Semur, syngur, útsetur og stjórnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. mars 2014 11:00 Þóra Gísladóttir: "Mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld.“ Vísir/GVA MMus-gráðan er mastersgráða í tónlist og það er ýmislegt þar inni,“ segir Þóra Gísladóttir spurð fyrir hvað titillinn sem hún mun öðlast í vor standi. „Maður hefur dálítið frjálsar hendur og ég hef sett inn í þetta tónsmíðar, smá kvikmyndatónlist og alls konar verkefni eins og til dæmis þessa tónleika sem eru lokaverkefni mitt við Listaháskólann.“ Dagskrána kallar Þóra norsk-íslenska tónlistarþrennu en það er samstarfsverkefni sem hefur staðið í tvö ár. Verkefnið byggist aðallega á tónsmíðavinnu og strengja-, bakradda- og kórútsetningum. Eftir sleitulausa sköpun, mikla hugmyndavinnu, skipulagningu, kórferð til Boston, norræna samvinnu, útsetningar, kórstjórn og upptökur lítur verkefnið nú dagsins ljós. Afraksturinn er átta frumsamin lög, stofnun nýrrar hljómsveitar, íslenskur kór, samvinna við bæði amerískan og norskan kór og rúmlega sjötíu manna samnorrænan kór sem flytja mun lokaverk tónleikanna. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Þóru Gísladóttur, Joni Mitchell, Guðmund Jónsson, Walt Harrah og Richard Smallwood og flytjendur eru Þóra Gísladóttir & hljómsveit hennar, GroveLoversnMore, ásamt bakröddum, norski kórinn Kor:z í stjórn Gro-Annette Slettebø, Gospelkór Árbæjarkirkju sem Þóra stjórnar sjálf, norska djasssöngkonan Eva Bjerge og píanóleikarinn Svein Åge Bjerge. Þóra hefur breiðan bakgrunn, hún er tónlistarkennari, kórstjórnandi, söngkona og tónsmiður auk þess að reka eigin hljómsveit, GroveLoversnMore, ásamt eiginmanni sínum, Birni Sigurðssyni bassaleikara. „Við stofnuðum þessa hljómsveit fyrir ári og það tengdist líka verkefni í skólanum. Þá áttum við að semja lag og flytja það opinberlega og á tíu dögum samdi ég lag sem var svo gjörólíkt öllu sem ég hafði gert að ég varð að stofna hljómsveit í kringum það. Við höfum verið að spila hér og þar en við erum með tvær dætur þannig að við höfum svo sem ekkert endalausan tíma til að gera allt sem okkur langar til. En mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld, sem eru stærsta verkefni sem ég hef ráðist í til þessa.“ Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
MMus-gráðan er mastersgráða í tónlist og það er ýmislegt þar inni,“ segir Þóra Gísladóttir spurð fyrir hvað titillinn sem hún mun öðlast í vor standi. „Maður hefur dálítið frjálsar hendur og ég hef sett inn í þetta tónsmíðar, smá kvikmyndatónlist og alls konar verkefni eins og til dæmis þessa tónleika sem eru lokaverkefni mitt við Listaháskólann.“ Dagskrána kallar Þóra norsk-íslenska tónlistarþrennu en það er samstarfsverkefni sem hefur staðið í tvö ár. Verkefnið byggist aðallega á tónsmíðavinnu og strengja-, bakradda- og kórútsetningum. Eftir sleitulausa sköpun, mikla hugmyndavinnu, skipulagningu, kórferð til Boston, norræna samvinnu, útsetningar, kórstjórn og upptökur lítur verkefnið nú dagsins ljós. Afraksturinn er átta frumsamin lög, stofnun nýrrar hljómsveitar, íslenskur kór, samvinna við bæði amerískan og norskan kór og rúmlega sjötíu manna samnorrænan kór sem flytja mun lokaverk tónleikanna. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Þóru Gísladóttur, Joni Mitchell, Guðmund Jónsson, Walt Harrah og Richard Smallwood og flytjendur eru Þóra Gísladóttir & hljómsveit hennar, GroveLoversnMore, ásamt bakröddum, norski kórinn Kor:z í stjórn Gro-Annette Slettebø, Gospelkór Árbæjarkirkju sem Þóra stjórnar sjálf, norska djasssöngkonan Eva Bjerge og píanóleikarinn Svein Åge Bjerge. Þóra hefur breiðan bakgrunn, hún er tónlistarkennari, kórstjórnandi, söngkona og tónsmiður auk þess að reka eigin hljómsveit, GroveLoversnMore, ásamt eiginmanni sínum, Birni Sigurðssyni bassaleikara. „Við stofnuðum þessa hljómsveit fyrir ári og það tengdist líka verkefni í skólanum. Þá áttum við að semja lag og flytja það opinberlega og á tíu dögum samdi ég lag sem var svo gjörólíkt öllu sem ég hafði gert að ég varð að stofna hljómsveit í kringum það. Við höfum verið að spila hér og þar en við erum með tvær dætur þannig að við höfum svo sem ekkert endalausan tíma til að gera allt sem okkur langar til. En mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld, sem eru stærsta verkefni sem ég hef ráðist í til þessa.“
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira