þá ætla Lúxordrengirnir Arnar Jónsson og Edgar Smári Atlason að syngja nokkur lög. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur.
Tónlist Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög